„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 19:09 Gauti Kristmannsson er varaformaður Íbúasamtaka Laugardals. Vísir/Lýður Valberg/Egill Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum. Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Sjá meira
Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum.
Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent