Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. október 2025 16:00 Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar