Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun