Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Það eru sömuleiðis önnur tímamót í nánd en eftir um mánuð verður liðið eitt ár frá sögulegum Alþingiskosningum. Þar var skýrt ákall um breytingar. Ákall sem við í Viðreisn heyrðum. Fyrir sléttu ári síðan fórum við til fólks, ekki til að segja því hvernig hlutirnir væru og ættu að vera, heldur til að hlusta og læra. Skilaboðin voru skýr. Almenningur á Íslandi vildi meiri stöðugleika, alvöru aðgerðir til að lækka verðbólgu og vexti og að við myndum hlúa að börnunum okkar, ekki síst þeim sem höllustum fæti standa. Og ákallið var ekki síður um ríkisstjórn sem virkar. Viðreisn heyrði skilaboðin og okkur var treyst fyrir þessu gríðarstóra verkefni. Rétt að byrja Nú þegar höfum við áorkað miklu. Við höfum tryggt þjóðinni sanngjarnan hlut í auðlindum í hennar eigu, við höfum sett stöðugleikaregluna sem tryggir sjálfbæran rekstur ríkisins. Við seldum Íslandsbanka með hag almennings í huga. Við höfum lækkað ríkisskuldir um átta prósent. Við höfum fjölgað lögreglumönnum og aukið öryggi almennings. Við höfum tekið öryggis- og varnarmál föstum tökum. Við stöndum vörð um EES-samninginn sem er grundvöllur lífskjara út um allt land. Við höfum gert samkomulag við sveitarfélögin í landinu um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Á dögunum hitti ég konu á flugvellinum í Stokkhólmi sem sagðist vera svo þakklát fyrir að eiga í fyrsta sinn ríkisstjórn sem hún upplifði að væri að vinna fyrir sig. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera: Við erum búin að vera að vinna fyrir þig og við erum bara rétt að byrja. Næst Við í Viðreisn erum stolt af því að hafa verið treyst fyrir þeirri ábyrgð sem við förum með. Við erum sömuleiðis hreykin af verkum okkar hingað til. Við ætlum okkur að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2027. Við ætlum að treysta þjóðinni fyrir því að taka ákvörðun um framtíð okkar í Evrópusamstarfi. Við ætlum okkur að létta fólki og fyrirtækjum að fjármagna sínar fjárfestingar. Við ætlum okkur að búa fiskeldi umgjörð sem treystir verðmætasköpun og verndar náttúruna. Við ætlum að efla innviði um allt land, hvort sem er í samgöngum, orku eða öðru sem nauðsynlegt er. Við ætlum að draga saman í útgjöldum ríkisins um 110 milljarða á næstu árum. Við ætlum að halda áfram að efla öryggi fólks. Ólíkt því sem gömlu valdhafar þessa lands halda oft fram, erum við á Íslandi ein eining og ein heild. Okkur mun ávallt vegna best ef við störfum fyrir hvert annað og með hvort öðru. Manneskja sem starfar í verslun í sjávarplássi á allt sitt undir því að Ísland eigi í tryggu viðskiptasambandi við önnur lönd og að aðgengi að mörkuðum sé gott. Þannig fær hún bæði góðar vörur á samkeppnishæfu verði og hennar viðskiptavinir geta áfram verslað fyrir þær tekjur sem koma af sölu afurða. Arkitekt á öðrum stað þarf öruggt netsamband svo mögulegt sé að koma teikningum áleiðis. Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að geta treyst því að vegir séu góðir og öruggir allt árið um kring. Viðreisn er í vinnunni fyrir allt Ísland, og alla sem hér búa. Ísland í heild sinni allri þarf innviði sem virka, vaxtaumhverfi sem styður við verðmætasköpun, öryggi í sinni víðustu merkingu og raforku til að knýja þetta allt saman áfram. Ef fólk getur athafnað sig, býr það til verðmæti. Hvort sem það er á Álftanesi eða í Reykhólahreppi. Fyrir norðan eða sunnan, austan eða vestan. Viðreisn er í vinnunni fyrir þig og við erum rétt að byrja. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Það eru sömuleiðis önnur tímamót í nánd en eftir um mánuð verður liðið eitt ár frá sögulegum Alþingiskosningum. Þar var skýrt ákall um breytingar. Ákall sem við í Viðreisn heyrðum. Fyrir sléttu ári síðan fórum við til fólks, ekki til að segja því hvernig hlutirnir væru og ættu að vera, heldur til að hlusta og læra. Skilaboðin voru skýr. Almenningur á Íslandi vildi meiri stöðugleika, alvöru aðgerðir til að lækka verðbólgu og vexti og að við myndum hlúa að börnunum okkar, ekki síst þeim sem höllustum fæti standa. Og ákallið var ekki síður um ríkisstjórn sem virkar. Viðreisn heyrði skilaboðin og okkur var treyst fyrir þessu gríðarstóra verkefni. Rétt að byrja Nú þegar höfum við áorkað miklu. Við höfum tryggt þjóðinni sanngjarnan hlut í auðlindum í hennar eigu, við höfum sett stöðugleikaregluna sem tryggir sjálfbæran rekstur ríkisins. Við seldum Íslandsbanka með hag almennings í huga. Við höfum lækkað ríkisskuldir um átta prósent. Við höfum fjölgað lögreglumönnum og aukið öryggi almennings. Við höfum tekið öryggis- og varnarmál föstum tökum. Við stöndum vörð um EES-samninginn sem er grundvöllur lífskjara út um allt land. Við höfum gert samkomulag við sveitarfélögin í landinu um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Á dögunum hitti ég konu á flugvellinum í Stokkhólmi sem sagðist vera svo þakklát fyrir að eiga í fyrsta sinn ríkisstjórn sem hún upplifði að væri að vinna fyrir sig. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera: Við erum búin að vera að vinna fyrir þig og við erum bara rétt að byrja. Næst Við í Viðreisn erum stolt af því að hafa verið treyst fyrir þeirri ábyrgð sem við förum með. Við erum sömuleiðis hreykin af verkum okkar hingað til. Við ætlum okkur að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2027. Við ætlum að treysta þjóðinni fyrir því að taka ákvörðun um framtíð okkar í Evrópusamstarfi. Við ætlum okkur að létta fólki og fyrirtækjum að fjármagna sínar fjárfestingar. Við ætlum okkur að búa fiskeldi umgjörð sem treystir verðmætasköpun og verndar náttúruna. Við ætlum að efla innviði um allt land, hvort sem er í samgöngum, orku eða öðru sem nauðsynlegt er. Við ætlum að draga saman í útgjöldum ríkisins um 110 milljarða á næstu árum. Við ætlum að halda áfram að efla öryggi fólks. Ólíkt því sem gömlu valdhafar þessa lands halda oft fram, erum við á Íslandi ein eining og ein heild. Okkur mun ávallt vegna best ef við störfum fyrir hvert annað og með hvort öðru. Manneskja sem starfar í verslun í sjávarplássi á allt sitt undir því að Ísland eigi í tryggu viðskiptasambandi við önnur lönd og að aðgengi að mörkuðum sé gott. Þannig fær hún bæði góðar vörur á samkeppnishæfu verði og hennar viðskiptavinir geta áfram verslað fyrir þær tekjur sem koma af sölu afurða. Arkitekt á öðrum stað þarf öruggt netsamband svo mögulegt sé að koma teikningum áleiðis. Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að geta treyst því að vegir séu góðir og öruggir allt árið um kring. Viðreisn er í vinnunni fyrir allt Ísland, og alla sem hér búa. Ísland í heild sinni allri þarf innviði sem virka, vaxtaumhverfi sem styður við verðmætasköpun, öryggi í sinni víðustu merkingu og raforku til að knýja þetta allt saman áfram. Ef fólk getur athafnað sig, býr það til verðmæti. Hvort sem það er á Álftanesi eða í Reykhólahreppi. Fyrir norðan eða sunnan, austan eða vestan. Viðreisn er í vinnunni fyrir þig og við erum rétt að byrja. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun