Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2025 13:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis. Vísir/Ívar Fannar Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Í erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, til fjárlaganefndar segir að frá 1. apríl árið 2023 hafi embætti Ríkislögreglustjóra annast löggæslu á Alþingi. Gerður hafi verið þjónustusamningur milli skrifstofu Alþingis og RLS um þjónustuna og framkvæmd hennar, með gildistíma til 30. apríl 2026. Löggæslan sé í tengslum við þingfundi, nefndafundi og önnur tilefni þegar þannig stendur á. Vilja herða í ljósi ógna og áskorana Embætti Ríkislögreglustjóri hafi nú lagt til, í ljósi aukinna ógna og áskorana, að á Alþingi verði öryggisgæsla allan sólarhringinn sem sinnt er af lögreglu. Þannig verði viðbragðstími styttri og betur hægt að takast á við aðsteðjandi ógnir hvenær sem er sólarhringsins. „Fyrir utan mikilvægi þess að tryggja öryggi þingmanna og starfsfólks þá er ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi húsnæðis, menningarverðmæta, gagna, tækja og búnaðar.“ Stefna á að byrja 1. mars Það sé mat skrifstofu Alþingis að rétt sé að fylgja ábendingum RLS, sem fari með öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Kostnaðarmat RLS á sólarhringsviðveru sé 153,8 milljónir króna á ári, sem samsvari sex stöðum varðstjóra, en núverandi og tímabundin fjárveiting til embættisins sé tæpar 40 milljónir króna. Tryggja þurfi RLS varanlega fjárveitingu vegna kostnaðar sem hlýst af framangreindu. „Hér með er því óskað eftir því að fjárlaganefnd veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag verði innleitt frá og með 1. mars 2026 og er því óskað eftir 136,3 milljónum króna á því ári.“ Alþingi Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Í erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, til fjárlaganefndar segir að frá 1. apríl árið 2023 hafi embætti Ríkislögreglustjóra annast löggæslu á Alþingi. Gerður hafi verið þjónustusamningur milli skrifstofu Alþingis og RLS um þjónustuna og framkvæmd hennar, með gildistíma til 30. apríl 2026. Löggæslan sé í tengslum við þingfundi, nefndafundi og önnur tilefni þegar þannig stendur á. Vilja herða í ljósi ógna og áskorana Embætti Ríkislögreglustjóri hafi nú lagt til, í ljósi aukinna ógna og áskorana, að á Alþingi verði öryggisgæsla allan sólarhringinn sem sinnt er af lögreglu. Þannig verði viðbragðstími styttri og betur hægt að takast á við aðsteðjandi ógnir hvenær sem er sólarhringsins. „Fyrir utan mikilvægi þess að tryggja öryggi þingmanna og starfsfólks þá er ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi húsnæðis, menningarverðmæta, gagna, tækja og búnaðar.“ Stefna á að byrja 1. mars Það sé mat skrifstofu Alþingis að rétt sé að fylgja ábendingum RLS, sem fari með öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Kostnaðarmat RLS á sólarhringsviðveru sé 153,8 milljónir króna á ári, sem samsvari sex stöðum varðstjóra, en núverandi og tímabundin fjárveiting til embættisins sé tæpar 40 milljónir króna. Tryggja þurfi RLS varanlega fjárveitingu vegna kostnaðar sem hlýst af framangreindu. „Hér með er því óskað eftir því að fjárlaganefnd veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag verði innleitt frá og með 1. mars 2026 og er því óskað eftir 136,3 milljónum króna á því ári.“
Alþingi Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira