Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar 13. október 2025 16:32 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun