Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2025 23:31 Hulda Þórisdóttir er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Snorri Másson sést hér í pontu eftir að hann var kjörinn varaformaður Miðflokksins. Vísir/Lýður Valberg Prófessor í stjórnmálafræði segir slagorð Miðflokksins í anda svipað þenkjandi flokka í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggja er sett á oddinn. Þá segir hún Ísland eiga allt undir í alþjóðasamstarfi og fái oftar en ekki meira til baka en gefið sé í slíkt samstarf. Landsþing Miðflokksins fór fram um helgina þar sem Snorri Másson var kjörinn varaformaður. Á fundinum voru ungir Miðflokksmenn nokkuð áberandi og vakti nýtt slagorð þeirra Ísland fyrst - svo allt hitt töluverða athygli en meðal annars seldust upp derhúfur með slagorðinu. Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir slagorðið koma í beinu framhaldi af öðrum slagorðum flokksins. Miðflokkurinn sé að marka sér stefnu og rými í pólitísku landslagi. „Þetta er slagorð sannarlega í anda þess hjá svipað þenkjandi flokkum bæði austanhafs og vestan. Raunin er sú að slíkum flokkum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum sem setja einhvers konar þjóðernishyggju á oddinn. Það er langt í frá að þetta einskorðist eitthvað sérstaklega við Ísland,“ sagði Hulda í kvöldfréttum Sýnar. Viðbrögð ekki óeðlileg því samfélagið hafi breyst Hún segir að í raun hafi Ísland verið undantekning því lítið hafi borið á málflutingi í þessum anda þar til nú. „Við erum kannski að sjá það sem við sjáum svo oft í íslenskum stjórnmálum að alls konar hreyfingar og breytingar sem verða í stjórnmálum í Evrópu, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum þær skola upp á Íslandsstrendur aðeins seinna.“ Hún segir málflutninginn viðbrögð við því sem gerst hafi í samfélaginu. Innflytjendum hafi fjölgað og samfélagið breyst. „Það er ekki óeðlilegt að það komi samfélagsleg viðbrögð við því vegna þess að það hefur margvíslegar samfélagslegar afleiðingar.“ Ísland græði meira en tapi á alþjóðlegu samstarfi Í ræðu á Alþingi í síðustu viku talaði Snorri Másson um framlög til alþjóðlegra verkefna. Nefndi hann dæmi um styrk til alþjóðlegra hinsegin samtaka upp á 150 milljónir og 60 milljóna framlag til rampaverkefnis í Úkraínu. Á fjárlögum næsta árs er áætlað að 2,1 milljarður í mannúðarstuðning til Úkraínu. Til samanburðar er trúmálum úthlutað 9,6 milljörðum, landbúnaði 25,5 milljörðum en heildarfjárlög Ísland nema 1627 milljörðum króna. En hvað fær Ísland inn í staðinn? Í dag var sagt frá 700 milljóna króna styrk til stofnunar íslenskrar gervigreindarmiðstöðvar og Kerecis sem selt var fyrir 180 milljarða króna fékk á sínum tíma 130 milljóna króna styrk frá Eurostars sem meðal annars er fjármagnað af Evrópusambandinu. Hulda segir að það sé ekki að fara að breytast að Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi. Í mörgum tilvikum fái Ísland meira til baka en sé gefið til samstarfs. „Eins og margoft hefur komið fram í orðræðu íslenskra stjórnamálamanna þá á Ísland allt sitt undir alþjóða samstarfi. Með svona málflutningi þá er verið að ýta undir hver sé stefna og afstaða þessa stjórnmálamanns. Það getur verið eitthvað annað hjá öðrum stjórnmálamönnum og við erum bara að gefa merki að við teljum að það eigi ekki að eyða peningum í þetta,“ segir Hulda og bætir við að hún telji umræddan þingmann vita að þessir hlutir séu ekki að fara að breytast. Málflutningurinn flokkist ekki sem popúlismi Hulda segist telja að Miðflokkurinn sé með þessu að sækja í sinn grunn. Vitað sé að stuðningsmenn flokksins séu frekar karlar en konur, fólk á miðjum aldri og upp úr og flokkurinn hafi sótt meira fylgi á landsbyggðina en á höfuðborgarsvæðið. Hún segir að ekki sé hægt að flokka málflutninginn sem popúlisma. „Popúlismi er þessi hugmynd að almenningi sé stillt upp gegn spilltri elítu, undir kúgun og sérhagsmunum elítunnar. Þetta tiltekna mál endurspeglar frekar einhverja hugmyndafræði og áherslur sem þú vilt leggja á í þinni pólitík. Ég myndi ekki kalla þetta popúlisma í skilningi fræðanna.“ Kjör Snorra breyti ásýnd flokksins Hún segir Miðflokkinn hafa markað sér skýra stefnu. „Þau geta ekki auðveldlega brugðið sér í líki kamelljóns, ef við berum til dæmis saman við fyrrum systurflokkinn Framsóknarflokkinn sem hefur aðeins getað hagað seglum eins og vindur blæs í samfélaginu. Það verður erfiðara fyrir MIðflokkinn.“ Þá hafi rannsóknir á íslenskum kjósendum sýnt að ákveðin prósenta kjósenda hafi sýnt viðhorf sem sé í anda þess sem Miðflokkurinn bjóði upp á. Það fólk hafi áður dreifst á fleiri flokka en nú mögulega fundið sér mjög gott heimili fyrir sínar skoðanir. Þá breytist ásýnd flokksins með kjöri Snorra Mássonar í embætti varaformanns. „Hann er svo ungur og það hefur ekki verið ásýnd flokksins hingað til. Hann er mjög metnaðargjarn og mjög mælskur. Þetta óneitanlega hressir upp á ásýndina og svo á eftir að sjá hvernig han stendur sig í embætti,“ sagði Hulda að lokum. Miðflokkurinn Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Landsþing Miðflokksins fór fram um helgina þar sem Snorri Másson var kjörinn varaformaður. Á fundinum voru ungir Miðflokksmenn nokkuð áberandi og vakti nýtt slagorð þeirra Ísland fyrst - svo allt hitt töluverða athygli en meðal annars seldust upp derhúfur með slagorðinu. Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir slagorðið koma í beinu framhaldi af öðrum slagorðum flokksins. Miðflokkurinn sé að marka sér stefnu og rými í pólitísku landslagi. „Þetta er slagorð sannarlega í anda þess hjá svipað þenkjandi flokkum bæði austanhafs og vestan. Raunin er sú að slíkum flokkum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum sem setja einhvers konar þjóðernishyggju á oddinn. Það er langt í frá að þetta einskorðist eitthvað sérstaklega við Ísland,“ sagði Hulda í kvöldfréttum Sýnar. Viðbrögð ekki óeðlileg því samfélagið hafi breyst Hún segir að í raun hafi Ísland verið undantekning því lítið hafi borið á málflutingi í þessum anda þar til nú. „Við erum kannski að sjá það sem við sjáum svo oft í íslenskum stjórnmálum að alls konar hreyfingar og breytingar sem verða í stjórnmálum í Evrópu, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum þær skola upp á Íslandsstrendur aðeins seinna.“ Hún segir málflutninginn viðbrögð við því sem gerst hafi í samfélaginu. Innflytjendum hafi fjölgað og samfélagið breyst. „Það er ekki óeðlilegt að það komi samfélagsleg viðbrögð við því vegna þess að það hefur margvíslegar samfélagslegar afleiðingar.“ Ísland græði meira en tapi á alþjóðlegu samstarfi Í ræðu á Alþingi í síðustu viku talaði Snorri Másson um framlög til alþjóðlegra verkefna. Nefndi hann dæmi um styrk til alþjóðlegra hinsegin samtaka upp á 150 milljónir og 60 milljóna framlag til rampaverkefnis í Úkraínu. Á fjárlögum næsta árs er áætlað að 2,1 milljarður í mannúðarstuðning til Úkraínu. Til samanburðar er trúmálum úthlutað 9,6 milljörðum, landbúnaði 25,5 milljörðum en heildarfjárlög Ísland nema 1627 milljörðum króna. En hvað fær Ísland inn í staðinn? Í dag var sagt frá 700 milljóna króna styrk til stofnunar íslenskrar gervigreindarmiðstöðvar og Kerecis sem selt var fyrir 180 milljarða króna fékk á sínum tíma 130 milljóna króna styrk frá Eurostars sem meðal annars er fjármagnað af Evrópusambandinu. Hulda segir að það sé ekki að fara að breytast að Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi. Í mörgum tilvikum fái Ísland meira til baka en sé gefið til samstarfs. „Eins og margoft hefur komið fram í orðræðu íslenskra stjórnamálamanna þá á Ísland allt sitt undir alþjóða samstarfi. Með svona málflutningi þá er verið að ýta undir hver sé stefna og afstaða þessa stjórnmálamanns. Það getur verið eitthvað annað hjá öðrum stjórnmálamönnum og við erum bara að gefa merki að við teljum að það eigi ekki að eyða peningum í þetta,“ segir Hulda og bætir við að hún telji umræddan þingmann vita að þessir hlutir séu ekki að fara að breytast. Málflutningurinn flokkist ekki sem popúlismi Hulda segist telja að Miðflokkurinn sé með þessu að sækja í sinn grunn. Vitað sé að stuðningsmenn flokksins séu frekar karlar en konur, fólk á miðjum aldri og upp úr og flokkurinn hafi sótt meira fylgi á landsbyggðina en á höfuðborgarsvæðið. Hún segir að ekki sé hægt að flokka málflutninginn sem popúlisma. „Popúlismi er þessi hugmynd að almenningi sé stillt upp gegn spilltri elítu, undir kúgun og sérhagsmunum elítunnar. Þetta tiltekna mál endurspeglar frekar einhverja hugmyndafræði og áherslur sem þú vilt leggja á í þinni pólitík. Ég myndi ekki kalla þetta popúlisma í skilningi fræðanna.“ Kjör Snorra breyti ásýnd flokksins Hún segir Miðflokkinn hafa markað sér skýra stefnu. „Þau geta ekki auðveldlega brugðið sér í líki kamelljóns, ef við berum til dæmis saman við fyrrum systurflokkinn Framsóknarflokkinn sem hefur aðeins getað hagað seglum eins og vindur blæs í samfélaginu. Það verður erfiðara fyrir MIðflokkinn.“ Þá hafi rannsóknir á íslenskum kjósendum sýnt að ákveðin prósenta kjósenda hafi sýnt viðhorf sem sé í anda þess sem Miðflokkurinn bjóði upp á. Það fólk hafi áður dreifst á fleiri flokka en nú mögulega fundið sér mjög gott heimili fyrir sínar skoðanir. Þá breytist ásýnd flokksins með kjöri Snorra Mássonar í embætti varaformanns. „Hann er svo ungur og það hefur ekki verið ásýnd flokksins hingað til. Hann er mjög metnaðargjarn og mjög mælskur. Þetta óneitanlega hressir upp á ásýndina og svo á eftir að sjá hvernig han stendur sig í embætti,“ sagði Hulda að lokum.
Miðflokkurinn Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira