Þau kvöddu á árinu 2025 Atli Ísleifsson skrifar 25. desember 2025 08:00 Diane Keaton, Michelle Trachtenberg, Diogo Jota, Ozzy Osbourne og Hulk Hogan eru í hópi þeirra sem féllu frá á árinu. Vísir Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu á árinu sem senn er á enda. Meðal þeirra sem féllu frá á erlendum vettvangi voru ríkjandi páfi, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stórleikarar, leikkonur og leikstjórar í Hollywood, einn frægasti rokkari heims, leikmaður fótboltaliðs Liverpool, einn besti skákmaður sögunnar og ein frægasta baráttukona heims á sviði umhverfismála. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug, en samantekt með nokkrum þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem féllu frá á árinu mun svo birtast á Vísi á næstu dögum. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Dick Cheney var varaforseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. EPA Dick Cheney , fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lést í nóvember, 84 ára að aldri. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Hans Enoksen , grænlenskur stjórnmálamaður, lést í ágúst, 69 ára að aldri. Enoksen var formaður grænlensku landstjórnarinnar á árunum 2002 til 2009. Kjell-Olof Feldt , fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar og framámaður í sænska Jafnaðarmannaflokknum, lést í janúar, 93 ára að aldri. Feldt var náinn bandamaður forsætisráðherrans Olof Palme sem ráðinn var af dögum árið 1986, og síðar Ingvar Carlsson sem tók við forsætisráðherraembættinu við andlát Palme. Feldt gegndi embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar á árunum 1983 til 1990. Friðrik , lúxemborgskur prins, lést í mars, 22 ára að aldri. Hann lést af völdum sjaldgæfs genasjúkdóms, POLG. Friðrik var sonur Júlíu og Róberts prins, bróður Hinriks stórhertoga af Lúxemborg. Eemeli Peltonen , þingmaður finnska Jafnaðarmannaflokksins, lést í Helsinki í ágúst. Hann varð þrítugur. Jean-Marie Le Pen , stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, lést í janúar, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans. Jose „Pepe“ Mujica , fyrrverandi forseti Úrúgvæ, lést í maí, 89 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins á árunum 2010 til 2015. Mujica var mikill vinstrimaður, var þekktur fyrir hófsemdarlífsstíl sinn, gaf stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála og var fyrir vikið kallaður „fátækasti forseti heims“. Sirikit , fyrrverandi drottning Taílandslést í október, 93 ára að aldri. Hún var mjög vinsæl í Taílandi vegna vinnu hennar í þágu fátækra og umhverfisverndar svo eitthvað sé nefnt. Eiginmaður hennar, konungurinn Bhumibol Adulyadej, lést árið 2016. Roman Starovoit , rússneskur stjórnmálamaður féll fyrir eigin hendi í júlí, sama dag og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafði rekið hann úr stöðu samgönguráðherra Rússlands. Katharine Lucy Mary Worsley , hertogaynjan af Kent, lést í ágúst, 92 ára að aldri. Katharine var 92 ára gömul og elsti meðlimur konungsfjölskyldunnar eftir að Elísabet II drottning lést árið 2022. Hertogaynjan var gift Játvarði prinsi, hertoga af Kent, en hann er sonur Georgs prins og Marínu prinsessu af Grikklandi og Danmörku og afabarn Georgs V. Hann og Elísabet voru þannig systkinabörn. Menning og listir Loni Anderson , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Giorgio Armani , ítalskur fatahönnuður og tískugoðsögn, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Armani leiddi risa tískuveldi sem velti um 2,3 milljörðum evra á ári. Tískuhús Armani hefur notið gríðarlegra vinsælda um áratuga skeið en hönnun Armani er meðal annars sögð einkennast af nútímalegum ítölskum stíl og glæsileika. Pamela Bach-Hasselhof , bandarísk leikkona, lést í mars, 62 ára gömul. Bach-Hasselhof birtist í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Rumble Fish eftir Francis Ford Coppola árið 1983. Hún lék svo í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og er þekktust fyrir hlutverk sitt í Baywatch þar sem hún fór með hlutverk Kaye Morgan í tíu ár. Jeff Baena , bandarískur kvikmyndagerðarmaður og eiginmaður leikkonunnar Aubrey Plaza, lést í janúar, 47 ára að aldri. Baena er þekktastur fyrir kvikmyndir sínar Life After Beth, The Little Hours og Joshy. Joe Don Baker , bandarískur leikari sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, lést í maí, 89 ára að aldri. Hann vakti fyrst athygli fyrir túlkun sína á lögreglustjóranum Buford Pusser í kvikmyndinni Walking Tall frá árinu 1973, en áður hafði hann farið með hlutverk bróður persónu Steve McQueen í Junior Bonner. Robert Benton , bandarískur leikstjóri sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, lést í maí, 92 ára að aldri. Brandon Blackstock , umboðsmaður og fyrrverandi eiginmaður bandarísku söngkonunnar og þáttastjórnandans Kelly Clarkson, lést í ágúst, 48 ára að aldri. Clem Burke , trommari hljómsveitarinnar Blondie, lést í apríl, sjötugur að aldri. Sveitin hefur átt ófáa smellina,í gegnum árin, þar með talið lögin Heart of Glass, One Way or Another, Dreaming, Call Me, Atomic, The Tide Is High og Maria. Jiggly Caliente ,bandarísk dragdrottning sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rupaul's Drag Race, lést í apríl, 44 ára að aldri. Frank Caprio , bandarískur dómari og samfélagsmiðlastjarna, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Dómarinn Caprio naut mikilla vinsælda vegna hluttekningar sinnar og húmors í dómsalnum, en myndbönd af honum í dómsal birtust í sjónvarpsþættinum Caught in Providence. Claudia Cardinale , ítölsk stórleikkona sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, lést í september látin, 87 ára að aldri. Richard Chamberlain , bandarískur leikari þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, lést í mars, 90 ára að aldri. Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Jimmy Cliff , jamaískur reggítónlistarmaður, sem átti stóran þátt í að breiða út reggí til heimsbyggðarinnar, lést í nóvember, 81 árs að aldri. Meðal þekktustu slagara Cliff eru lögin „You Can Get It If You Really Want,“ I Can See Clearly Now“ og „Wonderful World, Beautiful People“. Lafði Jilly Cooper , breskur metsöluhöfundur, lést í september, 88 ára að aldri. Cooper var þekkt fyrir erótískar bækur sínar í bókaflokknum The Rutshire Chronicles en Disney réðst nýverið í gerð sjónvarpsþátta sem byggðu á einni þekktustu bók hennar, Rivals. D'Angelo , bandarískur tónlistarmaðurinn sem hét Michael Eugene Archer réttu nafni, lést í október, 51 árs að aldri. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar. Rick Davies , söngvari, lagasmiður og hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar Supertramp, lést í ágúst, 81 árs að aldri. Davies, sem greindist með tegund blóðkrabbameins fyrir tíu árum síðan, samdi mörg af vinsælustu lögum Supertramp, meðal annars Goodbye Stranger, Bloody Well Right og The Logical Song. Émilie Dequenne , belgísk leikkona, lést í mars, 43 ára að aldri. Leikkonan sló í gegn sautján ára gömul fyrir hlutverk sitt í myndinni Rosetta frá árinu 1999. Myndin vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut Dequenne sömuleiðis verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki á sömu hátíð. Marianne Faithfull, ensk söng- og leikkona, lést í janúar, 78 ára að aldri. Faithfull var þekkt fyrir lög eins og As Tears Go By og fyrir að leika í kvikmyndum eins og The Girl On A Motorcycle. Roberta Flack , bandarísk söngkona, lést í febrúar, 88 ára að aldri. Hún er meðal annars þekkt fyrir smellinn „Killing Me Softly“. James Foley , bandarískur leikstjóri sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, lést í maí, 71 árs að aldri. Connie Francis , sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, lést í júlí, 87 ára að aldri. Francis átti lög á borð við Who's Sorry Now?, My Heart Has A Mind Of Its Own og Don't Break The Heart That Loves You. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið Pretty Little Baby sló í gegn á TikTok. Ace Frehley , bandarískur tónlistarmaður og liðsmaður Kiss, lést í október, 74 ára að aldri. Frehley var einn stofnenda Kiss, söngvari hennar og aðalgítarleikari. Frehley gekk til liðs við Paul Stanley og Gene Simmons, stofnendur Kiss, árið 1972 og spilaði með hljómsveitinni á stærstu tímabilum sveitarinnar. Irv Gotti , bandarískur tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, lést í febrúar, 54 ára að aldri. Hann starfaði á ferli sínum með tónlistarmönnum á borð við Jay-Z, DMX, Ashanti, Ja Rule, Jennifer Lopez og Aaliyuh. Graham Greene, kanadískur leikari, lést í ágúst, 73 ára að aldri. Leikarinn, sem var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Dances with Wolves, lést á sjúkrahúsi í Toronto. Hann var talinn brautryðjandi á sviði kvikmynda þar sem hann ruddi leiðina fyrir norðurameríska frumbyggja á sviði leiklistar. Peter Greene , bandarískur leikari, lést í desember, sextugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illi öryggisvörðurinn Zed í kvikmyndinni Pulp Fiction og skúrkurinn Dorian í Jim Carrey-myndinni The Mask. Júrí Grígorovitsj , einn virtasti ballettdanshöfundur heims og listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu til áratuga, lést í Rússlandi, 98 ára að aldri. Uppsetningar Grígorovitsj á verkum á borð við Ivan grimma og Rómeó og Júlíu eru sagðar hafa mótað sovéskan ballett og var Grígorovitsj lofað fyrir að hafa blásið nýju lífi í ballettdans karlmanna. Gene Hackman lét lítið fyrir sér fara síðustu árin. Getty Gene Hackman , bandarískur leikari og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í febrúar. Hackman var 95 ára en Arakawa 63 ára, en þau gengu í hjónaband árið 1991. Hackman er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy „Popeye“ Doyle í myndinni The French Connection frá árinu 1971. Þá fór hann með stórt hlutverk í myndinni Unforgiven auk þess að túlka illmennið Lex Luthor í Superman-myndunum á áttunda og níunda áratugnum. Hulk Hogan gerði garðinn frægan sem fjölbragðaglímukappi.EPA Hulk Hogan , bandarísk glímugoðsögn og leikari, lést í júlí, 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil. Jonathan Joss , bandarískur leikar sem þekktastur er fyrir að hafa ljáð John Redcorn rödd sína í þáttunum King of the Hill, lést í júní. Hann var skotinn til bana af nágranna sínum. Joss birtist einnig í þáttunum Parks and Recreation sem frumbyggjahöfðinginn Chief Ken Hotate. Tchéky Karyo , tyrkneskur leikari, lést í október, 72 ára að aldri. Karyo lék í fjölda spennu- og ævyntýramynda, oftar en ekki sem aukaleikari. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum franska leikstjórans Luc Besson. Karyo vakti athygli árið 1990 fyrir leik sinn í mynd Besson, Nikita. Þá birtist hann einnig í myndum á borð við Bad Boys og Goldeneye. Diane Keaton á viðburði árið 2022. EPA Diane Keaton , bandarísk leikkona og Óskarsverðlaunahafi, lést í október, 79 ára að aldri. Keaton var lengi ein skærasta stjarna Hollywood og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina Annie Hall. Hún fór einnig með hlutverk Kay Corleone, eiginkonu mafíósans Michaels Corleone í öllum þremur myndunum um Guðföðurinn. Tilnefningar til Óskarsverðlauna hlaut hún einnig fyrir leik sinn í myndum á borð við Marvin's Room og Something's Gotta Give. Udo Kier , þýskur leikari sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, lést í nóvember, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni. Hann er þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í myndum á borð við My Own Private Idaho (1991) og Ace Ventura: Pet Detective. Val Kilmer árið 2011.EPA Val Kilmer , bandarískur leikari og ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywood, lést í mars, 65 ára að aldri. Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Síðar átti hann eftir að leika í myndum á borð við Willow (1988), The Doors (1991) Tombstone (1993) og Batman Forever (1995). Sophie Kinsella , breskur rithöfundur, lést í desember, 55 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir Shopaholic-bækur sínar, eða Kaupalka-bækurnar eins og þær nefndust á íslensku. Kvikmyndin Confessions of a Shopaholic frá árinu 2009, sem skartaði Islu Fisher í aðalhlutverki, var byggð á bókunum. Rene Kirby , bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, lést í júlí, sjötíu ára að aldri. Diane Ladd , bandarísk leikkona, lést í nóvember, 89 ára að aldri. Ladd var þrisvar sinnum tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndunum Wild at Heart, Alice Doesn‘t Live Here Anymore og Rambling Rose. David Lynch , einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, lést í janúar, 78 ára að aldri. Lynch er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttunum Twin Peaks á tíunda áratugnum og kvikmyndunum Blue Velvet, Mulholland Drive, Eraserhead og Wild at Heart. David Lynch á viðburði í Póllandi árið 2017.EPA Kelley Mack , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, lést í ágúst, 33 ára að aldri. Mack fór með hlutverk Addy í níundu þáttaröð uppvakningaþáttanna The Walking Dead. Michael Madsen , bandarískur leikari, lést í júlí, 67 ára að aldri. Hann var hvað þekktastur fyrir samstarf sitt með leikstjóranum Quentin Tarantino. Hann lék til að mynda í fyrstu kvikmynd hans, Reservoir Dogs, seinni hluta kvikmyndarinnar Kill Bill, og vestranum Hateful Eight. Jafnframt lék hann í kvikmyndum á borð við The Doors, Thelma & Louise, Free Willy, Donnie Brasco, Die Another Day og Sin City. Valerie Mahaffey , bandarísk leikkona sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, lést í maí, 71 árs að aldri. Julian McMahon , ástralskur leikari sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic Four, lést í júlí, 56 ára að aldri. Floyd Roger Myers Jr., bandarískur leikari og barnastjarna, lést í október, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air. Linda Nolan , írsk söngkona, lést í janúar, 65 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með sveitinni The Nolans sem átti fjölda smella á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, meðal annars I‘m in the Mood for Dancing, Gotta Pull Myself Together, Who's Gonna Rock You, Attention to Me og Chemistry. Leif „Loket“ Olsson , sænskur sjónvarpsmaður, lést í janúar, 82 ára að aldri. Hann var þekktastur er fyrir að hafa stýrt sjónvarpsþáttunum Bingólottó um margra ára skeið. Ozzy Osbourne , enskur söngvari og tónlistarmaður, lést í júlí, 76 ára að aldri. Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Snemma á þessari öld hófu svo raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en sagði frá fjölskyldulífi Ozzu og Sharon, auk barnanna Kelly og Jack. Lar Park Lincoln , bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, lést í apríl, 63 ára að aldri. Joan Plowright , bresk leikkona, lést í janúar, 95 ára að aldri. Hún starfaði sem leikkona í sextíu ár bæði á sviði og á skjánum í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún lék í fjölda kvikmynda og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Enchanted árið 2001. James Ransone , bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, lést í desember, aðeins 46 ára gamall. Hann túlkaði persónuna Chester „Ziggy“ Sobotka í annarri þáttaröð The Wire. Chris Rea , enskur söngvari sem er líklega þekktastur fyrir jólasmell sinn Driving Home For Christmas, lést í desember, 74 ára gamall. Meðal þekktustu laga hans eru auk fyrrnefnds jólalags lögin On the Beach, Josephine og Road to Hell sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um Evrópu og utan hennar. Robert Redford , bandarískur kvikmyndaleikari og leikstjóri, lést í ágúst, 89 ára að aldri. Redford er einn af stórstjörnum kvikmyndasögunnar en sem leikari gerði hann garðinn helst frægan í kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Out og Africa og The Sting. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni. Þá hlaut hann heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2002. Robert Redford er einn af stærstu stjörnum kvikmyndasögunnar. EPA Rob Reiner bandarískur leikari og kvikmyndaleikstjóri, lést í desember, 78 ára að aldri. Hann var myrtur ásamt eiginkonu sinni, Michele Singer Reiner á heimili sínu í Los Angeles. Reiner átti langan feril sem leikstjóri en meðal þekktra mynda sem liggja eftir hann má nefna This Is Spinal Tap, The Princess Bride, When Harry Met Sally, Misery og A Few Good Men. Sam Rivers , bassaleikari og stofnandi bandarísku hljómsveitarinnar Limp Bizkit, lést í október, 48 ára að aldri. Rivers stofnaði Limp Bizkit árið 1994 með Fred Durst söngvara og fljótlega gengu John Otto og Wes Borland gítarleikarar til liðs við þá. Meðal þekktustu laga sveitarinnar eru Break Stuff, Rollin‘, og Nookie. Lafði Patricia Routledge , bresk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Keeping Up Appearances, lést í september, 96 ára að aldri. Routledge fór með hlutverk Hyacinth Bucket í þáttunum Keeping Up Appearances sem framleiddir voru fyrir BBC á árunum 1990 til 1995. Kim Sae-ron , suður-kóresk leikkona, lést í febrúar, 24 ára gömul. Kim var barnastjarna, en hún vakti athygli árið 2009 í kvikmyndinni A Brand New Life, og aftur ári síðar í The Man From Nowhere. Prunella Scales , bresk leikkona sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, lést í október, 93 ára að aldri. Lalo Schifrin , argentískt tónskáld og hljómsveitarstjóri, lést í júní, 93 ára að aldri. Schifrin er hvað þekktastur fyrir að hafa samið aðalstefið í bandarísku þáttaröðinni Mission: Impossible, sem frumsýnd var árið 1966. Jill Sobule , bandarísk söngkona sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, lést í apríl, 66 ára að aldri. Lagið Supermodel, eitt af einkennislögum kvikmyndarinnar Clueless frá 1995 sem skartaði Aliciu Silverstone í aðalhlutverki. Terence Stamp , breskur leikari sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Zod hershöfðingja frá Krypton í fyrstu myndunum um Superman, lést í ágúst, 87 ára að aldri. Þá fór hann einnig með hlutverk í Wall Street (1987), Young Guns (1988) og The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert (1994). Tom Stoppard , eitt þekktasta leikskáld Bretlands, lést í nóvember, 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love. Angie Stone , bandarísk R&B-söngkona og meðlimur hip-hop þríeykisins The Sequence, lést í mars, 63 ára að aldri. Stone stofnaði þríeykið The Sequence árið 1979. Lögin Funk You Up, Simon Says og Monster Jam, úr smiðju hljómsveitarinnar nutu vinsælda á síðari hluta síðustu aldar. Sly Stone , bandarískur tónlistarmaður sem fór fyrir fönksveitinni Sly and the Family Stone, lést í júní, 82 ára að aldri. Eitt vinsælasta lag sveitarinnar var Dance to the Music frá árinu 1967, en tveimur árum síðar var sveitin í hópi þeirra sem tróð upp á hinni goðsagnakenndu Woodstock-tónlistarhátíð. John Sykes , breskur gítarleikari sem lék meðal annars með sveitunum Whitesnake og Thin Lizzy, lést í janúar. Hann varð 65 ára. Sykes spilaði inn á tvær plötur Whitesnake og var í hópi höfunda nokkurra af þekktustu lögum sveitarinnar, þeirra á meðal Still of The Night og Is This Love. Cary-Hiroyuki Tagawa , japansk-bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Mortal Kombat-myndunum og James Bond-myndinni Licence to Kill, lést í desember. Hann varð 75 ára. Lee Tamahori , nýsjálenskur kvikmyndaleikstjóri, lést í nóvember, 75 ára að aldri. Hann leikstýrði meðal annars myndinni Once Were Warriors og James Bond-myndinni Die Another Day sem gerðist meðal annars á Íslandi. Tamahori var þekktur fyrir að vera ötull baráttumaður fyrir menningu maóra, nýsjálenskra frumbyggja. Michelle Trachtenberg , bandarísk leikkona, lést í febrúar, 39 ára að aldri. Trachtenberg var þekktust fyrir hlutverk sín í þáttum á borð við Gossip Girl, þar sem hún lék vandræðagemsann Georginu Spark, Buffy the Vampire Slayer, og í kvikmyndinni Eurotrip. Mario Vargas Llosa , perúskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi, lést í mars, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku. Vargas Llosa hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2010. Malcolm-Jamal Warner , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir að leika í The Cosby Show, lést í júlí, 54 ára að aldri. Í The Cosby Show fór Warner með hlutverk Theodore Huxtable, eina son hjónanna Cliff og Clair Huxtable, miðjubarn í fimm systkina hópi. Þættirnir voru geysivinsælir og voru framleiddir frá árinu 1984 til 1992. George Wendt , bandarískur leikari sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, lést í maí, 76 ára gamall. Cheers voru mjög vinsælir þættir á NBC sem sýndir voru frá 1982 til 1993. Wendt lék í öllum 275 þáttunum og var tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki aukaleikara í gamanþáttum sex ár í röð. James Lee Williams , betur þekkt sem The Vivienne, lést í janúar, 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019. Brian Wilson , einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, lést í júní, 82 að aldri. Wilson stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Meðal þekktra laga sveitarinnar eru Wouldn’t It Be Nice, Good Vibrations, God Only Knows og I Get Around. Brenton Wood , bandarískur sálarsöngvari, lést í janúar 83 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Alfred Jesse Smith, var þekktastur fyrir smellinn The Oogum Boogum Song sem kom út árið 1967. Peter Yarrow , meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést í janúar, 86 ára að aldri. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Íþróttir Shewarge Alene , eþíópísk hlaupakona sem vann Stokkhólms-maraþonið í maí, lést í september, aðeins þrjátíu ára að aldri. Alene, sem var frá Eþíópíu, keppti í 27 maraþonum á árunum 2011-25 og vann ellefu þeirra. Matt Beard , fyrrverandi þjálfari kvennaliðs enska knattspyrnufélagsins Liverpool, lést í september, 47 ára að aldri. Beard stýrði kvennaliði Liverpool fyrst frá 2012 til 2015 og svo aftur frá 2021 til 2025. Leo Beenhakker , fyrrverandi þjálfari Ajax, Real Madrid og hollenska landsliðsins, lést í apríl 82 ára gamall. Beenhakker var í hópi farsælustu fótboltaþjálfara Hollendinga og hann þjálfaði hin ýmsu fótboltalið á fimm áratugum eða frá 1965 til 2009. Greg Biffle , fyrrverandi NASCAR-ökuþór, lést í flugslysi í Norður-Karólínu í desember ásamt eiginkonu sinni og börnum.Biffle var valinn af NASCAR sem einn af 75 bestu ökumönnum sögunnar, var tilnefndur í heiðurshöllina fyrir kappakstursíþróttina og keppti í átján ár á stærsta sviðinu. Jorge Costa , portúgalskur fótboltamaður og yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto, lést í ágúst, 53 ára að aldri. Costa lést eftir hjartaáfall. Costa spilaði tæplega 400 leiki fyrir Porto frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Laura Dahlmeier , þýsk skíðaskotfimidrottning og Ólympíumeistari, lést í fjallgöngu í Pakistan í júlí. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. George Foreman , bandarískur hnefaleikamaður, lést í mars, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari. Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Saír, árið 1974. Árið 1993 hóf hann svo framleiðslu á samlokugrilli sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. George Foreman á bardaga í Hamborg árið 2011. EPA Audun Grønvold , norskur ólympíumedalíuhafi á skíðum, lést í júlí eftir að hafa orðið fyrir eldingu við sumarbústað sinn. Hann var 49 ára gamall. Audun Grønvold vann bronsverðlaun í skicross á Ólympíuleikunum 2010. Åge Hareide , fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, lést í desember, 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði. Síðasta þjálfarastarf Hareide var með íslenska karlalandsliðið en hann stýrði því frá apríl 2023 þar til hann sagði af sér í nóvember 2024. Áður hafði hann þjálfað landslið Noregs og Danmerkur og unnið efstu deild í Noregi með Rosenborg, dönsku úrvalsdeildina með Bröndby, og sænsku úrvalsdeildina sem þjálfari Helsingborg og Malmö. Tom Hicks , bandarískur fjárfestir og fyrrverandi eigandi Liverpool á Englandi, lést í desember, lést í desember, 79 ára að aldri. Eddie Jordan , sem var eigandi Jordan í Formúlu 1, lést í mars, 76 ára að aldri. Jordan keppti í Formúlu 1 á árunum 1991-2005.Meðal þekktra ökumanna sem kepptu fyrir liðið má nefna bræðurna Michael og Ralf Schumacher, Damon Hill, Eddie Irvine, Jarno Trulli og Rubens Barichello. Diogo Jota , leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, lést eftir að hafa lent í bílslysi á Spáni í júlí. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. Hinn 28 ára gamli Jota lék alls 182 leiki með Liverpool, skoraði 65 mörk og gaf 26 stoðsendingar. Jota var portúgalskur landsliðsmaður, lék 49 landsleiki fyrir Portúgal og skoraði 14 mörk. Bernard Lacombe , franskur fótboltamaður, lést í júní, 72 ára að aldri. Hann er einn mesti markaskorari í sögu frönsku deildarinnar, en hann spilaði með Lyon, Saint-Étienne og Bordeaux. Lacombe var í Evrópumeistaraliði Frakka sem tryggði sér titilinn á heimavelli sumarið 1984. Denis Law , skoskur fótboltamaður sem spilaði með gullaldarliði Manchester United, lést í janúar, 84 ára gamall. Law skoraði als 237 mörk í 404 leikjum fyrir Manchester United frá 1962 til 1973. Jemima Kabeya , sem talin var einn efnilegasti markvörður Frakklands í handbolta, lést í febrúar 21 árs að aldri. Hún spilaði með Plan-de-Cuques. Frank Mill , þýskir fótboltamaður, lést í ágúst, 67 ára að aldri. Mill lék sautján landsleiki fyrir Þjóðverja. Hann var 31 árs gamall þegar hann spilaði á HM 1990 þar sem Vestur-Þjóðverjar lönduðu heimsmeistaratitlinum, og var þá leikmaður Borussia Dortmund. Nikola Pokrivac , fyrrverandi landsliðsmaður Króatíu í fótbolta, lést í bílslysi í apríl, 39 ára að aldri. Hann lék alls 15 leiki fyrir króatíska landsliðið og með félagsliðum á borð við Dinamo Zagreb, Monaco og RB Salzburg. Juan Manuel Ochotorena , fyrrverandi markvarðaþjálfari hjá Liverpool og Valencia, lést í október, 64 ára að aldri. Ochotorena var spænskur og kom til Liverpool ásamt Rafael Benítez frá Valencia þegar Benítez tók við félaginu sumarið 2004. Hann starfaði hjá þeim rauðklæddu í þrjú ár áður en hann sneri aftur til Valencia. Evgenia Shishkova og Vadim Naumov , rússneskir fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, létust í flugslysi í Bandaríkjunum í janúar. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Bobby Fischer og Boris Spassky á góðri stund árið 1992.EPA Boris Spassky , einn besti skákmaður allra tíma, lést í febrúar, 89 ára að aldri. Hinn sovéski Spassky varð heimsmeistari árið 1969 en honum mistókst að verja titilinn í hinni víðfrægu viðureign við Bobby Fischer sem fór fram í Laugardalshöllinni árið 1972. Berkin Usta , tyrkneskur skíðamaður sem keppti á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022, lést í eldsvoða í mars, 24 ára að aldri. Lenny Wilkens , bandarískur körfuboltaleikmaður og þjálfari, lést í nóvember, 88 ára að aldri. Wilkens, sem hafði einstakan leikskilning, var spilandi þjálfari í fjögur tímabil, þrjú með Seattle SuperSonics og eitt með Portland Trail Blazers, áður en hann sneri sér alfarið að þjálfun. Wilkens vann 1.332 leiki sem þjálfari, það þriðja mesta frá upphafi en það gerði hann sem þjálfari Seattle Sonics, Trail Blazers, Cleveland Cavaliers, Atlanta Hawks, Toronto Raptors og New York Knicks áður en hann lét af störfum árið 2005. Fuzzy Zoeller , bandarískur kylfingur sem tvívegis fagnaði sigri á risamóti í golfi, lést í nóvember, 74 ára að aldri. Rasísk ummæli hans varðandi Tiger Woods vörpuðu þó skugga á glæstan feril. Trúarleiðtogar Frans páfi lést í apríl, 88 ára að aldri. Hann fæddist Jorge Mario Bergoglio í Argentíu og gekk í jesúítaregluna árið 1958. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Frans páfi árið 2022. EPA Muhsin Hendricks , sem var þekktur fyrir að vera fyrsti imaminn til að koma út úr skápnum opinberlega, var skotinn til bana í Suður-Afríku í febrúar. Hann varð 57 ára gamall. Russel M. Nelson , forseti og æðsti leiðtogi Kirkju Jesús Krists hinna síðari daga heilögu, betur þekktrar sem mormónakirkjan, lést í september, 101 árs að aldri. Jimmy Swaggart , bandarískur sjónvarpsprédikari, lést í júlí, níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Annað Felix Baumgartner , austurrískur ofurhugi, lést í júlí, 56 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2012 fyrir að hafa fyrstur manna rofið hljóðmúrinn án farartækis. Hann lést eftir að hafa misst stjórn á svifvæng sínum á Ítalíu. Anita Bryant , söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, lést í janúar, 84 ára að aldri. Á áttunda áratugnum leiddi Bryant herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Frank Gehry , einn áhrifamesti arkitekt sögunnar, lést í desember, 96 ára að aldri. Hinn kanasísk-bandaríski Gehry hannaði byggingar á borð við Guggenheim-safnið í Bilbaó, Dansandi húsið í Prag og Louis Vuitton-listasafnið í París. Virginia Giuffre , bandarísk kona sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, lést í apríl, 41 árs að aldri. Giuffre sakaði kynferðisafbrotamennina Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sagði Andrés prins hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimili Epstein frá því að hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre. Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega fólst í samkomulaginu. Jane Goodall , Íslandsvinur og ein ástsælasta vísindakona heims, lést í september, 91 árs að aldri. Hin breska Goodall, sem var atferlisfræðingur, fremdardýrafræðingur og friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna, er þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Carl Lundström , einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay og sænskur þjóðernissinni, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu í mars. Hann hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm árið 2012 vegna brota margvíslegra og alvarlegra brota Pirate bay á höfundarréttarlögum. Jim Lovell , bandarískur geimfari, lést í ágúst, 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar árið 1970. James Dewey Watson , einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, lést í nóvember, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1962. Alræmdir glæpamenn Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, lést í janúar, 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Nebojsa Pavkovic, foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í október, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði undir lok tíunda áratugarins. Michael Rosenvold , forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Evrópu, lést í mars, 57 ára að aldri. Rosenvold var danskur, og gekk undir nafninu „kokkurinn“. Ian Watkins , dæmdur barnaníðingur og fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, lést í október eftir að ráðist var á hann í fangelsi þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Andlát Fréttir ársins 2025 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01 Þau kvöddu á árinu 2023 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2023 08:01 Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01 Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00 Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Meðal þeirra sem féllu frá á erlendum vettvangi voru ríkjandi páfi, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stórleikarar, leikkonur og leikstjórar í Hollywood, einn frægasti rokkari heims, leikmaður fótboltaliðs Liverpool, einn besti skákmaður sögunnar og ein frægasta baráttukona heims á sviði umhverfismála. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug, en samantekt með nokkrum þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem féllu frá á árinu mun svo birtast á Vísi á næstu dögum. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Dick Cheney var varaforseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. EPA Dick Cheney , fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lést í nóvember, 84 ára að aldri. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Hans Enoksen , grænlenskur stjórnmálamaður, lést í ágúst, 69 ára að aldri. Enoksen var formaður grænlensku landstjórnarinnar á árunum 2002 til 2009. Kjell-Olof Feldt , fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar og framámaður í sænska Jafnaðarmannaflokknum, lést í janúar, 93 ára að aldri. Feldt var náinn bandamaður forsætisráðherrans Olof Palme sem ráðinn var af dögum árið 1986, og síðar Ingvar Carlsson sem tók við forsætisráðherraembættinu við andlát Palme. Feldt gegndi embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar á árunum 1983 til 1990. Friðrik , lúxemborgskur prins, lést í mars, 22 ára að aldri. Hann lést af völdum sjaldgæfs genasjúkdóms, POLG. Friðrik var sonur Júlíu og Róberts prins, bróður Hinriks stórhertoga af Lúxemborg. Eemeli Peltonen , þingmaður finnska Jafnaðarmannaflokksins, lést í Helsinki í ágúst. Hann varð þrítugur. Jean-Marie Le Pen , stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, lést í janúar, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans. Jose „Pepe“ Mujica , fyrrverandi forseti Úrúgvæ, lést í maí, 89 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins á árunum 2010 til 2015. Mujica var mikill vinstrimaður, var þekktur fyrir hófsemdarlífsstíl sinn, gaf stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála og var fyrir vikið kallaður „fátækasti forseti heims“. Sirikit , fyrrverandi drottning Taílandslést í október, 93 ára að aldri. Hún var mjög vinsæl í Taílandi vegna vinnu hennar í þágu fátækra og umhverfisverndar svo eitthvað sé nefnt. Eiginmaður hennar, konungurinn Bhumibol Adulyadej, lést árið 2016. Roman Starovoit , rússneskur stjórnmálamaður féll fyrir eigin hendi í júlí, sama dag og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafði rekið hann úr stöðu samgönguráðherra Rússlands. Katharine Lucy Mary Worsley , hertogaynjan af Kent, lést í ágúst, 92 ára að aldri. Katharine var 92 ára gömul og elsti meðlimur konungsfjölskyldunnar eftir að Elísabet II drottning lést árið 2022. Hertogaynjan var gift Játvarði prinsi, hertoga af Kent, en hann er sonur Georgs prins og Marínu prinsessu af Grikklandi og Danmörku og afabarn Georgs V. Hann og Elísabet voru þannig systkinabörn. Menning og listir Loni Anderson , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Giorgio Armani , ítalskur fatahönnuður og tískugoðsögn, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Armani leiddi risa tískuveldi sem velti um 2,3 milljörðum evra á ári. Tískuhús Armani hefur notið gríðarlegra vinsælda um áratuga skeið en hönnun Armani er meðal annars sögð einkennast af nútímalegum ítölskum stíl og glæsileika. Pamela Bach-Hasselhof , bandarísk leikkona, lést í mars, 62 ára gömul. Bach-Hasselhof birtist í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Rumble Fish eftir Francis Ford Coppola árið 1983. Hún lék svo í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og er þekktust fyrir hlutverk sitt í Baywatch þar sem hún fór með hlutverk Kaye Morgan í tíu ár. Jeff Baena , bandarískur kvikmyndagerðarmaður og eiginmaður leikkonunnar Aubrey Plaza, lést í janúar, 47 ára að aldri. Baena er þekktastur fyrir kvikmyndir sínar Life After Beth, The Little Hours og Joshy. Joe Don Baker , bandarískur leikari sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, lést í maí, 89 ára að aldri. Hann vakti fyrst athygli fyrir túlkun sína á lögreglustjóranum Buford Pusser í kvikmyndinni Walking Tall frá árinu 1973, en áður hafði hann farið með hlutverk bróður persónu Steve McQueen í Junior Bonner. Robert Benton , bandarískur leikstjóri sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, lést í maí, 92 ára að aldri. Brandon Blackstock , umboðsmaður og fyrrverandi eiginmaður bandarísku söngkonunnar og þáttastjórnandans Kelly Clarkson, lést í ágúst, 48 ára að aldri. Clem Burke , trommari hljómsveitarinnar Blondie, lést í apríl, sjötugur að aldri. Sveitin hefur átt ófáa smellina,í gegnum árin, þar með talið lögin Heart of Glass, One Way or Another, Dreaming, Call Me, Atomic, The Tide Is High og Maria. Jiggly Caliente ,bandarísk dragdrottning sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rupaul's Drag Race, lést í apríl, 44 ára að aldri. Frank Caprio , bandarískur dómari og samfélagsmiðlastjarna, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Dómarinn Caprio naut mikilla vinsælda vegna hluttekningar sinnar og húmors í dómsalnum, en myndbönd af honum í dómsal birtust í sjónvarpsþættinum Caught in Providence. Claudia Cardinale , ítölsk stórleikkona sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, lést í september látin, 87 ára að aldri. Richard Chamberlain , bandarískur leikari þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, lést í mars, 90 ára að aldri. Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Jimmy Cliff , jamaískur reggítónlistarmaður, sem átti stóran þátt í að breiða út reggí til heimsbyggðarinnar, lést í nóvember, 81 árs að aldri. Meðal þekktustu slagara Cliff eru lögin „You Can Get It If You Really Want,“ I Can See Clearly Now“ og „Wonderful World, Beautiful People“. Lafði Jilly Cooper , breskur metsöluhöfundur, lést í september, 88 ára að aldri. Cooper var þekkt fyrir erótískar bækur sínar í bókaflokknum The Rutshire Chronicles en Disney réðst nýverið í gerð sjónvarpsþátta sem byggðu á einni þekktustu bók hennar, Rivals. D'Angelo , bandarískur tónlistarmaðurinn sem hét Michael Eugene Archer réttu nafni, lést í október, 51 árs að aldri. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar. Rick Davies , söngvari, lagasmiður og hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar Supertramp, lést í ágúst, 81 árs að aldri. Davies, sem greindist með tegund blóðkrabbameins fyrir tíu árum síðan, samdi mörg af vinsælustu lögum Supertramp, meðal annars Goodbye Stranger, Bloody Well Right og The Logical Song. Émilie Dequenne , belgísk leikkona, lést í mars, 43 ára að aldri. Leikkonan sló í gegn sautján ára gömul fyrir hlutverk sitt í myndinni Rosetta frá árinu 1999. Myndin vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut Dequenne sömuleiðis verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki á sömu hátíð. Marianne Faithfull, ensk söng- og leikkona, lést í janúar, 78 ára að aldri. Faithfull var þekkt fyrir lög eins og As Tears Go By og fyrir að leika í kvikmyndum eins og The Girl On A Motorcycle. Roberta Flack , bandarísk söngkona, lést í febrúar, 88 ára að aldri. Hún er meðal annars þekkt fyrir smellinn „Killing Me Softly“. James Foley , bandarískur leikstjóri sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, lést í maí, 71 árs að aldri. Connie Francis , sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, lést í júlí, 87 ára að aldri. Francis átti lög á borð við Who's Sorry Now?, My Heart Has A Mind Of Its Own og Don't Break The Heart That Loves You. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið Pretty Little Baby sló í gegn á TikTok. Ace Frehley , bandarískur tónlistarmaður og liðsmaður Kiss, lést í október, 74 ára að aldri. Frehley var einn stofnenda Kiss, söngvari hennar og aðalgítarleikari. Frehley gekk til liðs við Paul Stanley og Gene Simmons, stofnendur Kiss, árið 1972 og spilaði með hljómsveitinni á stærstu tímabilum sveitarinnar. Irv Gotti , bandarískur tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, lést í febrúar, 54 ára að aldri. Hann starfaði á ferli sínum með tónlistarmönnum á borð við Jay-Z, DMX, Ashanti, Ja Rule, Jennifer Lopez og Aaliyuh. Graham Greene, kanadískur leikari, lést í ágúst, 73 ára að aldri. Leikarinn, sem var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Dances with Wolves, lést á sjúkrahúsi í Toronto. Hann var talinn brautryðjandi á sviði kvikmynda þar sem hann ruddi leiðina fyrir norðurameríska frumbyggja á sviði leiklistar. Peter Greene , bandarískur leikari, lést í desember, sextugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illi öryggisvörðurinn Zed í kvikmyndinni Pulp Fiction og skúrkurinn Dorian í Jim Carrey-myndinni The Mask. Júrí Grígorovitsj , einn virtasti ballettdanshöfundur heims og listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu til áratuga, lést í Rússlandi, 98 ára að aldri. Uppsetningar Grígorovitsj á verkum á borð við Ivan grimma og Rómeó og Júlíu eru sagðar hafa mótað sovéskan ballett og var Grígorovitsj lofað fyrir að hafa blásið nýju lífi í ballettdans karlmanna. Gene Hackman lét lítið fyrir sér fara síðustu árin. Getty Gene Hackman , bandarískur leikari og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í febrúar. Hackman var 95 ára en Arakawa 63 ára, en þau gengu í hjónaband árið 1991. Hackman er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy „Popeye“ Doyle í myndinni The French Connection frá árinu 1971. Þá fór hann með stórt hlutverk í myndinni Unforgiven auk þess að túlka illmennið Lex Luthor í Superman-myndunum á áttunda og níunda áratugnum. Hulk Hogan gerði garðinn frægan sem fjölbragðaglímukappi.EPA Hulk Hogan , bandarísk glímugoðsögn og leikari, lést í júlí, 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil. Jonathan Joss , bandarískur leikar sem þekktastur er fyrir að hafa ljáð John Redcorn rödd sína í þáttunum King of the Hill, lést í júní. Hann var skotinn til bana af nágranna sínum. Joss birtist einnig í þáttunum Parks and Recreation sem frumbyggjahöfðinginn Chief Ken Hotate. Tchéky Karyo , tyrkneskur leikari, lést í október, 72 ára að aldri. Karyo lék í fjölda spennu- og ævyntýramynda, oftar en ekki sem aukaleikari. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum franska leikstjórans Luc Besson. Karyo vakti athygli árið 1990 fyrir leik sinn í mynd Besson, Nikita. Þá birtist hann einnig í myndum á borð við Bad Boys og Goldeneye. Diane Keaton á viðburði árið 2022. EPA Diane Keaton , bandarísk leikkona og Óskarsverðlaunahafi, lést í október, 79 ára að aldri. Keaton var lengi ein skærasta stjarna Hollywood og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina Annie Hall. Hún fór einnig með hlutverk Kay Corleone, eiginkonu mafíósans Michaels Corleone í öllum þremur myndunum um Guðföðurinn. Tilnefningar til Óskarsverðlauna hlaut hún einnig fyrir leik sinn í myndum á borð við Marvin's Room og Something's Gotta Give. Udo Kier , þýskur leikari sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, lést í nóvember, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni. Hann er þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í myndum á borð við My Own Private Idaho (1991) og Ace Ventura: Pet Detective. Val Kilmer árið 2011.EPA Val Kilmer , bandarískur leikari og ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywood, lést í mars, 65 ára að aldri. Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Síðar átti hann eftir að leika í myndum á borð við Willow (1988), The Doors (1991) Tombstone (1993) og Batman Forever (1995). Sophie Kinsella , breskur rithöfundur, lést í desember, 55 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir Shopaholic-bækur sínar, eða Kaupalka-bækurnar eins og þær nefndust á íslensku. Kvikmyndin Confessions of a Shopaholic frá árinu 2009, sem skartaði Islu Fisher í aðalhlutverki, var byggð á bókunum. Rene Kirby , bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, lést í júlí, sjötíu ára að aldri. Diane Ladd , bandarísk leikkona, lést í nóvember, 89 ára að aldri. Ladd var þrisvar sinnum tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndunum Wild at Heart, Alice Doesn‘t Live Here Anymore og Rambling Rose. David Lynch , einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, lést í janúar, 78 ára að aldri. Lynch er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttunum Twin Peaks á tíunda áratugnum og kvikmyndunum Blue Velvet, Mulholland Drive, Eraserhead og Wild at Heart. David Lynch á viðburði í Póllandi árið 2017.EPA Kelley Mack , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, lést í ágúst, 33 ára að aldri. Mack fór með hlutverk Addy í níundu þáttaröð uppvakningaþáttanna The Walking Dead. Michael Madsen , bandarískur leikari, lést í júlí, 67 ára að aldri. Hann var hvað þekktastur fyrir samstarf sitt með leikstjóranum Quentin Tarantino. Hann lék til að mynda í fyrstu kvikmynd hans, Reservoir Dogs, seinni hluta kvikmyndarinnar Kill Bill, og vestranum Hateful Eight. Jafnframt lék hann í kvikmyndum á borð við The Doors, Thelma & Louise, Free Willy, Donnie Brasco, Die Another Day og Sin City. Valerie Mahaffey , bandarísk leikkona sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, lést í maí, 71 árs að aldri. Julian McMahon , ástralskur leikari sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic Four, lést í júlí, 56 ára að aldri. Floyd Roger Myers Jr., bandarískur leikari og barnastjarna, lést í október, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air. Linda Nolan , írsk söngkona, lést í janúar, 65 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með sveitinni The Nolans sem átti fjölda smella á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, meðal annars I‘m in the Mood for Dancing, Gotta Pull Myself Together, Who's Gonna Rock You, Attention to Me og Chemistry. Leif „Loket“ Olsson , sænskur sjónvarpsmaður, lést í janúar, 82 ára að aldri. Hann var þekktastur er fyrir að hafa stýrt sjónvarpsþáttunum Bingólottó um margra ára skeið. Ozzy Osbourne , enskur söngvari og tónlistarmaður, lést í júlí, 76 ára að aldri. Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Snemma á þessari öld hófu svo raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en sagði frá fjölskyldulífi Ozzu og Sharon, auk barnanna Kelly og Jack. Lar Park Lincoln , bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, lést í apríl, 63 ára að aldri. Joan Plowright , bresk leikkona, lést í janúar, 95 ára að aldri. Hún starfaði sem leikkona í sextíu ár bæði á sviði og á skjánum í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún lék í fjölda kvikmynda og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Enchanted árið 2001. James Ransone , bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, lést í desember, aðeins 46 ára gamall. Hann túlkaði persónuna Chester „Ziggy“ Sobotka í annarri þáttaröð The Wire. Chris Rea , enskur söngvari sem er líklega þekktastur fyrir jólasmell sinn Driving Home For Christmas, lést í desember, 74 ára gamall. Meðal þekktustu laga hans eru auk fyrrnefnds jólalags lögin On the Beach, Josephine og Road to Hell sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um Evrópu og utan hennar. Robert Redford , bandarískur kvikmyndaleikari og leikstjóri, lést í ágúst, 89 ára að aldri. Redford er einn af stórstjörnum kvikmyndasögunnar en sem leikari gerði hann garðinn helst frægan í kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Out og Africa og The Sting. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni. Þá hlaut hann heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2002. Robert Redford er einn af stærstu stjörnum kvikmyndasögunnar. EPA Rob Reiner bandarískur leikari og kvikmyndaleikstjóri, lést í desember, 78 ára að aldri. Hann var myrtur ásamt eiginkonu sinni, Michele Singer Reiner á heimili sínu í Los Angeles. Reiner átti langan feril sem leikstjóri en meðal þekktra mynda sem liggja eftir hann má nefna This Is Spinal Tap, The Princess Bride, When Harry Met Sally, Misery og A Few Good Men. Sam Rivers , bassaleikari og stofnandi bandarísku hljómsveitarinnar Limp Bizkit, lést í október, 48 ára að aldri. Rivers stofnaði Limp Bizkit árið 1994 með Fred Durst söngvara og fljótlega gengu John Otto og Wes Borland gítarleikarar til liðs við þá. Meðal þekktustu laga sveitarinnar eru Break Stuff, Rollin‘, og Nookie. Lafði Patricia Routledge , bresk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Keeping Up Appearances, lést í september, 96 ára að aldri. Routledge fór með hlutverk Hyacinth Bucket í þáttunum Keeping Up Appearances sem framleiddir voru fyrir BBC á árunum 1990 til 1995. Kim Sae-ron , suður-kóresk leikkona, lést í febrúar, 24 ára gömul. Kim var barnastjarna, en hún vakti athygli árið 2009 í kvikmyndinni A Brand New Life, og aftur ári síðar í The Man From Nowhere. Prunella Scales , bresk leikkona sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, lést í október, 93 ára að aldri. Lalo Schifrin , argentískt tónskáld og hljómsveitarstjóri, lést í júní, 93 ára að aldri. Schifrin er hvað þekktastur fyrir að hafa samið aðalstefið í bandarísku þáttaröðinni Mission: Impossible, sem frumsýnd var árið 1966. Jill Sobule , bandarísk söngkona sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, lést í apríl, 66 ára að aldri. Lagið Supermodel, eitt af einkennislögum kvikmyndarinnar Clueless frá 1995 sem skartaði Aliciu Silverstone í aðalhlutverki. Terence Stamp , breskur leikari sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Zod hershöfðingja frá Krypton í fyrstu myndunum um Superman, lést í ágúst, 87 ára að aldri. Þá fór hann einnig með hlutverk í Wall Street (1987), Young Guns (1988) og The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert (1994). Tom Stoppard , eitt þekktasta leikskáld Bretlands, lést í nóvember, 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love. Angie Stone , bandarísk R&B-söngkona og meðlimur hip-hop þríeykisins The Sequence, lést í mars, 63 ára að aldri. Stone stofnaði þríeykið The Sequence árið 1979. Lögin Funk You Up, Simon Says og Monster Jam, úr smiðju hljómsveitarinnar nutu vinsælda á síðari hluta síðustu aldar. Sly Stone , bandarískur tónlistarmaður sem fór fyrir fönksveitinni Sly and the Family Stone, lést í júní, 82 ára að aldri. Eitt vinsælasta lag sveitarinnar var Dance to the Music frá árinu 1967, en tveimur árum síðar var sveitin í hópi þeirra sem tróð upp á hinni goðsagnakenndu Woodstock-tónlistarhátíð. John Sykes , breskur gítarleikari sem lék meðal annars með sveitunum Whitesnake og Thin Lizzy, lést í janúar. Hann varð 65 ára. Sykes spilaði inn á tvær plötur Whitesnake og var í hópi höfunda nokkurra af þekktustu lögum sveitarinnar, þeirra á meðal Still of The Night og Is This Love. Cary-Hiroyuki Tagawa , japansk-bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Mortal Kombat-myndunum og James Bond-myndinni Licence to Kill, lést í desember. Hann varð 75 ára. Lee Tamahori , nýsjálenskur kvikmyndaleikstjóri, lést í nóvember, 75 ára að aldri. Hann leikstýrði meðal annars myndinni Once Were Warriors og James Bond-myndinni Die Another Day sem gerðist meðal annars á Íslandi. Tamahori var þekktur fyrir að vera ötull baráttumaður fyrir menningu maóra, nýsjálenskra frumbyggja. Michelle Trachtenberg , bandarísk leikkona, lést í febrúar, 39 ára að aldri. Trachtenberg var þekktust fyrir hlutverk sín í þáttum á borð við Gossip Girl, þar sem hún lék vandræðagemsann Georginu Spark, Buffy the Vampire Slayer, og í kvikmyndinni Eurotrip. Mario Vargas Llosa , perúskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi, lést í mars, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku. Vargas Llosa hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2010. Malcolm-Jamal Warner , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir að leika í The Cosby Show, lést í júlí, 54 ára að aldri. Í The Cosby Show fór Warner með hlutverk Theodore Huxtable, eina son hjónanna Cliff og Clair Huxtable, miðjubarn í fimm systkina hópi. Þættirnir voru geysivinsælir og voru framleiddir frá árinu 1984 til 1992. George Wendt , bandarískur leikari sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, lést í maí, 76 ára gamall. Cheers voru mjög vinsælir þættir á NBC sem sýndir voru frá 1982 til 1993. Wendt lék í öllum 275 þáttunum og var tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki aukaleikara í gamanþáttum sex ár í röð. James Lee Williams , betur þekkt sem The Vivienne, lést í janúar, 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019. Brian Wilson , einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, lést í júní, 82 að aldri. Wilson stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Meðal þekktra laga sveitarinnar eru Wouldn’t It Be Nice, Good Vibrations, God Only Knows og I Get Around. Brenton Wood , bandarískur sálarsöngvari, lést í janúar 83 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Alfred Jesse Smith, var þekktastur fyrir smellinn The Oogum Boogum Song sem kom út árið 1967. Peter Yarrow , meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést í janúar, 86 ára að aldri. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Íþróttir Shewarge Alene , eþíópísk hlaupakona sem vann Stokkhólms-maraþonið í maí, lést í september, aðeins þrjátíu ára að aldri. Alene, sem var frá Eþíópíu, keppti í 27 maraþonum á árunum 2011-25 og vann ellefu þeirra. Matt Beard , fyrrverandi þjálfari kvennaliðs enska knattspyrnufélagsins Liverpool, lést í september, 47 ára að aldri. Beard stýrði kvennaliði Liverpool fyrst frá 2012 til 2015 og svo aftur frá 2021 til 2025. Leo Beenhakker , fyrrverandi þjálfari Ajax, Real Madrid og hollenska landsliðsins, lést í apríl 82 ára gamall. Beenhakker var í hópi farsælustu fótboltaþjálfara Hollendinga og hann þjálfaði hin ýmsu fótboltalið á fimm áratugum eða frá 1965 til 2009. Greg Biffle , fyrrverandi NASCAR-ökuþór, lést í flugslysi í Norður-Karólínu í desember ásamt eiginkonu sinni og börnum.Biffle var valinn af NASCAR sem einn af 75 bestu ökumönnum sögunnar, var tilnefndur í heiðurshöllina fyrir kappakstursíþróttina og keppti í átján ár á stærsta sviðinu. Jorge Costa , portúgalskur fótboltamaður og yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto, lést í ágúst, 53 ára að aldri. Costa lést eftir hjartaáfall. Costa spilaði tæplega 400 leiki fyrir Porto frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Laura Dahlmeier , þýsk skíðaskotfimidrottning og Ólympíumeistari, lést í fjallgöngu í Pakistan í júlí. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. George Foreman , bandarískur hnefaleikamaður, lést í mars, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari. Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Saír, árið 1974. Árið 1993 hóf hann svo framleiðslu á samlokugrilli sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. George Foreman á bardaga í Hamborg árið 2011. EPA Audun Grønvold , norskur ólympíumedalíuhafi á skíðum, lést í júlí eftir að hafa orðið fyrir eldingu við sumarbústað sinn. Hann var 49 ára gamall. Audun Grønvold vann bronsverðlaun í skicross á Ólympíuleikunum 2010. Åge Hareide , fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, lést í desember, 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði. Síðasta þjálfarastarf Hareide var með íslenska karlalandsliðið en hann stýrði því frá apríl 2023 þar til hann sagði af sér í nóvember 2024. Áður hafði hann þjálfað landslið Noregs og Danmerkur og unnið efstu deild í Noregi með Rosenborg, dönsku úrvalsdeildina með Bröndby, og sænsku úrvalsdeildina sem þjálfari Helsingborg og Malmö. Tom Hicks , bandarískur fjárfestir og fyrrverandi eigandi Liverpool á Englandi, lést í desember, lést í desember, 79 ára að aldri. Eddie Jordan , sem var eigandi Jordan í Formúlu 1, lést í mars, 76 ára að aldri. Jordan keppti í Formúlu 1 á árunum 1991-2005.Meðal þekktra ökumanna sem kepptu fyrir liðið má nefna bræðurna Michael og Ralf Schumacher, Damon Hill, Eddie Irvine, Jarno Trulli og Rubens Barichello. Diogo Jota , leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, lést eftir að hafa lent í bílslysi á Spáni í júlí. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. Hinn 28 ára gamli Jota lék alls 182 leiki með Liverpool, skoraði 65 mörk og gaf 26 stoðsendingar. Jota var portúgalskur landsliðsmaður, lék 49 landsleiki fyrir Portúgal og skoraði 14 mörk. Bernard Lacombe , franskur fótboltamaður, lést í júní, 72 ára að aldri. Hann er einn mesti markaskorari í sögu frönsku deildarinnar, en hann spilaði með Lyon, Saint-Étienne og Bordeaux. Lacombe var í Evrópumeistaraliði Frakka sem tryggði sér titilinn á heimavelli sumarið 1984. Denis Law , skoskur fótboltamaður sem spilaði með gullaldarliði Manchester United, lést í janúar, 84 ára gamall. Law skoraði als 237 mörk í 404 leikjum fyrir Manchester United frá 1962 til 1973. Jemima Kabeya , sem talin var einn efnilegasti markvörður Frakklands í handbolta, lést í febrúar 21 árs að aldri. Hún spilaði með Plan-de-Cuques. Frank Mill , þýskir fótboltamaður, lést í ágúst, 67 ára að aldri. Mill lék sautján landsleiki fyrir Þjóðverja. Hann var 31 árs gamall þegar hann spilaði á HM 1990 þar sem Vestur-Þjóðverjar lönduðu heimsmeistaratitlinum, og var þá leikmaður Borussia Dortmund. Nikola Pokrivac , fyrrverandi landsliðsmaður Króatíu í fótbolta, lést í bílslysi í apríl, 39 ára að aldri. Hann lék alls 15 leiki fyrir króatíska landsliðið og með félagsliðum á borð við Dinamo Zagreb, Monaco og RB Salzburg. Juan Manuel Ochotorena , fyrrverandi markvarðaþjálfari hjá Liverpool og Valencia, lést í október, 64 ára að aldri. Ochotorena var spænskur og kom til Liverpool ásamt Rafael Benítez frá Valencia þegar Benítez tók við félaginu sumarið 2004. Hann starfaði hjá þeim rauðklæddu í þrjú ár áður en hann sneri aftur til Valencia. Evgenia Shishkova og Vadim Naumov , rússneskir fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, létust í flugslysi í Bandaríkjunum í janúar. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Bobby Fischer og Boris Spassky á góðri stund árið 1992.EPA Boris Spassky , einn besti skákmaður allra tíma, lést í febrúar, 89 ára að aldri. Hinn sovéski Spassky varð heimsmeistari árið 1969 en honum mistókst að verja titilinn í hinni víðfrægu viðureign við Bobby Fischer sem fór fram í Laugardalshöllinni árið 1972. Berkin Usta , tyrkneskur skíðamaður sem keppti á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022, lést í eldsvoða í mars, 24 ára að aldri. Lenny Wilkens , bandarískur körfuboltaleikmaður og þjálfari, lést í nóvember, 88 ára að aldri. Wilkens, sem hafði einstakan leikskilning, var spilandi þjálfari í fjögur tímabil, þrjú með Seattle SuperSonics og eitt með Portland Trail Blazers, áður en hann sneri sér alfarið að þjálfun. Wilkens vann 1.332 leiki sem þjálfari, það þriðja mesta frá upphafi en það gerði hann sem þjálfari Seattle Sonics, Trail Blazers, Cleveland Cavaliers, Atlanta Hawks, Toronto Raptors og New York Knicks áður en hann lét af störfum árið 2005. Fuzzy Zoeller , bandarískur kylfingur sem tvívegis fagnaði sigri á risamóti í golfi, lést í nóvember, 74 ára að aldri. Rasísk ummæli hans varðandi Tiger Woods vörpuðu þó skugga á glæstan feril. Trúarleiðtogar Frans páfi lést í apríl, 88 ára að aldri. Hann fæddist Jorge Mario Bergoglio í Argentíu og gekk í jesúítaregluna árið 1958. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Frans páfi árið 2022. EPA Muhsin Hendricks , sem var þekktur fyrir að vera fyrsti imaminn til að koma út úr skápnum opinberlega, var skotinn til bana í Suður-Afríku í febrúar. Hann varð 57 ára gamall. Russel M. Nelson , forseti og æðsti leiðtogi Kirkju Jesús Krists hinna síðari daga heilögu, betur þekktrar sem mormónakirkjan, lést í september, 101 árs að aldri. Jimmy Swaggart , bandarískur sjónvarpsprédikari, lést í júlí, níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Annað Felix Baumgartner , austurrískur ofurhugi, lést í júlí, 56 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2012 fyrir að hafa fyrstur manna rofið hljóðmúrinn án farartækis. Hann lést eftir að hafa misst stjórn á svifvæng sínum á Ítalíu. Anita Bryant , söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, lést í janúar, 84 ára að aldri. Á áttunda áratugnum leiddi Bryant herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Frank Gehry , einn áhrifamesti arkitekt sögunnar, lést í desember, 96 ára að aldri. Hinn kanasísk-bandaríski Gehry hannaði byggingar á borð við Guggenheim-safnið í Bilbaó, Dansandi húsið í Prag og Louis Vuitton-listasafnið í París. Virginia Giuffre , bandarísk kona sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, lést í apríl, 41 árs að aldri. Giuffre sakaði kynferðisafbrotamennina Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sagði Andrés prins hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimili Epstein frá því að hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre. Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega fólst í samkomulaginu. Jane Goodall , Íslandsvinur og ein ástsælasta vísindakona heims, lést í september, 91 árs að aldri. Hin breska Goodall, sem var atferlisfræðingur, fremdardýrafræðingur og friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna, er þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Carl Lundström , einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay og sænskur þjóðernissinni, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu í mars. Hann hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm árið 2012 vegna brota margvíslegra og alvarlegra brota Pirate bay á höfundarréttarlögum. Jim Lovell , bandarískur geimfari, lést í ágúst, 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar árið 1970. James Dewey Watson , einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, lést í nóvember, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1962. Alræmdir glæpamenn Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, lést í janúar, 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Nebojsa Pavkovic, foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í október, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði undir lok tíunda áratugarins. Michael Rosenvold , forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Evrópu, lést í mars, 57 ára að aldri. Rosenvold var danskur, og gekk undir nafninu „kokkurinn“. Ian Watkins , dæmdur barnaníðingur og fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, lést í október eftir að ráðist var á hann í fangelsi þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð.
Andlát Fréttir ársins 2025 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01 Þau kvöddu á árinu 2023 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2023 08:01 Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01 Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00 Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01
Þau kvöddu á árinu 2023 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2023 08:01
Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01
Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00
Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00
Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00
Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45