Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2025 13:14 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Kazakov, Sputnik Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sökuðu Pútín í morgun um að reyna að tefja mögulegar friðarviðræður. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síma og er ekki útlit fyrir að þeir muni hittast á næstunni, eins og til stóð. Rubio er sagður hafa lagt til við Trump, eftir samtalið við Lavrov, að hann fundaði ekki með Pútín að svo stöddu. Samkvæmt heimildum CNN um símtalið voru Rubio og ráðgjafar hans þeirrar skoðunar eftir það að afstaða ráðamanna í Rússlandi varðandi frið í Úkraínu gæfi ekki tilefni til að funda með Pútín. Ráðherrarnir eiga að tala saman aftur seinna í vikunni. Rússneska fréttaveitan RIA hefur eftir Lavrov að hann hafi sagt að skilyrðislaust vopnahlé í Úkraínu, eins og Trump hefur ítrekað kallað eftir og Úkraínumenn hafa samþykkt, ekki koma til greina að svo stöddu. Þá sé krafan um slíkt ekki í takt við það sem Trump og Pútín eigi að hafa sammælst um í Alaska í sumar. Lavrov sagði að þar hefðu Trump og Pútin verið sammála um að leggja áherslu á „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: Hafna aftur tillögu Trumps Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað vísað í þessar „grunnástæður“ á undanförnum vikum og mánuðum þegar þeir hafa hafnað tillögum um frið eða vopnahlé. Það er tilvísun sem snýr að inngöngu ríkja Austur-Evrópu í Atlantshafsbandalagið. Fyrir innrásina í Úkraínu 2022 kröfðust Rússar þess að ríkjum Austur-Evrópu yrði vísað úr NATO. Sú krafa mun hafa verið ítrekuð á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Lavrov sagði einnig í morgun að ein af ástæðum þess að Rússar vildu ekki skilyrðislaust vopnahlé, væri að „nasistar“ yrðu áfram við völd í Úkraínu. Þá sagði hann að Rússar væru að ná markmiðum sínum með hinni „sértæku hernaðaraðgerð“. Ólíklegt að fundað verði í næstu viku Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, gaf til kynna við blaðamenn í Rússlandi í morgun að hæpið yrði að Trump og Pútín myndu funda í Búdapest í næstu viku, eins og Trump hefur stungið upp á. Hann sagði að þó stemningin fyrir fundi væri jákvæð þyrfti að vinna mikla og erfiða undirbúningsvinnu fyrst. Það eru svipuð ummæli og heyrðust frá Moskvu eftir fund Trumps og Pútíns í Alaska í sumar, þegar Trump var að þrýsta á Pútín og reyna að fá hann til að funda með Selenskí. Slíkur fundur var aldrei haldinn. Peskóv sagði að engin tímasetning um mögulegan fund hefði verið ákveðin og því væri ekki hægt að segja að Rússar væru að fresta honum. Ekki væri hægt að fresta fundi sem hefði ekki verið ákveðinn enn. Hvernig kæmist Pútín til Búdapest? Hann talaði einnig um það hvernig Pútín ætti að komast til Ungverjalands. Til að komast þangað þyrfti Pútín að fljúga yfir Pólland og Slóvakíu eða Rúmeníu, svo einhver ríki séu nefnd. Pútín er eins og frægt er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og flest ríki Evrópu hafa þar að auki lokað lofthelgi fyrir rússneskum flugvélum. Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sagði í viðtali í morgun að ef flugvél Pútíns yrði flogið inn í lofthelgi Póllands gæti henni verið snúið til Haag, þar sem höfuðstöðvar Alþjóðasakamáladómstólsins (ICC) eru. Flugvél Pútíns þyrfti því væntanlega að fara aðra leið. Ráðamenn í Ungverjalandi hafa heitið því að Pútín yrði ekki handtekinn við komuna þangað. Ungverjar eru aðilar að Rómarsáttmálanum, sem ICC byggir á en hafa sagt sig frá honum. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta ári. Búlgarar hafa sagt að þeir myndu hleypa Pútín í gegnum lofthelgi þeirra, þó þeir séu einnig aðilar að Rómarsáttmálanum. Þá þyrfti Pútín þó einnig að komast gegnum lofthelgi Rúmeníu eða Serbíu. Peskóv sagði í morgun að fregnir af því að Pútín myndi mögulega ferðast í sömu flugvél og Trump til Búdapest væru skáldskapur. Það kæmi ekki til greina. Rússneskir peningar til Úkraínu Selenskí og nokkrir leiðtogar Evrópuríkja sendu í morgun út yfirlýsingu þar sem þeir sökuðu Pútín um að draga fæturna þegar kemur að friðarviðræðum. Þá mótmæltu þeir þeim kröfum Rússa að Úkraínumenn hörfi frá landi sem Rússar hafa ekki þegar hernumið, eins og Trump hefur lagt til. Í yfirlýsingunni sögðu áðurnefndir leiðtogar Evrópuríkja og Evrópusambandsins að þeir ætluðu sér að nota frystar eigur Rússlands í Evrópu til að styðja Úkraínu, þó uppi séu efasemdir um bæði afleiðingar þess og lögmæti, samkvæmt AP fréttaveitunni. Selenskí segir að til að koma á friði þurfi að auka þrýsting á Pútín. Það sé eina leiðin til að fá hann til að hætta stríðsrekstri sínum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í Washington.AP/Manuel Balce Ceneta Rússland Bandaríkin Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. 20. október 2025 07:09 Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. 19. október 2025 21:18 Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sökuðu Pútín í morgun um að reyna að tefja mögulegar friðarviðræður. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síma og er ekki útlit fyrir að þeir muni hittast á næstunni, eins og til stóð. Rubio er sagður hafa lagt til við Trump, eftir samtalið við Lavrov, að hann fundaði ekki með Pútín að svo stöddu. Samkvæmt heimildum CNN um símtalið voru Rubio og ráðgjafar hans þeirrar skoðunar eftir það að afstaða ráðamanna í Rússlandi varðandi frið í Úkraínu gæfi ekki tilefni til að funda með Pútín. Ráðherrarnir eiga að tala saman aftur seinna í vikunni. Rússneska fréttaveitan RIA hefur eftir Lavrov að hann hafi sagt að skilyrðislaust vopnahlé í Úkraínu, eins og Trump hefur ítrekað kallað eftir og Úkraínumenn hafa samþykkt, ekki koma til greina að svo stöddu. Þá sé krafan um slíkt ekki í takt við það sem Trump og Pútín eigi að hafa sammælst um í Alaska í sumar. Lavrov sagði að þar hefðu Trump og Pútin verið sammála um að leggja áherslu á „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: Hafna aftur tillögu Trumps Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað vísað í þessar „grunnástæður“ á undanförnum vikum og mánuðum þegar þeir hafa hafnað tillögum um frið eða vopnahlé. Það er tilvísun sem snýr að inngöngu ríkja Austur-Evrópu í Atlantshafsbandalagið. Fyrir innrásina í Úkraínu 2022 kröfðust Rússar þess að ríkjum Austur-Evrópu yrði vísað úr NATO. Sú krafa mun hafa verið ítrekuð á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Lavrov sagði einnig í morgun að ein af ástæðum þess að Rússar vildu ekki skilyrðislaust vopnahlé, væri að „nasistar“ yrðu áfram við völd í Úkraínu. Þá sagði hann að Rússar væru að ná markmiðum sínum með hinni „sértæku hernaðaraðgerð“. Ólíklegt að fundað verði í næstu viku Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, gaf til kynna við blaðamenn í Rússlandi í morgun að hæpið yrði að Trump og Pútín myndu funda í Búdapest í næstu viku, eins og Trump hefur stungið upp á. Hann sagði að þó stemningin fyrir fundi væri jákvæð þyrfti að vinna mikla og erfiða undirbúningsvinnu fyrst. Það eru svipuð ummæli og heyrðust frá Moskvu eftir fund Trumps og Pútíns í Alaska í sumar, þegar Trump var að þrýsta á Pútín og reyna að fá hann til að funda með Selenskí. Slíkur fundur var aldrei haldinn. Peskóv sagði að engin tímasetning um mögulegan fund hefði verið ákveðin og því væri ekki hægt að segja að Rússar væru að fresta honum. Ekki væri hægt að fresta fundi sem hefði ekki verið ákveðinn enn. Hvernig kæmist Pútín til Búdapest? Hann talaði einnig um það hvernig Pútín ætti að komast til Ungverjalands. Til að komast þangað þyrfti Pútín að fljúga yfir Pólland og Slóvakíu eða Rúmeníu, svo einhver ríki séu nefnd. Pútín er eins og frægt er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og flest ríki Evrópu hafa þar að auki lokað lofthelgi fyrir rússneskum flugvélum. Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sagði í viðtali í morgun að ef flugvél Pútíns yrði flogið inn í lofthelgi Póllands gæti henni verið snúið til Haag, þar sem höfuðstöðvar Alþjóðasakamáladómstólsins (ICC) eru. Flugvél Pútíns þyrfti því væntanlega að fara aðra leið. Ráðamenn í Ungverjalandi hafa heitið því að Pútín yrði ekki handtekinn við komuna þangað. Ungverjar eru aðilar að Rómarsáttmálanum, sem ICC byggir á en hafa sagt sig frá honum. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta ári. Búlgarar hafa sagt að þeir myndu hleypa Pútín í gegnum lofthelgi þeirra, þó þeir séu einnig aðilar að Rómarsáttmálanum. Þá þyrfti Pútín þó einnig að komast gegnum lofthelgi Rúmeníu eða Serbíu. Peskóv sagði í morgun að fregnir af því að Pútín myndi mögulega ferðast í sömu flugvél og Trump til Búdapest væru skáldskapur. Það kæmi ekki til greina. Rússneskir peningar til Úkraínu Selenskí og nokkrir leiðtogar Evrópuríkja sendu í morgun út yfirlýsingu þar sem þeir sökuðu Pútín um að draga fæturna þegar kemur að friðarviðræðum. Þá mótmæltu þeir þeim kröfum Rússa að Úkraínumenn hörfi frá landi sem Rússar hafa ekki þegar hernumið, eins og Trump hefur lagt til. Í yfirlýsingunni sögðu áðurnefndir leiðtogar Evrópuríkja og Evrópusambandsins að þeir ætluðu sér að nota frystar eigur Rússlands í Evrópu til að styðja Úkraínu, þó uppi séu efasemdir um bæði afleiðingar þess og lögmæti, samkvæmt AP fréttaveitunni. Selenskí segir að til að koma á friði þurfi að auka þrýsting á Pútín. Það sé eina leiðin til að fá hann til að hætta stríðsrekstri sínum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í Washington.AP/Manuel Balce Ceneta
Rússland Bandaríkin Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. 20. október 2025 07:09 Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. 19. október 2025 21:18 Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. 20. október 2025 07:09
Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. 19. október 2025 21:18
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38