Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2025 11:30 Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Jarðefnaeldsneyti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun