Íslenskur Pútínismi Diana Burkot og Nadya Tolokonnikova skrifa 13. október 2025 20:00 Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Rússland Vladimír Pútín Hælisleitendur Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun