Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 22:03 Sadio Mané er búinn að koma Senegal inn á HM. Getty/Cem Ozdel Sex þjóðir bættust í kvöld í hóp þeirra sem tryggt hafa sér sæti á HM karla í fótbolta sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Aðeins tuttugu sæti eru enn laus á þessu stærsta heimsmeistaramóti sögunnar. Eftir úrslit kvöldsins eru alls 28 þjóðir öruggar inn á HM sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum í stað 32 á síðustu mótum. 28/48 ✅@Aramco | #WeAre26 pic.twitter.com/eaksBnrBYM— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) October 14, 2025 Í kvöld bættist England í hópinn með stórsigri sínum gegn Lettum en einnig bættust við tvö lið frá Asíu og þrjú frá Afríku. Síðustu og verðandi gestgjafar verða með Katarar, gestgjafar síðasta HM, tryggðu sér farseðilinn til Ameríku með 2-1 sigri gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Boualem Khoukhi og Pedro MIguel skoruðu mörk Katar sem þar með vann þriggja liða riðil sinn. Sádi-Arabía, gestgjafi HM 2034, vann einnig sinn þriggja liða riðil, með markalausu jafntefli við Írak á heimavelli, og kom sér inn á HM. Six nations (🆕) qualified for the 2026 World Cup on 14 October 2025.Here are the 28 countries that have confirmed their place at next summer's tournament.🇨🇦 Canada🇲🇽 Mexico🇺🇸 USA🇦🇺 Australia🇮🇷 Iran🇯🇵 Japan🇯🇴 Jordan🇰🇷 South Korea🇶🇦 Qatar 🆕🇸🇦 Saudi Arabia 🆕🇺🇿… pic.twitter.com/elUBGd7o5n— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 14, 2025 Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin geta enn komist á HM en þau mætast í umspilsleikjum í nóvember og mun sigurliðið svo fara í umspil við lið úr öðrum heimsálfum í mars. Mané og Diallo skoruðu og komust inn á HM Fílabeinsströndin, Senegal og Suður-Afríka tryggðu sig svo áfram úr undankeppninni í Afríku. Sadio Mané skoraði tvö marka Senegal í 4-0 sigri gegn Máritaníu í dag sem dugði til að enda fyrir ofan Kongó í baráttunni um efsta sæti B-riðils. Fílabeinsströndin vann Kenía 3-0, þar sem Manchester United-maðurinn Amad Diallo skoraði lokamarkið, og endaði stigi fyrir ofan Gabon á toppi F-riðils. Suður-Afríka vann svo Rúanda og endaði stigi fyrir ofan Nígeríu og Benín í C-riðli. Nígería, Gabon, Kamerún og Kongó munu svo í næsta mánuði berjast um eitt laust sæti í umspilinu við lið úr öðrum heimsálfum í mars. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Eftir úrslit kvöldsins eru alls 28 þjóðir öruggar inn á HM sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum í stað 32 á síðustu mótum. 28/48 ✅@Aramco | #WeAre26 pic.twitter.com/eaksBnrBYM— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) October 14, 2025 Í kvöld bættist England í hópinn með stórsigri sínum gegn Lettum en einnig bættust við tvö lið frá Asíu og þrjú frá Afríku. Síðustu og verðandi gestgjafar verða með Katarar, gestgjafar síðasta HM, tryggðu sér farseðilinn til Ameríku með 2-1 sigri gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Boualem Khoukhi og Pedro MIguel skoruðu mörk Katar sem þar með vann þriggja liða riðil sinn. Sádi-Arabía, gestgjafi HM 2034, vann einnig sinn þriggja liða riðil, með markalausu jafntefli við Írak á heimavelli, og kom sér inn á HM. Six nations (🆕) qualified for the 2026 World Cup on 14 October 2025.Here are the 28 countries that have confirmed their place at next summer's tournament.🇨🇦 Canada🇲🇽 Mexico🇺🇸 USA🇦🇺 Australia🇮🇷 Iran🇯🇵 Japan🇯🇴 Jordan🇰🇷 South Korea🇶🇦 Qatar 🆕🇸🇦 Saudi Arabia 🆕🇺🇿… pic.twitter.com/elUBGd7o5n— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 14, 2025 Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin geta enn komist á HM en þau mætast í umspilsleikjum í nóvember og mun sigurliðið svo fara í umspil við lið úr öðrum heimsálfum í mars. Mané og Diallo skoruðu og komust inn á HM Fílabeinsströndin, Senegal og Suður-Afríka tryggðu sig svo áfram úr undankeppninni í Afríku. Sadio Mané skoraði tvö marka Senegal í 4-0 sigri gegn Máritaníu í dag sem dugði til að enda fyrir ofan Kongó í baráttunni um efsta sæti B-riðils. Fílabeinsströndin vann Kenía 3-0, þar sem Manchester United-maðurinn Amad Diallo skoraði lokamarkið, og endaði stigi fyrir ofan Gabon á toppi F-riðils. Suður-Afríka vann svo Rúanda og endaði stigi fyrir ofan Nígeríu og Benín í C-riðli. Nígería, Gabon, Kamerún og Kongó munu svo í næsta mánuði berjast um eitt laust sæti í umspilinu við lið úr öðrum heimsálfum í mars.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira