Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 16:24 Vladimír Pútín og Donald Trump í Alaska í ágúst. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira