Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2025 21:51 Leiguflugvél frá París að renna í hlað á Kangerlussuaq-flugvelli í haust. Egill Aðalsteinsson Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn. Í fréttum Sýnar var haldið til Kangerlussuaq, sem liggur norðan heimskautsbaugs. Það var með tárum sem íbúar þorpsins kvöddu breiðþotu Air Greenland í lok nóvember í fyrra. Kaupmannahafnarflugið var að flytjast til Nuuk og helsta forsenda byggðarinnar að bresta. Airbus A330-þota Air Greenland lagði upp í síðasta reglubundna áætlunarflugið milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar í lok nóvember í fyrra.KNR/skjáskot Íslendingur sem starfar í flugturninum, Þórður Eggert Viðarsson flugumferðarstjóri, segir flugið hafa verið grunninn að heilsársbúsetu. Þar bjuggu um 550 manns áður en þotuflugið fluttist til Nuuk. „Menn héldu að hér færi allt í steik, ef svo má segja. En íbúafjöldinn hefur mér vitanlega ekki farið niður fyrir fjögurhundruð, aðeins tosast upp á við,“ segir Þórður. Þórður Eggert Viðarsson, flugumferðarstjóri Isavia ANS í Kangerlussuaq.Egill Aðalsteinsson Leiguflugvél á vegum franskrar ferðaskrifstofu er að koma í beinu flugi frá París að hausti. Á sama tíma eru rútur við flugstöðina að skila ferðamönnum í flug. „Hér eru fleiri leiguvélar að koma í tengslum við komur farþegaskipa hérna í höfnina. Þannig að síðustu þrjú-fjögur ár eftir covid hefur bara verið stígandi í því.“ Þrjár rútur komnar með ferðamenn að flugstöðinni.Egill Aðalsteinsson Allt þar til nýja flugbrautin var opnuð í Nuuk var Kangerlussuaq samgöngumiðstöð Grænlands. Skiltið við flugstöðina, sem bendir á hina ýmsu áfangastaði víða um heim, er kannski yfirlýsing um það að héðan lágu leiðir til allra átta. Miðað við fjölda erlendra ferðamanna sem við sáum á vellinum er erfitt að ímynda sér að Kangerlussuaq sé að verða eyðiþorp. Þarna í kring er einnig spennandi náttúra. Stór jökulfljót renna til sjávar í Kangerlussuaq. Þaðan liggur vegur upp að Grænlandsjökli.Egill Aðalsteinsson „Ferðafyrirtæki sá möguleika, keypti hótelið hérna,“ segir Þórður. Upphaflega var hér amerísk herstöð en þegar herinn fór árið 1992 héldu menn einnig að byggðin leggðist í eyði. Þá kom millilandaflug Air Greenland til bjargar. Með lengstu flugbraut Grænlands, 2.800 metra langri, var þetta lengi vel eini staður landsins með áætlunarflug á þotum milli landa. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést hún úr flugprófunarvél Isavia.Egill Aðalsteinsson „Þetta er nauðsynlegur völlur, bara fyrir yfirflugið líka. Það þarf að hafa hér ákveðna starfsemi. Það eru þó nokkrar tekjur fyrir völlinn bara í yfirfluginu,“ segir flugumferðarstjórinn. Og núna er danski herinn byrjaður að koma sér fyrir en hann hyggst staðsetja F-16 herþotur á vellinum. Fleiri hermenn og fleiri ferðamenn þýða fleiri störf. Tvær innanlandsvélar Air Greenland ásamt erlendu leiguflugvélinni á flughlaðinu. Fremst fyrir miðju má sjá skiltið sem vísar til hinna ýmsu staða á jörðinni.Egill Aðalsteinsson „Vonandi verður það til að bjarga þessari byggð.“ Ör umskipti Grænlands úr veiðimannasamfélagi til nútímans hafa þó kostað sitt. „Hér eru erfiðleikar í samfélaginu, þessi félagslegu vandamál. Við höfum alveg séð þau beint í andlitið, því miður,“ segir Þórður Eggert Viðarsson í frétt sem sjá má hér: Grænland Fréttir af flugi Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Í fréttum Sýnar var haldið til Kangerlussuaq, sem liggur norðan heimskautsbaugs. Það var með tárum sem íbúar þorpsins kvöddu breiðþotu Air Greenland í lok nóvember í fyrra. Kaupmannahafnarflugið var að flytjast til Nuuk og helsta forsenda byggðarinnar að bresta. Airbus A330-þota Air Greenland lagði upp í síðasta reglubundna áætlunarflugið milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar í lok nóvember í fyrra.KNR/skjáskot Íslendingur sem starfar í flugturninum, Þórður Eggert Viðarsson flugumferðarstjóri, segir flugið hafa verið grunninn að heilsársbúsetu. Þar bjuggu um 550 manns áður en þotuflugið fluttist til Nuuk. „Menn héldu að hér færi allt í steik, ef svo má segja. En íbúafjöldinn hefur mér vitanlega ekki farið niður fyrir fjögurhundruð, aðeins tosast upp á við,“ segir Þórður. Þórður Eggert Viðarsson, flugumferðarstjóri Isavia ANS í Kangerlussuaq.Egill Aðalsteinsson Leiguflugvél á vegum franskrar ferðaskrifstofu er að koma í beinu flugi frá París að hausti. Á sama tíma eru rútur við flugstöðina að skila ferðamönnum í flug. „Hér eru fleiri leiguvélar að koma í tengslum við komur farþegaskipa hérna í höfnina. Þannig að síðustu þrjú-fjögur ár eftir covid hefur bara verið stígandi í því.“ Þrjár rútur komnar með ferðamenn að flugstöðinni.Egill Aðalsteinsson Allt þar til nýja flugbrautin var opnuð í Nuuk var Kangerlussuaq samgöngumiðstöð Grænlands. Skiltið við flugstöðina, sem bendir á hina ýmsu áfangastaði víða um heim, er kannski yfirlýsing um það að héðan lágu leiðir til allra átta. Miðað við fjölda erlendra ferðamanna sem við sáum á vellinum er erfitt að ímynda sér að Kangerlussuaq sé að verða eyðiþorp. Þarna í kring er einnig spennandi náttúra. Stór jökulfljót renna til sjávar í Kangerlussuaq. Þaðan liggur vegur upp að Grænlandsjökli.Egill Aðalsteinsson „Ferðafyrirtæki sá möguleika, keypti hótelið hérna,“ segir Þórður. Upphaflega var hér amerísk herstöð en þegar herinn fór árið 1992 héldu menn einnig að byggðin leggðist í eyði. Þá kom millilandaflug Air Greenland til bjargar. Með lengstu flugbraut Grænlands, 2.800 metra langri, var þetta lengi vel eini staður landsins með áætlunarflug á þotum milli landa. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést hún úr flugprófunarvél Isavia.Egill Aðalsteinsson „Þetta er nauðsynlegur völlur, bara fyrir yfirflugið líka. Það þarf að hafa hér ákveðna starfsemi. Það eru þó nokkrar tekjur fyrir völlinn bara í yfirfluginu,“ segir flugumferðarstjórinn. Og núna er danski herinn byrjaður að koma sér fyrir en hann hyggst staðsetja F-16 herþotur á vellinum. Fleiri hermenn og fleiri ferðamenn þýða fleiri störf. Tvær innanlandsvélar Air Greenland ásamt erlendu leiguflugvélinni á flughlaðinu. Fremst fyrir miðju má sjá skiltið sem vísar til hinna ýmsu staða á jörðinni.Egill Aðalsteinsson „Vonandi verður það til að bjarga þessari byggð.“ Ör umskipti Grænlands úr veiðimannasamfélagi til nútímans hafa þó kostað sitt. „Hér eru erfiðleikar í samfélaginu, þessi félagslegu vandamál. Við höfum alveg séð þau beint í andlitið, því miður,“ segir Þórður Eggert Viðarsson í frétt sem sjá má hér:
Grænland Fréttir af flugi Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13