Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar 9. október 2025 19:32 Í vikunni fór fram sérstök umræða á Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka að beiðni Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Það er mikilvægt að rifja upp hvers vegna þessum lögum var komið á. Lög um fjármál stjórnmálaflokka voru samþykkt á Alþingi árið 2006. Frumvarpið var flutt af formönnum allra flokka á þingi á þeim tíma og fyrsti flutningsmaður var þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde. Í þeirri umræðu lét Geir þau orð falla að stjórnmálaflokkar væru hornsteinar lýðræðis í landinu og forsenda heilbrigðrar og eðlilegrar stjórnmálaumræðu. Þeir hefðu því mjög víðtækar skyldur gagnvart borgurum landsins og afar mikilvægt væri að þeir nytu trausts. Þessu er ég fyllilega sammála. Lögin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Draga úr hagsmunaárekstrum Þau fela í sér að þak var sett á hvað einstaklingar og lögaðilar mega gefa til stjórnmálaflokka og í staðinn koma greiðslur frá hinu opinbera til að hægt sé að reka þá. Tilgangurinn var skýr: að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi, auka traust á stjórnmálum og efla lýðræði. Ákveðið var að framlagið skyldi renna til flokka sem náðu yfir 2,5 prósent atkvæða í kosningum. Að tillögu sex flokka sem áttu sæti á Alþingi árið 2017 var framlag ríkisins til stjórnmálaflokka svo hækkað um 127% en þá var við völd ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Miðflokkur, Samfylking og Viðreisn studdu þá tillögu líka og Flokkur fólksins og Píratar tóku þátt í mótun hennar. Þetta var gert vegna þess að meirihluti flokkanna var með neikvætt eigið fé. Eignir hrukku ekki fyrir skuldum. Þverpólitísk sátt hefur því ríkt um fjármál stjórnmálaflokka fram til þessa. Þétting byggðar veitir Sjálfstæðisflokknum forskot Það er athyglisvert að Sjálfstæðisflokknum hafi nú, örfáum árum síðar, snúist hugur varðandi mikilvægi styrkja til stjórnmálaflokka, eftir að hafa breyst í einhvers konar fasteignaþróunarfélag og staðið fyrir þéttingu byggðar í kringum Valhöll. Með fasteignaþróunarverkefninu sem fól í sér fækkun bílastæða og áðurnefndri þéttingu byggðar jók Sjálfstæðisflokkurinn eigið fé sitt gríðarlega, upp í 1,4 milljarða króna í lok árs 2023. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir vikið í algjörum sérflokki enda á hann nú rúmlega þrisvar sinnum meira eigið fé en allir aðrir stjórnmálaflokkar landsins til samans vegna ofangreinds. Þetta verður líka að skoða í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fær meiri framlög frá einstaklingum og úr atvinnulífinu, sérstaklega frá sjávarútvegi, en nokkur annar flokkur. Þessi staða birtist svart á hvítu í ársreikningum stjórnmálaflokka. Á kosningaárinu 2021 fengu þáverandi stjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, alls um 60 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum. Þar af komu næstum helmingur frá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Meirihluti þess fjármagns fór til Sjálfstæðisflokks. Við þessar aðstæður vill Sjálfstæðisflokkurinn skyndilega skrúfa fyrir fjárveitingar til annarra stjórnmálaafla. Tugir milljóna þremur dögum fyrir lagabreytingu Það er líka athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn sé mættur með hugmyndir um að gera breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, að minnsta kosti að einhverju leyti. Flokkurinn sem tók þátt í að móta lögin og mælti fyrir frumvarpinu sem varð að lögum 9. desember 2006 og nýtti svo tækifærið til að ganga gegn anda laganna með því að verða sér úti um himinháa styrki frá stórum leikendum í atvinnulífinu þremur dögum áður en lögin tóku gildi 1. janúar 2007. Hér er ég auðvitað að vísa í styrki sem lykilmenn í flokknum föluðust eftir frá FL Group og Landsbankanum til að rétta við fjárhag Sjálfstæðisflokksins í lok desember 2006. Núvirði þessara styrkja er um 138 milljónir króna. Að stangast gróflega á við gildi Það komst ekki upp um þennan gjörning fyrr en árið 2009 og þá sagði nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, að viðtaka styrkjanna hefði stangast gróflega á við þau gildi sem hann vildi að Sjálfstæðisflokkurinn starfaði eftir. Bjarni sagði enn fremur að styrkirnir yrðu endurgreiddir. Færa má rök fyrir því að Styrkjamálið hafi dregið verulega úr trúverðugleika íslenskra stjórnmála. Þar kom í ljós að fyrirtæki sem áttu mikið undir ákvörðunum löggjafans höfðu með leynd greitt flokknum sem stýrði ríkisstjórn háar fjárhæðir. Síðast þegar af fréttist í fjölmiðlum, fyrir tæpum þremur árum, þá var ekki búið að greiða styrkina til baka. Það er vont fyrir lýðræðið ef stjórnmálasamtök þurfa að treysta á framlög frá þeim sem eiga mikið mögulegt hagræði undir í þeim málum sem við fjöllum um á Alþingi. Þá er hætt er við að stjórnmálasamtök eða stjórnmálafólk freistist til að gæta frekar hagsmuna styrktaraðila umfram hagsmuni almennings þegar þáðir eru fjármunir í miklum mæli frá hagsmunaaðilum. Það gengur beinlínis gegn lýðræðislegum markmiðum laganna um að tryggja gagnsæi, jafnræði og að berjast gegn spillingu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Alþingi Samfylkingin Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram sérstök umræða á Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka að beiðni Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Það er mikilvægt að rifja upp hvers vegna þessum lögum var komið á. Lög um fjármál stjórnmálaflokka voru samþykkt á Alþingi árið 2006. Frumvarpið var flutt af formönnum allra flokka á þingi á þeim tíma og fyrsti flutningsmaður var þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde. Í þeirri umræðu lét Geir þau orð falla að stjórnmálaflokkar væru hornsteinar lýðræðis í landinu og forsenda heilbrigðrar og eðlilegrar stjórnmálaumræðu. Þeir hefðu því mjög víðtækar skyldur gagnvart borgurum landsins og afar mikilvægt væri að þeir nytu trausts. Þessu er ég fyllilega sammála. Lögin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Draga úr hagsmunaárekstrum Þau fela í sér að þak var sett á hvað einstaklingar og lögaðilar mega gefa til stjórnmálaflokka og í staðinn koma greiðslur frá hinu opinbera til að hægt sé að reka þá. Tilgangurinn var skýr: að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi, auka traust á stjórnmálum og efla lýðræði. Ákveðið var að framlagið skyldi renna til flokka sem náðu yfir 2,5 prósent atkvæða í kosningum. Að tillögu sex flokka sem áttu sæti á Alþingi árið 2017 var framlag ríkisins til stjórnmálaflokka svo hækkað um 127% en þá var við völd ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Miðflokkur, Samfylking og Viðreisn studdu þá tillögu líka og Flokkur fólksins og Píratar tóku þátt í mótun hennar. Þetta var gert vegna þess að meirihluti flokkanna var með neikvætt eigið fé. Eignir hrukku ekki fyrir skuldum. Þverpólitísk sátt hefur því ríkt um fjármál stjórnmálaflokka fram til þessa. Þétting byggðar veitir Sjálfstæðisflokknum forskot Það er athyglisvert að Sjálfstæðisflokknum hafi nú, örfáum árum síðar, snúist hugur varðandi mikilvægi styrkja til stjórnmálaflokka, eftir að hafa breyst í einhvers konar fasteignaþróunarfélag og staðið fyrir þéttingu byggðar í kringum Valhöll. Með fasteignaþróunarverkefninu sem fól í sér fækkun bílastæða og áðurnefndri þéttingu byggðar jók Sjálfstæðisflokkurinn eigið fé sitt gríðarlega, upp í 1,4 milljarða króna í lok árs 2023. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir vikið í algjörum sérflokki enda á hann nú rúmlega þrisvar sinnum meira eigið fé en allir aðrir stjórnmálaflokkar landsins til samans vegna ofangreinds. Þetta verður líka að skoða í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fær meiri framlög frá einstaklingum og úr atvinnulífinu, sérstaklega frá sjávarútvegi, en nokkur annar flokkur. Þessi staða birtist svart á hvítu í ársreikningum stjórnmálaflokka. Á kosningaárinu 2021 fengu þáverandi stjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, alls um 60 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum. Þar af komu næstum helmingur frá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Meirihluti þess fjármagns fór til Sjálfstæðisflokks. Við þessar aðstæður vill Sjálfstæðisflokkurinn skyndilega skrúfa fyrir fjárveitingar til annarra stjórnmálaafla. Tugir milljóna þremur dögum fyrir lagabreytingu Það er líka athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn sé mættur með hugmyndir um að gera breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, að minnsta kosti að einhverju leyti. Flokkurinn sem tók þátt í að móta lögin og mælti fyrir frumvarpinu sem varð að lögum 9. desember 2006 og nýtti svo tækifærið til að ganga gegn anda laganna með því að verða sér úti um himinháa styrki frá stórum leikendum í atvinnulífinu þremur dögum áður en lögin tóku gildi 1. janúar 2007. Hér er ég auðvitað að vísa í styrki sem lykilmenn í flokknum föluðust eftir frá FL Group og Landsbankanum til að rétta við fjárhag Sjálfstæðisflokksins í lok desember 2006. Núvirði þessara styrkja er um 138 milljónir króna. Að stangast gróflega á við gildi Það komst ekki upp um þennan gjörning fyrr en árið 2009 og þá sagði nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, að viðtaka styrkjanna hefði stangast gróflega á við þau gildi sem hann vildi að Sjálfstæðisflokkurinn starfaði eftir. Bjarni sagði enn fremur að styrkirnir yrðu endurgreiddir. Færa má rök fyrir því að Styrkjamálið hafi dregið verulega úr trúverðugleika íslenskra stjórnmála. Þar kom í ljós að fyrirtæki sem áttu mikið undir ákvörðunum löggjafans höfðu með leynd greitt flokknum sem stýrði ríkisstjórn háar fjárhæðir. Síðast þegar af fréttist í fjölmiðlum, fyrir tæpum þremur árum, þá var ekki búið að greiða styrkina til baka. Það er vont fyrir lýðræðið ef stjórnmálasamtök þurfa að treysta á framlög frá þeim sem eiga mikið mögulegt hagræði undir í þeim málum sem við fjöllum um á Alþingi. Þá er hætt er við að stjórnmálasamtök eða stjórnmálafólk freistist til að gæta frekar hagsmuna styrktaraðila umfram hagsmuni almennings þegar þáðir eru fjármunir í miklum mæli frá hagsmunaaðilum. Það gengur beinlínis gegn lýðræðislegum markmiðum laganna um að tryggja gagnsæi, jafnræði og að berjast gegn spillingu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun