Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar 11. nóvember 2025 10:31 Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar