Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 15:03 Alþjóðaflugvellinum í Brussel var lokað á þriðjudagskvöld vegna drónaumferðar. EPA Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. Belgar kölluðu saman þjóðaröryggisráð fyrr í vikunni vegna drónaflugs við flugvelli í landinu. Töluvert rask varð á flugi til og frá Belgíu á þriðjudagskvöld vegna þessa og loka þurfti flugvellinum í Brussel um stund. Richard Knighton yfirmaður varnarmála í Bretlandi segir belgíska kollega sína hafa óskað eftir aðstoð fyrr í vikunni og að búnaður og mannskapur væri á leiðinni. Hann segist í samtali við blaðamann BBC ekki unnt að staðreyna hver beri ábyrgð á drónunum en leiða megi líkur að því að Rússlandsher standi að baki fluginu. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð á fluginu. John Healey varnarmálaráðherra Bretlands sagði í yfirlýsingu að Bretar muni ásamt öðrum NATO-ríkjum veita Belgum aðstoð í gegnum búnað og getu. Þjóðverjar og Frakkar hafa sömuleiðis boðið fram aðstoð sína. Drónaflugið á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Bretland Rússland Fjölþáttaógnir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Belgar kölluðu saman þjóðaröryggisráð fyrr í vikunni vegna drónaflugs við flugvelli í landinu. Töluvert rask varð á flugi til og frá Belgíu á þriðjudagskvöld vegna þessa og loka þurfti flugvellinum í Brussel um stund. Richard Knighton yfirmaður varnarmála í Bretlandi segir belgíska kollega sína hafa óskað eftir aðstoð fyrr í vikunni og að búnaður og mannskapur væri á leiðinni. Hann segist í samtali við blaðamann BBC ekki unnt að staðreyna hver beri ábyrgð á drónunum en leiða megi líkur að því að Rússlandsher standi að baki fluginu. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð á fluginu. John Healey varnarmálaráðherra Bretlands sagði í yfirlýsingu að Bretar muni ásamt öðrum NATO-ríkjum veita Belgum aðstoð í gegnum búnað og getu. Þjóðverjar og Frakkar hafa sömuleiðis boðið fram aðstoð sína. Drónaflugið á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða.
Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Bretland Rússland Fjölþáttaógnir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira