Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 14:46 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Samsett Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið. „Landspítalinn telur einsýnt að fyrirhugaðar breytingar muni hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem heilbrigðisstofnanir reiða sig nú í miklum mæli á starfsfólk sem kemur hingað til lands erlendis frá og aflar sér starfsleyfis eftir komu til landsins,“ segir í umsögn Landspítalans, undirrituð af Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítalans. Um er að ræða drög að frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að lokinni útskrift fái útskrifaðir nemendur atvinnuleyfi í eitt ár í stað þriggja líkt og er nú. Þá er einnig lagt til að takmarka rétt dvalarleyfishafa til fjölskyldusameiningar. Fullyrt er í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins að námsmannaleyfin séu nýtt sem leið inn í landið án þess að ætla sér að stunda nám við íslenska háskóla. Vísað er í orð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um að fólk sæki um leyfin í annarlegum tilgangi í umsögninni. Vegna þessa vilji Þorbjörg auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika á fjölskyldusameiningu en flestir sem hlutu námsleyfi komi frá Filippseyjum. „Erlendir hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala hafa fjölmargir farið þessa leið, þ.e. að stunda íslenskunám í Háskóla Íslands og fengið hjúkrunarleyfi á meðan þau stunda námið. Þessi leið hefur orðið til þess að fjöldi erlendra hjúkrunarfræðinga hefja störf á Landspítala,“ segir Runólfur. Hann óskar því eftir greiningu hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem sóst er eftir með frumvarpinu án þess að hafa áhrif á Landspítalann. Mönnun á sjúkrahúsinu sé nú þegar áskorun og tryggja þurfi að hún samræmist mannaflaþörf heilbrigðiskerfisins. Alls hafa 56 umsagnir borist um drögin, langflestar frá erlendum nemendum sem gagnrýna frumvarpið. Þá bárust einnig umsagnir frá Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands, Samtökum iðnaðarins og fleirum. Landspítalinn Innflytjendamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. 1. nóvember 2025 16:15 Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42 Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 14. apríl 2025 15:03 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
„Landspítalinn telur einsýnt að fyrirhugaðar breytingar muni hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem heilbrigðisstofnanir reiða sig nú í miklum mæli á starfsfólk sem kemur hingað til lands erlendis frá og aflar sér starfsleyfis eftir komu til landsins,“ segir í umsögn Landspítalans, undirrituð af Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítalans. Um er að ræða drög að frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að lokinni útskrift fái útskrifaðir nemendur atvinnuleyfi í eitt ár í stað þriggja líkt og er nú. Þá er einnig lagt til að takmarka rétt dvalarleyfishafa til fjölskyldusameiningar. Fullyrt er í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins að námsmannaleyfin séu nýtt sem leið inn í landið án þess að ætla sér að stunda nám við íslenska háskóla. Vísað er í orð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um að fólk sæki um leyfin í annarlegum tilgangi í umsögninni. Vegna þessa vilji Þorbjörg auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika á fjölskyldusameiningu en flestir sem hlutu námsleyfi komi frá Filippseyjum. „Erlendir hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala hafa fjölmargir farið þessa leið, þ.e. að stunda íslenskunám í Háskóla Íslands og fengið hjúkrunarleyfi á meðan þau stunda námið. Þessi leið hefur orðið til þess að fjöldi erlendra hjúkrunarfræðinga hefja störf á Landspítala,“ segir Runólfur. Hann óskar því eftir greiningu hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem sóst er eftir með frumvarpinu án þess að hafa áhrif á Landspítalann. Mönnun á sjúkrahúsinu sé nú þegar áskorun og tryggja þurfi að hún samræmist mannaflaþörf heilbrigðiskerfisins. Alls hafa 56 umsagnir borist um drögin, langflestar frá erlendum nemendum sem gagnrýna frumvarpið. Þá bárust einnig umsagnir frá Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands, Samtökum iðnaðarins og fleirum.
Landspítalinn Innflytjendamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. 1. nóvember 2025 16:15 Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42 Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 14. apríl 2025 15:03 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. 1. nóvember 2025 16:15
Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42
Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 14. apríl 2025 15:03