„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. október 2025 12:08 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Einar Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“ Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira