Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar