96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 10:00 Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands var í viðtali við Ríkissjónvarpið í gær og virtist vera að fylgja eftir afar sérstöku viðtali ,,rannsóknarblaðamanns hjá Kveiki” við bandarískan ráðgjafa happdrættisins. Ráðgjafi bandaríski komast upp með ýmis konar fullyrðingar í Kveik athugasemdalaust af hálfu rannsóknarblaðamannsins, sem virtist ekki hafa kynnt sér eða vitað um fyrirliggjandi innlend gögn sem sýna allt aðra mynd en ráðgjafinn dróg upp. Erfitt var að skilja ráðgjafann öðruvísi en að hér væri það sem hann kallaði „ólöglega veðmálastarfsemi“ sem væri „studd af glæpahópum um allan heim“ að leggja íslenskt samfélag á hliðina vegna alls þess fjölda Íslendinga sem spilar á vefsíðunum og fjármunanna sem renna úr landi. Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar. Ósannar fullyrðingar í Kveiki Nú hefði verið skynsamlegt hjá rannsóknarblaðamönnum Kveiks að fletta upp í rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason vann fyrir Dómsmálaráðuneytið og var birt í ágúst 2024. Þar kemur til dæmis fram að þegar „breytingar á þátttöku í peningaspilum á erlendum vefsíðum voru skoðaðar kom í ljós að svipað margir spiluðu þar árið 2023 og 2017.“ Í rannsókn Daníels kemur líka fram að samanburður á núverandi niðurstöðum við niðurstöður rannsóknar frá árinu 2017 „sýna að engar breytingar hafa orðið á fjölda þeirra sem eiga við spilavanda að stríða á þessu árabili,“ og að hlutfall þeirra sem glíma við spilafíkn sé óbreyttur, eða 2,3 prósent. Í greiningu Daníels á spilafíkn meðal þeirra sem höfðu spilað peningaspil í tólf mánuð áður en rannsóknin var gerð kemur fram að 91,4 prósent spila „án vandkvæða“, 5,3 prósent eru í lítilli hættu á vanda vegna peningaspila, 2,3 prósent eru í „nokkuri hættu á vanda vegna peningaspila“ og 1 prósent útsett fyrir „líklegri spilafíkn. Með öðrum orðum, ekki þarf að hafa áhyggjur af 96,7 prósent þeirra sem spila peningaspil. Athyglin á að beinast að þeim sem glíma við fíknina og þar er verkkaupi bandaríska ráðgjafans sem var í aðalhlutverki hjá Kveiki, Happdrætti Háskóla Íslands, í verulega vondum málum. Spilakassavandi Háskóla Íslands Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir, og þar er beinlínis gert út af hörku á spilafíkn í ágóðaskyni fyrir Háskóla Íslands. Á þetta var meðal annars bent í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um „Réttarbætur á sviði happdrættismála“, sem kom út í desember 2022, en þar segir að „umfangsmestu og viðkvæmustu álitamálin sem takast þyrfti á við snéru að rekstri spilakassa og spilavéla sem rekin eru á grundvelli ákvæða sérlaga, en rekstur þeirra virðist nátengdur vandamálum tengdum spilavanda og spilafíkn.“ Ítrekað hefur verið staðfest að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Af þeirri ástæðu voru svokölluð spilakort tekin upp í Noregi 2009 og 2014 í Svíþjóð. Notkun þeirra hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Skylda er að nota spilakort í báðum löndum en með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína. Það var ekki að ástæðulausu sem SÁÁ ákvað að hætta þátttöku í rekstri spilakassa árið 2020 Þessu til viðbótar er rétt að benda enn og aftur á að embætti Ríkislögreglustjóra hefur í áhættumati sínu um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, ítrekað vakið athygli á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ séu um að það hafi verið gert. Hvorki HHÍ né hitt rekstrarfélag spilakassa, Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar), hafa brugðist af festu við þessari alvarlegu stöðu. Með hæstu mögulega einkunn Ég hef áður á þessum vettvangi fyrir hönd umbjóðanda míns, sænska fyrirtækisins Betsson, beint þeirri ósk til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Á það bæði við um innlend og erlend peningaspilafélög. Ekkert í starfsemi Betsson er ólögmætt. Fyrirtækið uppfyllir strangar reglugerðir ESB, er löglegt fyrirtæki og borgar skatta og gjöld af öllum sínum tekjum. Það er fjórfrelsi hins evrópska efnahagssvæðis að þakka að Íslendingar eiga val um það hjá hverjum þeir spila á Netinu og við hvaða aðstæður. Grunnurinn að farsælum 60 ára rekstri Betsson er að hugsa vel um viðskiptavini sína og uppfylla öll ytri skilyrði af metnaði. Félagið er skráð í kauphöll Nasdac með ríka skyldu um gagnsæi og hæstu mögulega einkunn, AAA, frá Morgan Stanley Morgan Stanley Capital International (MSCI) gagnvart langtímaáhættu og tækifærum sem stafa af umhverfis-, félags- og stjórnarháttum (Environmental, Social, and Governance). Betsson leggur ríka áherslu á að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Spilarar geta sjálfir stutt sig við ýmsar ráðstafanir og fyrirtækið getur líka gripið inn í leikinn með því að hafa samband við viðskiptavini ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennskan sé að fara úr böndunum.Við getum fullvissað fólk um að það er í margfalt öruggari höndum hjá Betsson en við spilakassa HHÍ. Góðu heilli virðist loks vera að myndast grundvöllur fyrir því að koma hér á skynsamlegu regluverki sem myndi skylda þá, sem þess þurfa, til að bæta ráð sitt. Þar á meðal þau innlendu félag sem stunda þessa starfsemi og auglýsa hana með afar ágengum hætti. Höfundur er lögmaður sem gætir hagsmuna Betsson sem er löglegt veðmálafyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Háskólar Fíkn Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands var í viðtali við Ríkissjónvarpið í gær og virtist vera að fylgja eftir afar sérstöku viðtali ,,rannsóknarblaðamanns hjá Kveiki” við bandarískan ráðgjafa happdrættisins. Ráðgjafi bandaríski komast upp með ýmis konar fullyrðingar í Kveik athugasemdalaust af hálfu rannsóknarblaðamannsins, sem virtist ekki hafa kynnt sér eða vitað um fyrirliggjandi innlend gögn sem sýna allt aðra mynd en ráðgjafinn dróg upp. Erfitt var að skilja ráðgjafann öðruvísi en að hér væri það sem hann kallaði „ólöglega veðmálastarfsemi“ sem væri „studd af glæpahópum um allan heim“ að leggja íslenskt samfélag á hliðina vegna alls þess fjölda Íslendinga sem spilar á vefsíðunum og fjármunanna sem renna úr landi. Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar. Ósannar fullyrðingar í Kveiki Nú hefði verið skynsamlegt hjá rannsóknarblaðamönnum Kveiks að fletta upp í rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason vann fyrir Dómsmálaráðuneytið og var birt í ágúst 2024. Þar kemur til dæmis fram að þegar „breytingar á þátttöku í peningaspilum á erlendum vefsíðum voru skoðaðar kom í ljós að svipað margir spiluðu þar árið 2023 og 2017.“ Í rannsókn Daníels kemur líka fram að samanburður á núverandi niðurstöðum við niðurstöður rannsóknar frá árinu 2017 „sýna að engar breytingar hafa orðið á fjölda þeirra sem eiga við spilavanda að stríða á þessu árabili,“ og að hlutfall þeirra sem glíma við spilafíkn sé óbreyttur, eða 2,3 prósent. Í greiningu Daníels á spilafíkn meðal þeirra sem höfðu spilað peningaspil í tólf mánuð áður en rannsóknin var gerð kemur fram að 91,4 prósent spila „án vandkvæða“, 5,3 prósent eru í lítilli hættu á vanda vegna peningaspila, 2,3 prósent eru í „nokkuri hættu á vanda vegna peningaspila“ og 1 prósent útsett fyrir „líklegri spilafíkn. Með öðrum orðum, ekki þarf að hafa áhyggjur af 96,7 prósent þeirra sem spila peningaspil. Athyglin á að beinast að þeim sem glíma við fíknina og þar er verkkaupi bandaríska ráðgjafans sem var í aðalhlutverki hjá Kveiki, Happdrætti Háskóla Íslands, í verulega vondum málum. Spilakassavandi Háskóla Íslands Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir, og þar er beinlínis gert út af hörku á spilafíkn í ágóðaskyni fyrir Háskóla Íslands. Á þetta var meðal annars bent í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um „Réttarbætur á sviði happdrættismála“, sem kom út í desember 2022, en þar segir að „umfangsmestu og viðkvæmustu álitamálin sem takast þyrfti á við snéru að rekstri spilakassa og spilavéla sem rekin eru á grundvelli ákvæða sérlaga, en rekstur þeirra virðist nátengdur vandamálum tengdum spilavanda og spilafíkn.“ Ítrekað hefur verið staðfest að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Af þeirri ástæðu voru svokölluð spilakort tekin upp í Noregi 2009 og 2014 í Svíþjóð. Notkun þeirra hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Skylda er að nota spilakort í báðum löndum en með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína. Það var ekki að ástæðulausu sem SÁÁ ákvað að hætta þátttöku í rekstri spilakassa árið 2020 Þessu til viðbótar er rétt að benda enn og aftur á að embætti Ríkislögreglustjóra hefur í áhættumati sínu um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, ítrekað vakið athygli á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ séu um að það hafi verið gert. Hvorki HHÍ né hitt rekstrarfélag spilakassa, Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar), hafa brugðist af festu við þessari alvarlegu stöðu. Með hæstu mögulega einkunn Ég hef áður á þessum vettvangi fyrir hönd umbjóðanda míns, sænska fyrirtækisins Betsson, beint þeirri ósk til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Á það bæði við um innlend og erlend peningaspilafélög. Ekkert í starfsemi Betsson er ólögmætt. Fyrirtækið uppfyllir strangar reglugerðir ESB, er löglegt fyrirtæki og borgar skatta og gjöld af öllum sínum tekjum. Það er fjórfrelsi hins evrópska efnahagssvæðis að þakka að Íslendingar eiga val um það hjá hverjum þeir spila á Netinu og við hvaða aðstæður. Grunnurinn að farsælum 60 ára rekstri Betsson er að hugsa vel um viðskiptavini sína og uppfylla öll ytri skilyrði af metnaði. Félagið er skráð í kauphöll Nasdac með ríka skyldu um gagnsæi og hæstu mögulega einkunn, AAA, frá Morgan Stanley Morgan Stanley Capital International (MSCI) gagnvart langtímaáhættu og tækifærum sem stafa af umhverfis-, félags- og stjórnarháttum (Environmental, Social, and Governance). Betsson leggur ríka áherslu á að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Spilarar geta sjálfir stutt sig við ýmsar ráðstafanir og fyrirtækið getur líka gripið inn í leikinn með því að hafa samband við viðskiptavini ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennskan sé að fara úr böndunum.Við getum fullvissað fólk um að það er í margfalt öruggari höndum hjá Betsson en við spilakassa HHÍ. Góðu heilli virðist loks vera að myndast grundvöllur fyrir því að koma hér á skynsamlegu regluverki sem myndi skylda þá, sem þess þurfa, til að bæta ráð sitt. Þar á meðal þau innlendu félag sem stunda þessa starfsemi og auglýsa hana með afar ágengum hætti. Höfundur er lögmaður sem gætir hagsmuna Betsson sem er löglegt veðmálafyrirtæki.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun