Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 11:48 Í nógu var að snúast hjá flugumferðarstjórn á Reykjavíkurflugvelli þegar atvikið átti sér stað í október í fyrra. Það er talið hafa haft áhrif á atburðarásina. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Meta ætti hvort ástæða sé til þess að breyta reglum um loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll eftir alvarlegt flugatvik þar sem lá við árekstri tveggja kennsluflugvéla yfir Kópavogi í fyrra. Þetta er tillaga rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir rannsókn hennar á atvikinu. Tveir flugnemar voru að æfa snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli í kringum hádegi 6. október í fyrra þegar annar þeirra beygði vél sinni í inn á feril hinnar. Flugferlar vélanna skárust í fjögur hundruð feta hæð yfir Kópavogi, rétt sunnan við Kársnes. Þegar vélarnar voru sem næst hvor annarri voru 37 metrar láréttir á milli þeirra og þrjátíu metra hæðarmunur. Þegar vélarnar voru í sömu hæð skildu rúmir tvö hundruð metrar láréttir þær að. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið kemur fram að mikið hafi verið að gera hjá flugumferðarstjórn þennan dag. Flugturn átti meðal annars í samskiptum við flugmenn tveggja þyrlna, flugmann annarar flugvélar sem kom til lendingar á undan kennsluvélunum tveimur og ökumann flutningabifreiðar sem þurfti að þvera flugbrautina þegar það átti sér stað. Það var því ekki fyrr en einni sekúndu eftir að ferlar kennsluvélanna tveggja skárust sem flugumferðarstjóri varaði við hættunni og annar flugneminn beygði frá. Flugneminn sem flaug vélinni í veg fyrir hina sagðist ekki hafa séð umferðina þegar flugumferðarstjóri spurði hann út í uppákomuna. Sögðust sjá illa til vélarinnar á undan vegna sólar Flugkennari um borð í vélinni TF-FGC, sem var flogið í veg fyrir hina vélina, sagði að þeir neminn hefðu séð vel til kennsluvélarinnar TF-TWO sem var á undan í umferðarhringjunum sem þær fóru í snertilendingaræfingunum þegar þeim var flogið til norðurs til lendingar. Þeir hefðu hins vegar séð illa til hennar þegar flogið var til suðurs beint á móti sólu sem var lágt á lofti. Rannsóknarnefndin taldi að flugnemi og kennari hans sem beygðu í veg fyrir hina hefðu ekki fylgst nægilega vel með talstöðvarsamskiptum við flugturn, sérstaklega þar sem þeir sáu illa til flugvélarinnar á undan þegar þeir flugu á móti sólu og undan vindi. Hér sést þegar kennsluvélin TF-FGC byrjaði að beygja í veg fyrir FT-TWO við Bessastaðanes þegar þær voru að nálgast lokastefnu að Reykjavíkurflugvelli 6. október 2024.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þeir hefðu svo beygt inn á þverlegg í aðfluginu eins og þeir og stjórnendur hinnar kennsluvélarinnar höfðu gert í fyrri hringjum þrátt fyrir að þeir sæju ekki kennsluvélina á undan sér en þeir vissu þó að væri á undan. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að kennarinn um borð í TF-TWO hafi látið sinn nema lengja í aðfluginu vegna vélar sem var á undan þeim til lendingar. Ekkert hafi komið fram á flugturnsrásinni um það. Skert athygli vegna mikillar umferðar Flugumferðarstjórinn í flugturni er einnig talinn hafa átt að upplýsa nemann og kennarann um að tvær aðrar vélar væru á undan þeim inn til lendingar. Nefndin telur að mikil álag á samskiptarásinni kunni að hafa haft áhrif. Afstaða kennsluvélanna tveggja þegar lárétt fjarlægð á milli þeirra var minnst. Þá voru innan við fjörutíu metrar á milli þeirra. Hæðarmunurinn nam þrjátíu metrum.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Athygli flugumferðarstjórans var skert þar sem hann kallaði ekki í nemann og kennarann í TF-FGC fyrr en hálfri mínútu eftir að þeir beygðu á þverlegg. Það var vegna samskipta hans við flugmenn þyrlanna og flugvélarinnar sem var á undan kennsluvélunum. Aðeins sex sekúndur liðu frá því að þeim samskiptum lauk þar til flugumferðarstjórinn lét TF-FGC vita að hún væri of nálægt hinni kennsluvélinni. Meti verklag og þjálfun flugumferðarstjóra vegna aukins álags Ályktun rannsóknarnefndarinnar er að nauðsynlegt sé orðið að endurmeta hvort að uppfæra þurfi loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll í ljósi umfangs og ólíkrar tegundar flugumferðar þar. Hún beinir því til Samgöngustofu að meta hvort ástæða sé til þess að færa loftrýmið á milli flokka sem kveða á um þá þjónustu sem er veitt innan þess. Breytingin fælist í því að loftför í sjónflugi fengju upplýsingar um önnur loftför í sjónflugi. Þá er flugmálayfirvöldum bent á að rýna í þjálfun og verklag flugumferðarstjóra í flugturni á Reykjavíkurflugvelli með tilliti til aukins álags þar. Einnig beinir nefndin því til flugmanna að fylgjast vel með umferð í kringum sig og hafa góða ástandsvitund. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. 25. júlí 2023 23:56 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Tveir flugnemar voru að æfa snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli í kringum hádegi 6. október í fyrra þegar annar þeirra beygði vél sinni í inn á feril hinnar. Flugferlar vélanna skárust í fjögur hundruð feta hæð yfir Kópavogi, rétt sunnan við Kársnes. Þegar vélarnar voru sem næst hvor annarri voru 37 metrar láréttir á milli þeirra og þrjátíu metra hæðarmunur. Þegar vélarnar voru í sömu hæð skildu rúmir tvö hundruð metrar láréttir þær að. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið kemur fram að mikið hafi verið að gera hjá flugumferðarstjórn þennan dag. Flugturn átti meðal annars í samskiptum við flugmenn tveggja þyrlna, flugmann annarar flugvélar sem kom til lendingar á undan kennsluvélunum tveimur og ökumann flutningabifreiðar sem þurfti að þvera flugbrautina þegar það átti sér stað. Það var því ekki fyrr en einni sekúndu eftir að ferlar kennsluvélanna tveggja skárust sem flugumferðarstjóri varaði við hættunni og annar flugneminn beygði frá. Flugneminn sem flaug vélinni í veg fyrir hina sagðist ekki hafa séð umferðina þegar flugumferðarstjóri spurði hann út í uppákomuna. Sögðust sjá illa til vélarinnar á undan vegna sólar Flugkennari um borð í vélinni TF-FGC, sem var flogið í veg fyrir hina vélina, sagði að þeir neminn hefðu séð vel til kennsluvélarinnar TF-TWO sem var á undan í umferðarhringjunum sem þær fóru í snertilendingaræfingunum þegar þeim var flogið til norðurs til lendingar. Þeir hefðu hins vegar séð illa til hennar þegar flogið var til suðurs beint á móti sólu sem var lágt á lofti. Rannsóknarnefndin taldi að flugnemi og kennari hans sem beygðu í veg fyrir hina hefðu ekki fylgst nægilega vel með talstöðvarsamskiptum við flugturn, sérstaklega þar sem þeir sáu illa til flugvélarinnar á undan þegar þeir flugu á móti sólu og undan vindi. Hér sést þegar kennsluvélin TF-FGC byrjaði að beygja í veg fyrir FT-TWO við Bessastaðanes þegar þær voru að nálgast lokastefnu að Reykjavíkurflugvelli 6. október 2024.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þeir hefðu svo beygt inn á þverlegg í aðfluginu eins og þeir og stjórnendur hinnar kennsluvélarinnar höfðu gert í fyrri hringjum þrátt fyrir að þeir sæju ekki kennsluvélina á undan sér en þeir vissu þó að væri á undan. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að kennarinn um borð í TF-TWO hafi látið sinn nema lengja í aðfluginu vegna vélar sem var á undan þeim til lendingar. Ekkert hafi komið fram á flugturnsrásinni um það. Skert athygli vegna mikillar umferðar Flugumferðarstjórinn í flugturni er einnig talinn hafa átt að upplýsa nemann og kennarann um að tvær aðrar vélar væru á undan þeim inn til lendingar. Nefndin telur að mikil álag á samskiptarásinni kunni að hafa haft áhrif. Afstaða kennsluvélanna tveggja þegar lárétt fjarlægð á milli þeirra var minnst. Þá voru innan við fjörutíu metrar á milli þeirra. Hæðarmunurinn nam þrjátíu metrum.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Athygli flugumferðarstjórans var skert þar sem hann kallaði ekki í nemann og kennarann í TF-FGC fyrr en hálfri mínútu eftir að þeir beygðu á þverlegg. Það var vegna samskipta hans við flugmenn þyrlanna og flugvélarinnar sem var á undan kennsluvélunum. Aðeins sex sekúndur liðu frá því að þeim samskiptum lauk þar til flugumferðarstjórinn lét TF-FGC vita að hún væri of nálægt hinni kennsluvélinni. Meti verklag og þjálfun flugumferðarstjóra vegna aukins álags Ályktun rannsóknarnefndarinnar er að nauðsynlegt sé orðið að endurmeta hvort að uppfæra þurfi loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll í ljósi umfangs og ólíkrar tegundar flugumferðar þar. Hún beinir því til Samgöngustofu að meta hvort ástæða sé til þess að færa loftrýmið á milli flokka sem kveða á um þá þjónustu sem er veitt innan þess. Breytingin fælist í því að loftför í sjónflugi fengju upplýsingar um önnur loftför í sjónflugi. Þá er flugmálayfirvöldum bent á að rýna í þjálfun og verklag flugumferðarstjóra í flugturni á Reykjavíkurflugvelli með tilliti til aukins álags þar. Einnig beinir nefndin því til flugmanna að fylgjast vel með umferð í kringum sig og hafa góða ástandsvitund.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. 25. júlí 2023 23:56 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01
Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. 25. júlí 2023 23:56