Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. október 2025 07:31 Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar