Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 07:00 Niðurstöður nýrrar könnunar ME félags Íslands meðal einstaklinga með ME eða LC (langvarandi einkenni Covid), sýna alvarlegt vandamál í íslenska heilbrigðis- og bótakerfinu. Niðurstöðurnar draga fram mynd af fólki sem bíður árum saman eftir greiningu, missir starfsgetu, verður tekjulaust og fær ítrekaðar hafnanir á réttindum og nauðsynlegum hjálpartækjum. Þetta er staða sem er ómannúðleg og óásættanleg. Greiningartími – bið sem eyðileggur lífsgæði Meðalbiðtími eftir ME greiningu er 7,6 ár hjá konum og 3,4 ár hjá körlum. Fyrir öll er þetta of langur biðtími en konur bíða samt meira en tvöfalt lengur en karlar eftir greiningu. Greining er forsenda fyrir meðferð og réttindum. Fyrir langvarandi einkenni Covid (LC) er biðin eftir greiningu 1 ár og 10 mánuðir, og þar kom ekki fram marktækur kynjamunur. Af þeim sem hafa greiningu fengu aðeins 12% greiningu á innan við ári, en 8% biðu í 21 ár eða lengur og 6% biðu í 11–15 ár. Í athugasemdum svarenda kemur fram að sumir hafa beðið í 10 ár eða lengur eftir viðeigandi þjónustu. Slík seinkun veldur versnandi heilsu, aukinni einangrun og óöryggi. „Ég beið í 10 ár eftir greiningu – á meðan versnaði heilsan og ég missti vinnu.“ Af hverju skiptir snemmgreining máli? Snemmgreining á ME og LC er lykilatriði til að koma í veg fyrir að einstaklingar verði fyrir skaðlegum afleiðingum rangrar meðferðar[AK1] . Tvær algengar meðferðir sem hafa verið notaðar eru stigvaxandi líkamsþjálfun og hugræn atferlismeðferð. Þessar aðferðir byggja á kenningum um að einkennin stafi af hreyfingarleysi og neikvæðum hugsanamynstrum. Hins vegar hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að ME og LC eru líkamlegir, fjölkerfa sjúkdómar sem fela í sér ónæmisröskun, efnaskiptavandamál og taugakerfisbilun, ekki þunglyndi eða þreyta vegna hreyfingarleysis. Þegar einstaklingar með ME eða LC eru hvattir til að auka líkamlega virkni í gegnum stigvaxandi þjálfun, getur það leitt til versnunar á einkennum, sérstaklega vegna örmögnunar eftir álag (e. post-exertional malaise, PEM), sem er eitt helsta einkenni þessara sjúkdóma. Þessi versnun getur verið langvarandi og jafnvel óafturkræf. Óvinnufærni og áhrif á vinnumarkað Könnunin sýnir að 71,7% svarenda eru óvinnufær og aðeins 5 manns af 173 eru í 100% starfi. Margir reyna að halda í hlutastarf, oft á bilinu 25–50%, en lýsa því að það sé gert af nauðsyn, ekki getu. Af 168 eru aðeins 91 með fulla örorku og 41 á endurhæfingarlífeyri. Þetta þýðir að margir lifa í óvissu og þurfa að berjast við kerfið til að fá grunnframfærslu. [AK1]Tvítekning? (skaðlegar afleiðingar og alvarlegar afleiðingar) Höfundur er formaður ME félagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnunar ME félags Íslands meðal einstaklinga með ME eða LC (langvarandi einkenni Covid), sýna alvarlegt vandamál í íslenska heilbrigðis- og bótakerfinu. Niðurstöðurnar draga fram mynd af fólki sem bíður árum saman eftir greiningu, missir starfsgetu, verður tekjulaust og fær ítrekaðar hafnanir á réttindum og nauðsynlegum hjálpartækjum. Þetta er staða sem er ómannúðleg og óásættanleg. Greiningartími – bið sem eyðileggur lífsgæði Meðalbiðtími eftir ME greiningu er 7,6 ár hjá konum og 3,4 ár hjá körlum. Fyrir öll er þetta of langur biðtími en konur bíða samt meira en tvöfalt lengur en karlar eftir greiningu. Greining er forsenda fyrir meðferð og réttindum. Fyrir langvarandi einkenni Covid (LC) er biðin eftir greiningu 1 ár og 10 mánuðir, og þar kom ekki fram marktækur kynjamunur. Af þeim sem hafa greiningu fengu aðeins 12% greiningu á innan við ári, en 8% biðu í 21 ár eða lengur og 6% biðu í 11–15 ár. Í athugasemdum svarenda kemur fram að sumir hafa beðið í 10 ár eða lengur eftir viðeigandi þjónustu. Slík seinkun veldur versnandi heilsu, aukinni einangrun og óöryggi. „Ég beið í 10 ár eftir greiningu – á meðan versnaði heilsan og ég missti vinnu.“ Af hverju skiptir snemmgreining máli? Snemmgreining á ME og LC er lykilatriði til að koma í veg fyrir að einstaklingar verði fyrir skaðlegum afleiðingum rangrar meðferðar[AK1] . Tvær algengar meðferðir sem hafa verið notaðar eru stigvaxandi líkamsþjálfun og hugræn atferlismeðferð. Þessar aðferðir byggja á kenningum um að einkennin stafi af hreyfingarleysi og neikvæðum hugsanamynstrum. Hins vegar hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að ME og LC eru líkamlegir, fjölkerfa sjúkdómar sem fela í sér ónæmisröskun, efnaskiptavandamál og taugakerfisbilun, ekki þunglyndi eða þreyta vegna hreyfingarleysis. Þegar einstaklingar með ME eða LC eru hvattir til að auka líkamlega virkni í gegnum stigvaxandi þjálfun, getur það leitt til versnunar á einkennum, sérstaklega vegna örmögnunar eftir álag (e. post-exertional malaise, PEM), sem er eitt helsta einkenni þessara sjúkdóma. Þessi versnun getur verið langvarandi og jafnvel óafturkræf. Óvinnufærni og áhrif á vinnumarkað Könnunin sýnir að 71,7% svarenda eru óvinnufær og aðeins 5 manns af 173 eru í 100% starfi. Margir reyna að halda í hlutastarf, oft á bilinu 25–50%, en lýsa því að það sé gert af nauðsyn, ekki getu. Af 168 eru aðeins 91 með fulla örorku og 41 á endurhæfingarlífeyri. Þetta þýðir að margir lifa í óvissu og þurfa að berjast við kerfið til að fá grunnframfærslu. [AK1]Tvítekning? (skaðlegar afleiðingar og alvarlegar afleiðingar) Höfundur er formaður ME félagsins á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar