Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar 4. nóvember 2025 07:04 Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Íslenska krónan Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar