Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. október 2025 07:03 Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar