„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 19:09 Gauti Kristmannsson er varaformaður Íbúasamtaka Laugardals. Vísir/Lýður Valberg/Egill Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum. Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Sjá meira
Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum.
Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Sjá meira