„Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. október 2025 08:03 Hildur María og Baldur Kári giftu sig við fallega athöfn í september. Ljósmynd/ Dagbjört Kristín „Maður ímyndar sér svona dag fyrir fram en ekkert býr mann undir hversu gaman þetta raunverulega er svo. Öll hamingjan, gleðin og ástin sem við fundum fyrir frá okkar nánustu vinum og fjölskyldu er ómetanleg,“ segir Hildur María Haarde, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Baldur Kára Eyjólfsson á fallegum og sólríkum degi í lok september í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hildur María starfar sem verkefnastjóri stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg og Baldur Kári er framkvæmdastjóri Eirvíkur. Saman eiga þau þrjú börn. Þau kynntust fyrir tæpum sautján árum á skemmtistaðnum Prikið. „Þetta var á öðrum degi jóla árið 2008,“ segir Hildur. Þá var hún 19 ára og Baldur Kári 20 ára. Hildur María og Baldur Kári á brúðkaupsdaginn.Einkasafn Hjónin trúlofuðu sig þann 9. janúar 2022 og lýsir Hildur bónorðinu sem látlausu en fallegu. „Ég var nýkomin úr covid-prófi til að losna úr sóttkví. Ég var alveg buguð eftir fjórtán daga ein með Hilmar, son okkar, sem þá var tveggja ára. Þegar ég kom inn um hurðina heima hljóp Hilmar til mín með hringabox og sagði: Mamma, mamma! Þá fór Baldur á hnén og spurði hvort ég vildi giftast honum. Við vorum því bara þrjú í þessu og mér fannst það fullkomið! Á brúðkaupsdaginn var Hilmar hringaberinn í kirkjunni, sem fullkomnaði þetta alveg,“ segir hún. Hildur María og Baldur Kári ásamt börnum sínum á brúðkaupsdaginn.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Blaðamaður ræddi við Hildi Maríu um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Já, ég myndi segja að þetta sé búið að vera í undirbúningi í dágóðan tíma. Við ætluðum fyrst að gifta okkur árið 2023, svo árið 2024 en ég varð ólétt af tvíburunum okkar í lok maí 2023, þannig að við frestuðum þessu tvisvar sinnum. Þetta er því búið að vera yfirvofandi lengi hjá okkur. Hildur María og Baldur Kári fóru í myndatöku við Ægisíðuna.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín En svo þegar þessi dagur var staðfestur þá fór meirihluti þessa árs í skipulag og undirbúning. Ég er rosalega skipulögð að eðlisfari þannig að þetta var ekki sérstaklega flókið fyrir mig, aðallega bara gaman. En það er alveg magnað hvað það eru margar ákvarðanatökur og mikið af hlutum sem fara inn í einn svona dag. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum sammála í langflestu, eða þeim atriðum sem raunverulega skipta máli. Baldur gaf mér frjálsar hendur í mörgum ákvarðanatökum sem ég er þakklát fyrir. Ég hef aðeins meira gaman af svona hlutum en hann og uni mér vel að skipuleggja hin og þessi smáatriði fyrir okkur og gestina okkar. Annars erum við almennt mjög í takt við hvort annað og vorum sammála um hvernig við sáum þennan dag fyrir okkur. Fenguð þið aðstoð brúðkaupsskipuleggjanda? Nei – enga svoleiðis aðstoð. Þetta var allt skipulagt af okkur. Ég er með svo svakalega skipulagsþörf að ég vissi að ég vildi sjá um þetta sjálf. Svo fengum við Skreytingaþjónustuna til að sjá um skreytingar og ég svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun, ég mæli eindregið með þeim! Hildur klæddist fallegum kjól úr Loforð og kóngabláum skó við.Ljósmynd/Dagbjört Kristín Mikilvægt að njóta augnablikanna Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Dagurinn var fullkominn frá upphafi til enda. Það er ekki hægt að lýsa honum öðruvísi. Margar af mínum nánustu vinkonum söfnuðust saman á æskuheimili mínu, sem er enn þá heimili foreldra minna, snemma um morguninn þar sem við áttum saman rólega og dýrmæta stund. Ég var furðuróleg allan daginn, þrátt fyrir að hafa verið mjög stressuð vikurnar á undan. Nokkrum dögum fyrir brúðkaupið tókst mér hins vegar að sleppa þeirri tilfinningu og einbeitti mér að því að vera spennt fyrir deginum. Þegar ég vaknaði á brúðkaupsdaginn var ég því yfirveguð og meðvituð um hvað það skiptir miklu máli að njóta augnablikanna sem koma ekki aftur. Baldur var með sínum nánustu vinum á Parliament Hótel þar sem þeir áttu gæðastund saman. Athöfnin sjálf fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Eftir hana fórum við með börnin okkar þrjú yfir í Alþingisgarðinn í myndatöku og héldum síðan áfram í Hallargarðinn og út á Seltjarnarnes í myndatöku bara við tvö. Veislan var haldin í Sjálfstæðissalnum, þar sem gestirnir tóku okkur fagnandi við komuna. Þar tók við borðhald og heljarinnar veisla sem stóð fram eftir kvöldi. Hver gaf ykkur saman? Athöfnina leiddi séra Hjálmar Jónsson. Hann var algjörlega frábær og það var ótrúlega dýrmætt að hafa fjölskylduvin foreldra okkar beggja með okkur á deginum. Hildur María að ganga inn kirkjugólfið með föður sínum Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Hvaðan fenguð þið innblástur? Hér og þar myndi ég segja. Við erum lítið Pinterest- fólk, flest allt er eitthvað sem við vitum bara að okkur finnst fallegt. Ég elska bláan lit og ég tengdi hann inn í flest allt á deginum. Allt frá kóngabláum skónum mínum og yfir í blá nammibox á nammibarnum. Svo er ég væmin og tilfinningamikil og vildi tengja það svolítið inn í hina og þessa hluti. Ég lét hanna og prenta öll ártöl frá því við kynntumst og þau fóru á vegg með myndum af okkur frá hverju ári. Svo vorum við með gesti allstaðar að úr heiminum og við settum litla fána á borðin frá þeim löndum sem þau koma frá og fylgdi nafnspjöldunum. Ég elska öll svona lítil smáatriði - það gerir svo mikið fyrir okkur og gestina. Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Vinir okkar Benni og Fannar voru veislustjórar kvöldsins. Það er óhætt að segja að þeir hafi gert þetta algjörlega óaðfinnanlega. Frikki Dór vinur okkar söng fyrir okkur í kirkjunni sem var einstaklega dýrmæt upplifun. Það er fátt dýrmætara en að hafa nána vini sína í þessum hlutverkum á svona degi. Stebbi Hilmars tróð upp í veislunni og þar með var hápunktinum náð en það hefur verið draumur minn frá menntaskólaárum að hann syngi í brúðkaupinu mínu. Dj Danni Deluxe tók svo við og innsiglaði partýið sem var algjörlega tryllt. Fanney Ingvarsdóttir, Teitur Páll Reynisson og Friðrik Dór Jónsson skemmtu sér konunglega í veislunni.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Hvað voru margir gestir? Gestirnir voru 120 talsins. Hvernig gekk að velja brúðarkjólinn og varstu með fataskipti? Það gekk rosalega vel. Ég keypti kjólinn minn í Loforð. Ég kom inn með mjög skýra mynd af því sem ég vildi ekki, en vissi ekki alveg hvað ég vildi. Það tók þó bara þrjá kjóla þar til ég fann minn fullkomna kjól — og þá var leitin búin. Ég var með annan partýkjól í tösku sem ég ætlaði að skipta í um kvöldið en mér leið svo vel í mínum kjól og það var svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan — og fór aldrei í hann. Hvað stendur upp úr? Gleðin og hamingjan. Maður ímyndar sér svona dag fyrirfram en ekkert býr mann undir hversu gaman þetta raunverulega er svo. Öll hamingjan, gleðin og ástin sem við fundum fyrir frá okkar nánustu vinum og fjölskyldu er ómetanleg. Margir í hópnum ferðuðust sérstaklega til Íslands til að vera viðstödd og það gerði daginn ennþá dýrmætari. Það var mikil stemning í veislunni.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Að giftast besta vini sínum og sálufélaga umkringd öllu okkar fólki og upplifa svona sterkt ástina frá þeim er eitthvað sem er varla hægt að lýsa. Við erum rík af vinum og fjölskyldu sem tókst að gera þennan dag algjörlega stórkostlegan. Var eitthvað sem kom mest á óvart? Hversu fljótur dagurinn er að líða. Það er alveg gömul klisja að segja verðandi brúðhjónum að muna að njóta dagsins, en það er svo sannarlega þannig. Dagurinn líður hjá á svipstundu og það er svo mikilvægt að staldra við, anda og njóta. Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Ekki eyða undirbúningsfasanum í stress. Gott skipulag er nauðsynlegt til að vera vel undirbúin og muna bara að njóta þess tíma líka. Ákveðið hvað þið viljið fá út úr deginum, hvað skiptir ykkur máli. Að láta taka upp ræður og skemmtiatriði, það er svona kannski það helsta sem ég hefði viljað breyta. Við eigum svo frábæra vini og fjölskyldu og ræðurnar í okkar brúðkaupi voru með því skemmtilegra sem við höfum upplifað, eins og öll veislan. Ég væri til í að geta endurupplifað þetta allt svo að ég mæli með því að eiga allt svona skjalfest á myndböndum. Og svo auðvitað að reyna að dreifa verkefnum á fólk í kringum ykkur, allir vilja hjálpa og leggja hönd á plóg og það er svo mikilvægt að sleppa takinu og leyfa öðrum að hjálpa þar sem það er hægt. Hildur María og Baldur Kári kynntust árið 2008 á Prikinu og eru nú orðin hjón!Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, við fengum veglegt gjafabréf í flug í brúðkaupsgjöf frá vinum okkar og ætlum að nýta það til að fara á einhvern skemmtilegan stað sem við höfum ekki farið til áður, Madeira, Marrakech eða eitthvað álíka. Það verður gert um leið og tækifæri gefst á nýju ári. Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Fjölskyldumál Tengdar fréttir Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Vikan sem leið var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Brúðkaup í Sitges og á Ítalíu, stórtónleikar í Laugardalshöll og Bakgarðshlaupið var meðal þess sem stóð mest upp úr. Þá fóru glæsilegustu fimmtugu konur landsins í vinkonuferð til Sitges í leit að senjóritukjólum á meðan Rúrik Gíslason fór í sitt árlega Októberfest-partý hjá ofurfyrirsætunni Heidi Klum í Þýskalandi. 22. september 2025 09:34 „Pabbi minn gaf okkur saman“ „Frá fyrsta kvöldinu sem við hittumst náðum við strax ótrúlega vel saman. Mér finnst dýrmætt að hafa fundið bæði framtíðar eiginmann minn og besta vin þetta kvöld,“ segir hin nýgifta Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sólon Breka Leifsson, fyrrverandi knattspyrnumanni og eiganda Sólbón, í byrjun ágústmánaðar. 10. september 2025 17:03 Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa „Um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr,“ segir hin nýgifta Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst síðastliðnum, að heiðnum sið. Freyja ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. 8. september 2025 09:57 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Fleiri fréttir Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Sjá meira
Hildur María starfar sem verkefnastjóri stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg og Baldur Kári er framkvæmdastjóri Eirvíkur. Saman eiga þau þrjú börn. Þau kynntust fyrir tæpum sautján árum á skemmtistaðnum Prikið. „Þetta var á öðrum degi jóla árið 2008,“ segir Hildur. Þá var hún 19 ára og Baldur Kári 20 ára. Hildur María og Baldur Kári á brúðkaupsdaginn.Einkasafn Hjónin trúlofuðu sig þann 9. janúar 2022 og lýsir Hildur bónorðinu sem látlausu en fallegu. „Ég var nýkomin úr covid-prófi til að losna úr sóttkví. Ég var alveg buguð eftir fjórtán daga ein með Hilmar, son okkar, sem þá var tveggja ára. Þegar ég kom inn um hurðina heima hljóp Hilmar til mín með hringabox og sagði: Mamma, mamma! Þá fór Baldur á hnén og spurði hvort ég vildi giftast honum. Við vorum því bara þrjú í þessu og mér fannst það fullkomið! Á brúðkaupsdaginn var Hilmar hringaberinn í kirkjunni, sem fullkomnaði þetta alveg,“ segir hún. Hildur María og Baldur Kári ásamt börnum sínum á brúðkaupsdaginn.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Blaðamaður ræddi við Hildi Maríu um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Já, ég myndi segja að þetta sé búið að vera í undirbúningi í dágóðan tíma. Við ætluðum fyrst að gifta okkur árið 2023, svo árið 2024 en ég varð ólétt af tvíburunum okkar í lok maí 2023, þannig að við frestuðum þessu tvisvar sinnum. Þetta er því búið að vera yfirvofandi lengi hjá okkur. Hildur María og Baldur Kári fóru í myndatöku við Ægisíðuna.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín En svo þegar þessi dagur var staðfestur þá fór meirihluti þessa árs í skipulag og undirbúning. Ég er rosalega skipulögð að eðlisfari þannig að þetta var ekki sérstaklega flókið fyrir mig, aðallega bara gaman. En það er alveg magnað hvað það eru margar ákvarðanatökur og mikið af hlutum sem fara inn í einn svona dag. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum sammála í langflestu, eða þeim atriðum sem raunverulega skipta máli. Baldur gaf mér frjálsar hendur í mörgum ákvarðanatökum sem ég er þakklát fyrir. Ég hef aðeins meira gaman af svona hlutum en hann og uni mér vel að skipuleggja hin og þessi smáatriði fyrir okkur og gestina okkar. Annars erum við almennt mjög í takt við hvort annað og vorum sammála um hvernig við sáum þennan dag fyrir okkur. Fenguð þið aðstoð brúðkaupsskipuleggjanda? Nei – enga svoleiðis aðstoð. Þetta var allt skipulagt af okkur. Ég er með svo svakalega skipulagsþörf að ég vissi að ég vildi sjá um þetta sjálf. Svo fengum við Skreytingaþjónustuna til að sjá um skreytingar og ég svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun, ég mæli eindregið með þeim! Hildur klæddist fallegum kjól úr Loforð og kóngabláum skó við.Ljósmynd/Dagbjört Kristín Mikilvægt að njóta augnablikanna Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Dagurinn var fullkominn frá upphafi til enda. Það er ekki hægt að lýsa honum öðruvísi. Margar af mínum nánustu vinkonum söfnuðust saman á æskuheimili mínu, sem er enn þá heimili foreldra minna, snemma um morguninn þar sem við áttum saman rólega og dýrmæta stund. Ég var furðuróleg allan daginn, þrátt fyrir að hafa verið mjög stressuð vikurnar á undan. Nokkrum dögum fyrir brúðkaupið tókst mér hins vegar að sleppa þeirri tilfinningu og einbeitti mér að því að vera spennt fyrir deginum. Þegar ég vaknaði á brúðkaupsdaginn var ég því yfirveguð og meðvituð um hvað það skiptir miklu máli að njóta augnablikanna sem koma ekki aftur. Baldur var með sínum nánustu vinum á Parliament Hótel þar sem þeir áttu gæðastund saman. Athöfnin sjálf fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Eftir hana fórum við með börnin okkar þrjú yfir í Alþingisgarðinn í myndatöku og héldum síðan áfram í Hallargarðinn og út á Seltjarnarnes í myndatöku bara við tvö. Veislan var haldin í Sjálfstæðissalnum, þar sem gestirnir tóku okkur fagnandi við komuna. Þar tók við borðhald og heljarinnar veisla sem stóð fram eftir kvöldi. Hver gaf ykkur saman? Athöfnina leiddi séra Hjálmar Jónsson. Hann var algjörlega frábær og það var ótrúlega dýrmætt að hafa fjölskylduvin foreldra okkar beggja með okkur á deginum. Hildur María að ganga inn kirkjugólfið með föður sínum Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Hvaðan fenguð þið innblástur? Hér og þar myndi ég segja. Við erum lítið Pinterest- fólk, flest allt er eitthvað sem við vitum bara að okkur finnst fallegt. Ég elska bláan lit og ég tengdi hann inn í flest allt á deginum. Allt frá kóngabláum skónum mínum og yfir í blá nammibox á nammibarnum. Svo er ég væmin og tilfinningamikil og vildi tengja það svolítið inn í hina og þessa hluti. Ég lét hanna og prenta öll ártöl frá því við kynntumst og þau fóru á vegg með myndum af okkur frá hverju ári. Svo vorum við með gesti allstaðar að úr heiminum og við settum litla fána á borðin frá þeim löndum sem þau koma frá og fylgdi nafnspjöldunum. Ég elska öll svona lítil smáatriði - það gerir svo mikið fyrir okkur og gestina. Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Vinir okkar Benni og Fannar voru veislustjórar kvöldsins. Það er óhætt að segja að þeir hafi gert þetta algjörlega óaðfinnanlega. Frikki Dór vinur okkar söng fyrir okkur í kirkjunni sem var einstaklega dýrmæt upplifun. Það er fátt dýrmætara en að hafa nána vini sína í þessum hlutverkum á svona degi. Stebbi Hilmars tróð upp í veislunni og þar með var hápunktinum náð en það hefur verið draumur minn frá menntaskólaárum að hann syngi í brúðkaupinu mínu. Dj Danni Deluxe tók svo við og innsiglaði partýið sem var algjörlega tryllt. Fanney Ingvarsdóttir, Teitur Páll Reynisson og Friðrik Dór Jónsson skemmtu sér konunglega í veislunni.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Hvað voru margir gestir? Gestirnir voru 120 talsins. Hvernig gekk að velja brúðarkjólinn og varstu með fataskipti? Það gekk rosalega vel. Ég keypti kjólinn minn í Loforð. Ég kom inn með mjög skýra mynd af því sem ég vildi ekki, en vissi ekki alveg hvað ég vildi. Það tók þó bara þrjá kjóla þar til ég fann minn fullkomna kjól — og þá var leitin búin. Ég var með annan partýkjól í tösku sem ég ætlaði að skipta í um kvöldið en mér leið svo vel í mínum kjól og það var svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan — og fór aldrei í hann. Hvað stendur upp úr? Gleðin og hamingjan. Maður ímyndar sér svona dag fyrirfram en ekkert býr mann undir hversu gaman þetta raunverulega er svo. Öll hamingjan, gleðin og ástin sem við fundum fyrir frá okkar nánustu vinum og fjölskyldu er ómetanleg. Margir í hópnum ferðuðust sérstaklega til Íslands til að vera viðstödd og það gerði daginn ennþá dýrmætari. Það var mikil stemning í veislunni.Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Að giftast besta vini sínum og sálufélaga umkringd öllu okkar fólki og upplifa svona sterkt ástina frá þeim er eitthvað sem er varla hægt að lýsa. Við erum rík af vinum og fjölskyldu sem tókst að gera þennan dag algjörlega stórkostlegan. Var eitthvað sem kom mest á óvart? Hversu fljótur dagurinn er að líða. Það er alveg gömul klisja að segja verðandi brúðhjónum að muna að njóta dagsins, en það er svo sannarlega þannig. Dagurinn líður hjá á svipstundu og það er svo mikilvægt að staldra við, anda og njóta. Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Ekki eyða undirbúningsfasanum í stress. Gott skipulag er nauðsynlegt til að vera vel undirbúin og muna bara að njóta þess tíma líka. Ákveðið hvað þið viljið fá út úr deginum, hvað skiptir ykkur máli. Að láta taka upp ræður og skemmtiatriði, það er svona kannski það helsta sem ég hefði viljað breyta. Við eigum svo frábæra vini og fjölskyldu og ræðurnar í okkar brúðkaupi voru með því skemmtilegra sem við höfum upplifað, eins og öll veislan. Ég væri til í að geta endurupplifað þetta allt svo að ég mæli með því að eiga allt svona skjalfest á myndböndum. Og svo auðvitað að reyna að dreifa verkefnum á fólk í kringum ykkur, allir vilja hjálpa og leggja hönd á plóg og það er svo mikilvægt að sleppa takinu og leyfa öðrum að hjálpa þar sem það er hægt. Hildur María og Baldur Kári kynntust árið 2008 á Prikinu og eru nú orðin hjón!Ljósmynd/ Dagbjört Kristín Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, við fengum veglegt gjafabréf í flug í brúðkaupsgjöf frá vinum okkar og ætlum að nýta það til að fara á einhvern skemmtilegan stað sem við höfum ekki farið til áður, Madeira, Marrakech eða eitthvað álíka. Það verður gert um leið og tækifæri gefst á nýju ári.
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Fjölskyldumál Tengdar fréttir Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Vikan sem leið var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Brúðkaup í Sitges og á Ítalíu, stórtónleikar í Laugardalshöll og Bakgarðshlaupið var meðal þess sem stóð mest upp úr. Þá fóru glæsilegustu fimmtugu konur landsins í vinkonuferð til Sitges í leit að senjóritukjólum á meðan Rúrik Gíslason fór í sitt árlega Októberfest-partý hjá ofurfyrirsætunni Heidi Klum í Þýskalandi. 22. september 2025 09:34 „Pabbi minn gaf okkur saman“ „Frá fyrsta kvöldinu sem við hittumst náðum við strax ótrúlega vel saman. Mér finnst dýrmætt að hafa fundið bæði framtíðar eiginmann minn og besta vin þetta kvöld,“ segir hin nýgifta Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sólon Breka Leifsson, fyrrverandi knattspyrnumanni og eiganda Sólbón, í byrjun ágústmánaðar. 10. september 2025 17:03 Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa „Um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr,“ segir hin nýgifta Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst síðastliðnum, að heiðnum sið. Freyja ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. 8. september 2025 09:57 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Fleiri fréttir Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Sjá meira
Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Vikan sem leið var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Brúðkaup í Sitges og á Ítalíu, stórtónleikar í Laugardalshöll og Bakgarðshlaupið var meðal þess sem stóð mest upp úr. Þá fóru glæsilegustu fimmtugu konur landsins í vinkonuferð til Sitges í leit að senjóritukjólum á meðan Rúrik Gíslason fór í sitt árlega Októberfest-partý hjá ofurfyrirsætunni Heidi Klum í Þýskalandi. 22. september 2025 09:34
„Pabbi minn gaf okkur saman“ „Frá fyrsta kvöldinu sem við hittumst náðum við strax ótrúlega vel saman. Mér finnst dýrmætt að hafa fundið bæði framtíðar eiginmann minn og besta vin þetta kvöld,“ segir hin nýgifta Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sólon Breka Leifsson, fyrrverandi knattspyrnumanni og eiganda Sólbón, í byrjun ágústmánaðar. 10. september 2025 17:03
Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa „Um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr,“ segir hin nýgifta Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst síðastliðnum, að heiðnum sið. Freyja ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. 8. september 2025 09:57
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið