Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. október 2025 16:00 Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun