Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. október 2025 07:31 Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar