Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Jón Ísak Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 18. nóvember 2025 20:29 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Sýn Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. „Hvar er hagsmunagæslan búin að vera?“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að þetta mál hafi verið í gangi í ellefu mánuði og veltir því fyrir sér hvar hagsmunagæslan hefur verið, en hún og Bergþór Ólason fóru yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. „Það hófust samningar við ESB í desember í fyrra, og þetta er niðurstaðan. Maður hlýtur að spyrja sig hvar er hagsmunagæslan búin að vera og hvernig hefur hún gengið,“ segir Guðrún. „Við Íslendingar höfum byggt allt okkar atvinnulíf á EES samningnum, og þess vegna er hann kominn í algjört uppnám. Mér hefur þótt ríkisstjórnin stíga frekar léttvægt til jarðar í dag.“ Hún segir það furðu sæta hvernig umræðan hafi verið frá ríkisstjórninni í dag. „Niðurstaðan í þessu máli, að það sé brotið á EES-samningnum, að það eigi að þýða að við eigum að hlaupa hér á harðahlaupum inn með glæpamanninum, ég hafna því bara algjörlega.“ „Maður getur líka ekki annað en leitt hugann að því, hvort að ríkisstjórnin hafi litið svo á að það mætti veikja svona samningsstöðu Íslands, og þar með myndi það nýtast ríkisstjórninni, og málflutningi hennar gagnvart inngöngu í Evrópusambandið.“ Eru þetta glæpamenn í Evrópusambandinu? „Það eru brotin lög að ég tel. Það er búið að brjóta á EES-samningnum, það hlýtur að vera brot. Það er brotið á okkur Íslendingum, á þessum samningi okkar, og það hlýtur að eiga einhverja eftirmála,“ segir Guðrún. Ekkert plan hjá stjórninni Bergþór segir að upp sé komin gjörbreytt staðan sem hljóti að kalla á miklu meira afgerandi viðbrögð en ríkisstjórnin hefur sýnt í dag. „Mér hefur svona þótt allt benda til þess að það sé ekkert plan hjá stjórninni. Þessi umræða um að vísa málinu til gerðardóms, er byggð á einhverjum misskilningi sýnist mér.“ „Evrópusambandið er búið að segja með hvaða hætti samskiptin verða um þetta, það verður tekinn kaffibolli á þriggja mánaða fresti til að fara yfir stöðuna. Þannig mér sýnist ráðherrarnir dáldið vera berrassaðir í raun, eins og þeir hafi hver um annan þveran farið á taugum eftir þessa niðurstöðu.“ „Eina konkret svarið sem frá þeim kemur er að það þurfi að flýta atkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu. Það getur ekki verið niðurstaðan í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Utanríkismál Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. „Hvar er hagsmunagæslan búin að vera?“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að þetta mál hafi verið í gangi í ellefu mánuði og veltir því fyrir sér hvar hagsmunagæslan hefur verið, en hún og Bergþór Ólason fóru yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. „Það hófust samningar við ESB í desember í fyrra, og þetta er niðurstaðan. Maður hlýtur að spyrja sig hvar er hagsmunagæslan búin að vera og hvernig hefur hún gengið,“ segir Guðrún. „Við Íslendingar höfum byggt allt okkar atvinnulíf á EES samningnum, og þess vegna er hann kominn í algjört uppnám. Mér hefur þótt ríkisstjórnin stíga frekar léttvægt til jarðar í dag.“ Hún segir það furðu sæta hvernig umræðan hafi verið frá ríkisstjórninni í dag. „Niðurstaðan í þessu máli, að það sé brotið á EES-samningnum, að það eigi að þýða að við eigum að hlaupa hér á harðahlaupum inn með glæpamanninum, ég hafna því bara algjörlega.“ „Maður getur líka ekki annað en leitt hugann að því, hvort að ríkisstjórnin hafi litið svo á að það mætti veikja svona samningsstöðu Íslands, og þar með myndi það nýtast ríkisstjórninni, og málflutningi hennar gagnvart inngöngu í Evrópusambandið.“ Eru þetta glæpamenn í Evrópusambandinu? „Það eru brotin lög að ég tel. Það er búið að brjóta á EES-samningnum, það hlýtur að vera brot. Það er brotið á okkur Íslendingum, á þessum samningi okkar, og það hlýtur að eiga einhverja eftirmála,“ segir Guðrún. Ekkert plan hjá stjórninni Bergþór segir að upp sé komin gjörbreytt staðan sem hljóti að kalla á miklu meira afgerandi viðbrögð en ríkisstjórnin hefur sýnt í dag. „Mér hefur svona þótt allt benda til þess að það sé ekkert plan hjá stjórninni. Þessi umræða um að vísa málinu til gerðardóms, er byggð á einhverjum misskilningi sýnist mér.“ „Evrópusambandið er búið að segja með hvaða hætti samskiptin verða um þetta, það verður tekinn kaffibolli á þriggja mánaða fresti til að fara yfir stöðuna. Þannig mér sýnist ráðherrarnir dáldið vera berrassaðir í raun, eins og þeir hafi hver um annan þveran farið á taugum eftir þessa niðurstöðu.“ „Eina konkret svarið sem frá þeim kemur er að það þurfi að flýta atkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu. Það getur ekki verið niðurstaðan í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Utanríkismál Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira