Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 13:40 Helga Tómassyni, prófessor emeritus, hugnast ekki fleiri pyrrosarsigrar neytenda eins og hann telur dóminn í vaxtamálinu svonefnda hafa verið. Vísir Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. Ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir í Hæstarétti fyrr í þessum mánuði. Bankinn hefði aðeins mátt miða við stýrivexti Seðlabankans þegar hann ákvað breytingar á vöxtum lánanna. Bankarnir og fleiri lánastofnanir hafa brugðist við með því að hætta tímabundið afgreiðslu ákveðinna lána en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði, gagnrýnir dóminn og segir hann furðulegan í aðsendri grein á Vísi í dag. Fráleitt sé að stýrivextir séu eina eðlilega viðmiðið fyrir vaxtaákvarðanir. Sé dómurinn sigur fyrir neytendur sé ljóst að hann sé þeim dýrkeyptur eins og sigur gríska herforingjans Pyrrosar á Rómverjum við Asculum um þrjú hundruð árum fyrir okkar tímatal. „Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum,“ skrifar Helgi. Viðskiptavinir borgi brúsann Eftir dóm Hæstaréttar þurfi her lögfræðinga og reiknimeistara á háu kaupi að fara yfir gamla lánasamninga. „Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana,“ skrifar Helgi. Takmarkanir á aðgengi fólks að lánum eftir dóminn skaði einnig marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finni strax fyrir því en á endanum lendi allt samfélagið í afleiðingunum. „Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð,“ segir prófessorinn. Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Dómsmál Lánamál Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir í Hæstarétti fyrr í þessum mánuði. Bankinn hefði aðeins mátt miða við stýrivexti Seðlabankans þegar hann ákvað breytingar á vöxtum lánanna. Bankarnir og fleiri lánastofnanir hafa brugðist við með því að hætta tímabundið afgreiðslu ákveðinna lána en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði, gagnrýnir dóminn og segir hann furðulegan í aðsendri grein á Vísi í dag. Fráleitt sé að stýrivextir séu eina eðlilega viðmiðið fyrir vaxtaákvarðanir. Sé dómurinn sigur fyrir neytendur sé ljóst að hann sé þeim dýrkeyptur eins og sigur gríska herforingjans Pyrrosar á Rómverjum við Asculum um þrjú hundruð árum fyrir okkar tímatal. „Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum,“ skrifar Helgi. Viðskiptavinir borgi brúsann Eftir dóm Hæstaréttar þurfi her lögfræðinga og reiknimeistara á háu kaupi að fara yfir gamla lánasamninga. „Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana,“ skrifar Helgi. Takmarkanir á aðgengi fólks að lánum eftir dóminn skaði einnig marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finni strax fyrir því en á endanum lendi allt samfélagið í afleiðingunum. „Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð,“ segir prófessorinn.
Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Dómsmál Lánamál Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira