Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar 15. október 2025 22:30 Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun