Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 15:48 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira