Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. nóvember 2025 20:15 Guðmundur Ingi Kristinsson tekur undir tillögu um hækkun aldurstakmarks á samfélagsmiðlum. Vísir/Anton Brink Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira