Lífið

Sex­tíu fer­metrar og fagur­rautt

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var flutt í Tjarnarbyggð árið 2023.
Húsið var flutt í Tjarnarbyggð árið 2023.

Við Norðurgötu í Tjarnabyggð, í sveitarfélaginu Árborg, stendur sextíu fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1894. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og var flutt í Tjarnabyggð árið 2023. Ásett verð er 61,9 milljónir króna.

Húsið er fagurrautt, klætt bárujárni á veggjum og þaki. Umhverfis húsið er áttatíu fermetra timburverönd með heitum potti og yfirbyggðu grillskýli.

Komið er inn í bjart anddyri, með mynstruðum flísum, sem leiðir inn í alrými hússins.  Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu rými með ljósu parketi á gólfi. 

Franskir gluggar, gólflistar og rósettur í loftum setja heillandi og klassískan svip á heildarmyndina.

Í eldhúsinu er svört, nýleg viðarinnrétting með gylltum höldum og dökkri borðplötu. 

Efri hæðin er undir risi með Mansard-þaki en með þannig þaki nýtist rishæðin betur. Þar er að finna eitt svefnhergi og baðherbergi.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.