Musk æstur í Reðasafnið Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. október 2025 14:41 Bjarni Benediktsson ræddi við Elon Musk í Louvre-safninu í kringum Ólympíuleikana í fyrra. Vísir/Vilhelm/Getty Bjarni Benediktsson ræddi við auðjöfurinn Elon Musk á kvöldverði í tengslum við Ólympíuleikana í París í fyrra. Musk rifjaði upp heimsóknir sínar til Íslands þar sem Hið íslenzka reðasafn stóð upp úr. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er nýjasti gestur hlaðvarpsins Hlaðfréttir sem Hraðfréttabræðurnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson halda úti. Bjarni fór um víðan völl, ræddi ferilinn í stjórnmálum, lýsti frelsinu sem hann hefur notið eftir að hafa kvatt Alþingi, ræddi tónlistarsmekk sinn og ýmislegt annað. Musk birtist „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Undir lok þáttarins var Bjarni spurður hvort hann hefði hitt einhverja merkilega menn og konur í ferðum sínum erlendis. Bjarni nefndi tvo viðburði, annars vegar þegar hann var staddur í Hvíta húsinu á 75 ára afmæli NATO í fyrra og hins vegar þegar hann var staddur á Ólympíuleikunum í París sama ár. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, með fólki úr hópnum sem fylgdi Ólympíuförum Íslands til Parísar. Bjarni var þar staddur í Louvre-safninu og sat við „lengsta langborð“ sem hann hefði nokkurn tímann séð ásamt öðrum mektar- og ráðamönnum. „Elon Musk birtist þarna allt í einu eins og skrattinn úr sauðarleggnum, kom labbandi niður tröppurnar og virtist ekki vita hvar hann ætlaði að sitja. Þá var gripið í hann og honum komið fyrir þarna ská á móti okkur,“ segir Bjarni. Musk tók þá að spjalla við Bjarna og spurði þau hvað væri að frétta frá Íslandi. „Við fórum bara að spjalla á léttum nótum, hann sagðist hafa komið tvisvar til íslands og nefndi sérstaklega að Reðursafnið hefði verið eftirminnilegt,“ segir Bjarni. Elti kærustuna til Íslands Musk hefði haft sérstaklega gaman af því að tala um Reðursafnið og hvað það hefði verið eftirminnilegt. „Hann kom hérna einhvern tímann að elta kærustu sína sem var að vinna að bíómynd fyrir vestan. Síðan í öðru tilviki kom hann með fjölskyldu sína,“ segir Bjarni um heimsóknir Musk til Íslands. Elon Musk rifjaði upp tvær ferðir sínar til Íslands í boðinu.AP Áttu Teslu? „Heyrðu skrýtið að þú skulir spyrja mig að þessu vegna þess að ég var að selja bílinn minn og ég tók Teslu upp í bílinn, þannig ég á Teslu í augnablikinu en hún stendur á bílasölu,“ segir Bjarni. Þú hefur ekkert sagt við hann: „I have a Tesla“ eða eitthvað svona? „Nei, ég var ekkert að gera það,“ segir Bjarni. Á meðan á kvöldverðinum stóð hafi fólk stöðugt verið að trufla Musk en mesta havaríið varð þegar kvöldverðinum lauk. „Um leið og honum var lokið, þá stendur hann upp og það kom fólk alls staðar að og vildi fá mynd eins og mý að mykjuskán. Það var eiginlega ótrúlegt að horfa á það,“ segir Bjarni sem lét sér nægja að rabba við suðurafríska auðjöfurinn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Elon Musk Frakkland Grín og gaman Söfn Tengdar fréttir Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er nýjasti gestur hlaðvarpsins Hlaðfréttir sem Hraðfréttabræðurnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson halda úti. Bjarni fór um víðan völl, ræddi ferilinn í stjórnmálum, lýsti frelsinu sem hann hefur notið eftir að hafa kvatt Alþingi, ræddi tónlistarsmekk sinn og ýmislegt annað. Musk birtist „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Undir lok þáttarins var Bjarni spurður hvort hann hefði hitt einhverja merkilega menn og konur í ferðum sínum erlendis. Bjarni nefndi tvo viðburði, annars vegar þegar hann var staddur í Hvíta húsinu á 75 ára afmæli NATO í fyrra og hins vegar þegar hann var staddur á Ólympíuleikunum í París sama ár. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, með fólki úr hópnum sem fylgdi Ólympíuförum Íslands til Parísar. Bjarni var þar staddur í Louvre-safninu og sat við „lengsta langborð“ sem hann hefði nokkurn tímann séð ásamt öðrum mektar- og ráðamönnum. „Elon Musk birtist þarna allt í einu eins og skrattinn úr sauðarleggnum, kom labbandi niður tröppurnar og virtist ekki vita hvar hann ætlaði að sitja. Þá var gripið í hann og honum komið fyrir þarna ská á móti okkur,“ segir Bjarni. Musk tók þá að spjalla við Bjarna og spurði þau hvað væri að frétta frá Íslandi. „Við fórum bara að spjalla á léttum nótum, hann sagðist hafa komið tvisvar til íslands og nefndi sérstaklega að Reðursafnið hefði verið eftirminnilegt,“ segir Bjarni. Elti kærustuna til Íslands Musk hefði haft sérstaklega gaman af því að tala um Reðursafnið og hvað það hefði verið eftirminnilegt. „Hann kom hérna einhvern tímann að elta kærustu sína sem var að vinna að bíómynd fyrir vestan. Síðan í öðru tilviki kom hann með fjölskyldu sína,“ segir Bjarni um heimsóknir Musk til Íslands. Elon Musk rifjaði upp tvær ferðir sínar til Íslands í boðinu.AP Áttu Teslu? „Heyrðu skrýtið að þú skulir spyrja mig að þessu vegna þess að ég var að selja bílinn minn og ég tók Teslu upp í bílinn, þannig ég á Teslu í augnablikinu en hún stendur á bílasölu,“ segir Bjarni. Þú hefur ekkert sagt við hann: „I have a Tesla“ eða eitthvað svona? „Nei, ég var ekkert að gera það,“ segir Bjarni. Á meðan á kvöldverðinum stóð hafi fólk stöðugt verið að trufla Musk en mesta havaríið varð þegar kvöldverðinum lauk. „Um leið og honum var lokið, þá stendur hann upp og það kom fólk alls staðar að og vildi fá mynd eins og mý að mykjuskán. Það var eiginlega ótrúlegt að horfa á það,“ segir Bjarni sem lét sér nægja að rabba við suðurafríska auðjöfurinn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Elon Musk Frakkland Grín og gaman Söfn Tengdar fréttir Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira
Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25