Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar 22. október 2025 09:01 Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar