Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar 20. nóvember 2025 15:17 Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kjaramál Félagsmál Inga Sæland Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar