Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 23:59 Frumvörp ráðherranna eru komin í gegnum fyrstu umræðu. Samsett Fjórum frumvörpum til laga var vísað til nefndar í kjölfar fyrstu umræðu á þingfundi Alþingis í dag. Þar á meðal er frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð og frumvarp menntamálaráðherra um síma í grunnskólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um brottfararstöð þar sem lagt er til að setja á laggirnar brottfararstöð fyrir útlendinga sem til dæmis neita að gefa upp hverjir þeir eru, hafi ekki sinnt tilkynningarskyldu eða skyldu til dvalar á ákveðnum stað eða endanleg ákvörðun hefur verið tekin um brottvísun og tilgangur frelsissviptingarinnar sé að flytja viðkomandi úr landi. Frumvarpið hlaut nokkra gagnrýni þegar drög þess voru lögð fram í samráðsgátt þar sem ýmis mannréttindasamtök sögðu stöðina líkjast fangelsi og væri bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Eftir að umsagnirnar bárust var frumvarpið lagt fyrir þingið og vakti það athygli að þá var talað um starfsfólk brottfararstöðvar í stað fangaverði líkt og í drögunum. Þorbjörg Sigríður sagði þó enga eðlisbreytingu verða á störfum starfsfólksins. Einnig er vert að taka fram að í drögum frumvarpsins var sérstaklega tekið fram að vistmenn mættu taka á móti fjölmiðlafólki og koma í viðtal, með leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í frumvarpinu sjálfu hefur sú setning verið tekin út og heimild vistmannsins, að því virðist, rýmkuð en þar stendur að vistmenn eigi rétt á að taka á móti gestum, hringja símtöl og eiga í bréfasendingum, eins og aðstæður leyfa. Frumvarpið var til umræðu á þinginu í dag í rúmar tvær klukkustundir en að umræðunum loknum var samþykkt að frumvarpið gengi til allsherjar- og menntamálanefndar. Símafríið einu skrefi nær Fyrsta umræða um frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, var einnig á dagskrá. Frumvarpið er um breytingu á lögum um grunnskóla, sérstaklega hvað varðar notkun síma og snjalltækja. Lagt er til að ráðherrann fái skýrari heimildir til að kveða á um notkun síma og snjalltækja í grunnskólum landsins en að auki í frístundastarfi. Markmiðið sé að samræma reglur skólanna, búa til betra umhverfi fyrir nemendur og stuðla að ábyrgri nethegðun. Í viðtali í byrjun október sagði Guðmundur að ekki væri um símabann að ræða heldur símafrí. Tekið er fram í geinargerð frumvarpsins að ekki sé ætlað að banna eða útiloka tækni heldur stuðla að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Frumvarpinu var einnig vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir að þingmennirnir ræddu það í um þrjár og hálfa klukkustund. Bæti ójafnvægi á raforkumarkaði og stafrænir sýslumenn Einnig var frumvarpi Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að ójafnvægi hafi myndast á milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði þar sem framleiðsla hafi ekki haldið í við vaxandi umsvif í samfélaginu. Liður í því að bæta stöðuna sé að endurskoða lögin, en það mun fara fram í tveimur skrefum og er frumvarpið það fyrra. Annað frumvarp dómsmálaráðherra bætist einnig við á verkefnalista allsherjar- og menntamálanefndar en það fjallar um stafræna og rafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum. Með frumvarpinu er ætlunin að bæta starfræna þjónustu hins opinbera og að með því megi efla þjónustu sýslumannsembættanna. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Grunnskólar Símanotkun barna Börn og uppeldi Loftslagsmál Orkumál Stafræn þróun Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um brottfararstöð þar sem lagt er til að setja á laggirnar brottfararstöð fyrir útlendinga sem til dæmis neita að gefa upp hverjir þeir eru, hafi ekki sinnt tilkynningarskyldu eða skyldu til dvalar á ákveðnum stað eða endanleg ákvörðun hefur verið tekin um brottvísun og tilgangur frelsissviptingarinnar sé að flytja viðkomandi úr landi. Frumvarpið hlaut nokkra gagnrýni þegar drög þess voru lögð fram í samráðsgátt þar sem ýmis mannréttindasamtök sögðu stöðina líkjast fangelsi og væri bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Eftir að umsagnirnar bárust var frumvarpið lagt fyrir þingið og vakti það athygli að þá var talað um starfsfólk brottfararstöðvar í stað fangaverði líkt og í drögunum. Þorbjörg Sigríður sagði þó enga eðlisbreytingu verða á störfum starfsfólksins. Einnig er vert að taka fram að í drögum frumvarpsins var sérstaklega tekið fram að vistmenn mættu taka á móti fjölmiðlafólki og koma í viðtal, með leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í frumvarpinu sjálfu hefur sú setning verið tekin út og heimild vistmannsins, að því virðist, rýmkuð en þar stendur að vistmenn eigi rétt á að taka á móti gestum, hringja símtöl og eiga í bréfasendingum, eins og aðstæður leyfa. Frumvarpið var til umræðu á þinginu í dag í rúmar tvær klukkustundir en að umræðunum loknum var samþykkt að frumvarpið gengi til allsherjar- og menntamálanefndar. Símafríið einu skrefi nær Fyrsta umræða um frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, var einnig á dagskrá. Frumvarpið er um breytingu á lögum um grunnskóla, sérstaklega hvað varðar notkun síma og snjalltækja. Lagt er til að ráðherrann fái skýrari heimildir til að kveða á um notkun síma og snjalltækja í grunnskólum landsins en að auki í frístundastarfi. Markmiðið sé að samræma reglur skólanna, búa til betra umhverfi fyrir nemendur og stuðla að ábyrgri nethegðun. Í viðtali í byrjun október sagði Guðmundur að ekki væri um símabann að ræða heldur símafrí. Tekið er fram í geinargerð frumvarpsins að ekki sé ætlað að banna eða útiloka tækni heldur stuðla að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Frumvarpinu var einnig vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir að þingmennirnir ræddu það í um þrjár og hálfa klukkustund. Bæti ójafnvægi á raforkumarkaði og stafrænir sýslumenn Einnig var frumvarpi Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að ójafnvægi hafi myndast á milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði þar sem framleiðsla hafi ekki haldið í við vaxandi umsvif í samfélaginu. Liður í því að bæta stöðuna sé að endurskoða lögin, en það mun fara fram í tveimur skrefum og er frumvarpið það fyrra. Annað frumvarp dómsmálaráðherra bætist einnig við á verkefnalista allsherjar- og menntamálanefndar en það fjallar um stafræna og rafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum. Með frumvarpinu er ætlunin að bæta starfræna þjónustu hins opinbera og að með því megi efla þjónustu sýslumannsembættanna.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Grunnskólar Símanotkun barna Börn og uppeldi Loftslagsmál Orkumál Stafræn þróun Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira