Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 10:38 Slysið varð á Reykjanesbraut við Álfabakka 1. apríl síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Slysið varð á Reykjanesbraut þann 1. apríl síðastliðinn, rétt norðan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:42. Slysið varð á þriðja tímanum eftir hádegi þann 1. apríl.RNSA Gangandi vegfarandinn, sem var 49 ára gamall þegar hann lést, hafði sést ganga meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt í aðdraganda slyssins. Nokkrir höfðu gert lögreglu viðvart Nokkur vitni, sem komu höfðu auga á hann á gangi, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu manninn ekki í líkamlegu ástandi til að vera þarna á ferð. Hann hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum virst nálægt því að detta inn á Breiðholtsbraut þegar hann gekk meðfram henni. Maðurinn var á göngu meðfram Reykjanesbrautinni, eftir að hafa gengið við Breiðholtsbraut í nokkra hríð, þegar slysið varð.RNSA Leyfilegur hámarkshraði á Breiðholtsbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund og 80 á Reykjanesbraut. Ökumaður, sem var á leið í norðurátt á Reykjanesbraut, kvaðst hafa verið á um 70 kílómetra hraða áður en hann varð var við vegfarandann. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á brautina Hann hafi hægt á sér þegar hann hafi orðið hans var en bíllinn, sem var af gerðinni Nissan Pathfinder af árgerð 2013, var ekki útbúinn búnaði svo hægt væri að lesa hraðann sem hann var á í aðdraganda slyssins. Fram kemur í skýrslunni að frásögn ökumannsins stemmi við frásögn vitna. Ökumaður Nissan-bílsins sagðist, samkvæmt skýrslunni, hafa séð manninn ganga meðfram Reykjanesbraut í norðurátt þegar hann var nýbúinn að keyra undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Hann hafi verið á vinstri akrein og hægt á bílnum þegar hann varð mannsins var. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina og hrasað en haldið áfram og að endingu dottið fyrir bíl hans. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að gangandi vegfarandinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar heldur reynt að þvera akbrautir, þar sem ekki er gert fyrir gangandi og hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Við rannsókn málsins hafi jafnframt komið í ljós mikið magn áfengis í blóði gangandi vegfarandans og hann hafi verið ofurölvi. Þá kvaðst ökumaðurinn hafa veitt vegfarandanum eftirtekt svo skömmu fyrir slysið að hann hafi ekki getað varnað slysinu þrátt fyrir að hafa dregið úr hraða. Samgönguslys Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Slysið varð á Reykjanesbraut þann 1. apríl síðastliðinn, rétt norðan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:42. Slysið varð á þriðja tímanum eftir hádegi þann 1. apríl.RNSA Gangandi vegfarandinn, sem var 49 ára gamall þegar hann lést, hafði sést ganga meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt í aðdraganda slyssins. Nokkrir höfðu gert lögreglu viðvart Nokkur vitni, sem komu höfðu auga á hann á gangi, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu manninn ekki í líkamlegu ástandi til að vera þarna á ferð. Hann hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum virst nálægt því að detta inn á Breiðholtsbraut þegar hann gekk meðfram henni. Maðurinn var á göngu meðfram Reykjanesbrautinni, eftir að hafa gengið við Breiðholtsbraut í nokkra hríð, þegar slysið varð.RNSA Leyfilegur hámarkshraði á Breiðholtsbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund og 80 á Reykjanesbraut. Ökumaður, sem var á leið í norðurátt á Reykjanesbraut, kvaðst hafa verið á um 70 kílómetra hraða áður en hann varð var við vegfarandann. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á brautina Hann hafi hægt á sér þegar hann hafi orðið hans var en bíllinn, sem var af gerðinni Nissan Pathfinder af árgerð 2013, var ekki útbúinn búnaði svo hægt væri að lesa hraðann sem hann var á í aðdraganda slyssins. Fram kemur í skýrslunni að frásögn ökumannsins stemmi við frásögn vitna. Ökumaður Nissan-bílsins sagðist, samkvæmt skýrslunni, hafa séð manninn ganga meðfram Reykjanesbraut í norðurátt þegar hann var nýbúinn að keyra undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Hann hafi verið á vinstri akrein og hægt á bílnum þegar hann varð mannsins var. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina og hrasað en haldið áfram og að endingu dottið fyrir bíl hans. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að gangandi vegfarandinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar heldur reynt að þvera akbrautir, þar sem ekki er gert fyrir gangandi og hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Við rannsókn málsins hafi jafnframt komið í ljós mikið magn áfengis í blóði gangandi vegfarandans og hann hafi verið ofurölvi. Þá kvaðst ökumaðurinn hafa veitt vegfarandanum eftirtekt svo skömmu fyrir slysið að hann hafi ekki getað varnað slysinu þrátt fyrir að hafa dregið úr hraða.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48
Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01