Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2025 10:48 Vigdís Hauksdóttir er meðal þeirra sem furðar sig á kvennaverkfallinu eða kvennafrídeginum komandi föstudag. Vísir/Egill Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. Vigdís Hauksdóttir og Páll Magnússon, sem sátu um tíma saman á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn í tilfelli Vigdísar en Sjálfstæðisflokkinn í tilfelli Páls, ræddu íslenskan vinnumarkað í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Meðal þess sem bar á góma er verkfallsboðun íslenskra flugumferðarstjóra og boðað kvennaverkfall á föstudaginn. „Ég er eiginlega hætt að skilja íslenskan vinnumarkað,“ segir Vigdís Hauksdóttir. „Það var stytting vinnuviku en það eru verkföll samt. Það er eins og verkalýðshreyfingin fái aldrei nóg. Ég get lýst því hér yfir að ég vildi ekki reka fyrirtæki á Íslandi í dag.“ Nú sé búið að boða til verkfalls á föstudag. „Það er einhver kvennafrídagur og það eiga allar konur að leggja niður störf, fá auka frídag. Ég er bara hætt að botna á hvaða leið við erum.“ Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn árið 1975 þegar konur lögðu niður störf. Framtakið vakti heimsathygli. Dagurinn hefur verið haldinn sjö sinnum síðan, síðast 2023, þegar fjölmenni safnaðist saman við Arnarhól. Upphaflega var konum stefnt saman á föstudaginn frá 13:30 til 16:00 en í gær var upplýst að lagt væri upp með frí allan daginn hjá konum og þá óháð því hvort konur væru á dagvakt, kvöldvakt eða næturvakt. Ákall skipuleggjenda er að konur leggi niður störf þennan dag hvort sem þau séu launuð eða ólaunuð. Formaður BSRB segir sérstaklega horft til kvenna í æðri störfum og vonar að öllum verði gert kleift að taka þátt. Vigdís klórar sér sömuleiðis í kollinum yfir styttingu vinnuvikunnar sem tekin var upp hjá ríkinu í ársbyrjun 2021. Þá fækkaði vinnuskyldu ríkisstarfsmanna úr fjörutíu klukkustundum í 36 klukkustundir. „Þegar það var gert spurði ég þeirrar spurninga, það eru bara alltof margir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum - ef þetta er hægt, ef allir geta fengið styttingu vinnuviku þá hlýtur að vera bara alltof lítið að gera hjá fólki. Eða þá að það sé verið að ráða enn þá fleira fólk inn í báknið. Þetta er rannsóknarefni,“ sagði Vigdís. Páll var á svipuðu máli og vísaði til þess að stöðugildum hjá ríkinu fjölgaði úr 24 þúsund í 29 þúsund í ríkisstjórnartíð Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá 2017 til 2024. Hann beindi næst sjónum sínum að flugumferðarstjórum sem krefjast breytinga á kjörum sínum og hafa boðað verkföll í baráttu sinni fyrir þeim. „Það er mjög skrýtið að þessi fámenna stétt flugumferðarstjóra, sem er hátt launuð í hvaða samanburði sem er, lærir frítt - að svo fámennur hópur geti gripið til skyndiaðgerða sem kostar þjóðarbúið einn og hálfan milljarð á dag.“ Verkfallsrétturinn sé heilagur en eigi að vera síðasta vörn óbreyttra launþega og það hafi verið tilgangurinn með honum upphaflega. Hann eigi að vera nauðvörn þeirra sem verst hafi það á Íslandi. „Þetta á bara ekki við um þrönga einstaka hátekjuhópa að tala um þetta sem einhvers konar sjálfsögð mannréttindni og sett allt á annan endann. Ég held við hljótum að þurfa að endurskoða þetta með einhverjum hætti.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Fréttir af flugi Bítið Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir og Páll Magnússon, sem sátu um tíma saman á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn í tilfelli Vigdísar en Sjálfstæðisflokkinn í tilfelli Páls, ræddu íslenskan vinnumarkað í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Meðal þess sem bar á góma er verkfallsboðun íslenskra flugumferðarstjóra og boðað kvennaverkfall á föstudaginn. „Ég er eiginlega hætt að skilja íslenskan vinnumarkað,“ segir Vigdís Hauksdóttir. „Það var stytting vinnuviku en það eru verkföll samt. Það er eins og verkalýðshreyfingin fái aldrei nóg. Ég get lýst því hér yfir að ég vildi ekki reka fyrirtæki á Íslandi í dag.“ Nú sé búið að boða til verkfalls á föstudag. „Það er einhver kvennafrídagur og það eiga allar konur að leggja niður störf, fá auka frídag. Ég er bara hætt að botna á hvaða leið við erum.“ Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn árið 1975 þegar konur lögðu niður störf. Framtakið vakti heimsathygli. Dagurinn hefur verið haldinn sjö sinnum síðan, síðast 2023, þegar fjölmenni safnaðist saman við Arnarhól. Upphaflega var konum stefnt saman á föstudaginn frá 13:30 til 16:00 en í gær var upplýst að lagt væri upp með frí allan daginn hjá konum og þá óháð því hvort konur væru á dagvakt, kvöldvakt eða næturvakt. Ákall skipuleggjenda er að konur leggi niður störf þennan dag hvort sem þau séu launuð eða ólaunuð. Formaður BSRB segir sérstaklega horft til kvenna í æðri störfum og vonar að öllum verði gert kleift að taka þátt. Vigdís klórar sér sömuleiðis í kollinum yfir styttingu vinnuvikunnar sem tekin var upp hjá ríkinu í ársbyrjun 2021. Þá fækkaði vinnuskyldu ríkisstarfsmanna úr fjörutíu klukkustundum í 36 klukkustundir. „Þegar það var gert spurði ég þeirrar spurninga, það eru bara alltof margir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum - ef þetta er hægt, ef allir geta fengið styttingu vinnuviku þá hlýtur að vera bara alltof lítið að gera hjá fólki. Eða þá að það sé verið að ráða enn þá fleira fólk inn í báknið. Þetta er rannsóknarefni,“ sagði Vigdís. Páll var á svipuðu máli og vísaði til þess að stöðugildum hjá ríkinu fjölgaði úr 24 þúsund í 29 þúsund í ríkisstjórnartíð Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá 2017 til 2024. Hann beindi næst sjónum sínum að flugumferðarstjórum sem krefjast breytinga á kjörum sínum og hafa boðað verkföll í baráttu sinni fyrir þeim. „Það er mjög skrýtið að þessi fámenna stétt flugumferðarstjóra, sem er hátt launuð í hvaða samanburði sem er, lærir frítt - að svo fámennur hópur geti gripið til skyndiaðgerða sem kostar þjóðarbúið einn og hálfan milljarð á dag.“ Verkfallsrétturinn sé heilagur en eigi að vera síðasta vörn óbreyttra launþega og það hafi verið tilgangurinn með honum upphaflega. Hann eigi að vera nauðvörn þeirra sem verst hafi það á Íslandi. „Þetta á bara ekki við um þrönga einstaka hátekjuhópa að tala um þetta sem einhvers konar sjálfsögð mannréttindni og sett allt á annan endann. Ég held við hljótum að þurfa að endurskoða þetta með einhverjum hætti.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Fréttir af flugi Bítið Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira