Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar