Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:09 Ingibjörg Davíðsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu Miðflokksins um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni. Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni.
Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira