Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar 9. október 2025 08:02 Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Alþingi Verðlag Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar