Sport

Fannst látinn inn á leik­vanginum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ohio State er með flott fótboltalið og spilar á einum stærsta leikvangi Bandaríkjanna.
Ohio State er með flott fótboltalið og spilar á einum stærsta leikvangi Bandaríkjanna. @ohiostatefb

Nítján ára nemandi fannst á dögunum látinn inn á leikvangi Ohio State háskólans.

Ohio State er eitt besta liðið í ameríska háskólafótboltanum en liðið er einmitt í efsta sæti yfir styrkleikaröðun liðanna í dag.

Stærð og mikilvægi liðsins sést ekki síst á því hvar liðið spilar heimaleiki sína. Ohio State leikvangurinn er risastórt mannvirki og tekur yfir hundrað þúsund áhorfendur. Hann er þriðji stærsti leikvangurinn í háskólaboltanum.

Lík nemandans fannst inn á leikvanginum en liðið var ekki að spila á vellinum um síðustu helgi.

Nemandinn heitir William Meyers og var á þriðja ári í skólanum. Hann kemur upphaflega frá Fairfield í Connecticut fylki.

Ben Johnson, talsmaður Ohio State skólans, sagði að ekki væri grunur um ofbeldi eða talið að dauði Williams hafi borið að með saknæmum hætti. Engin hætta var heldur talin vera á ferðinni vegna málsins.

Það kom hins vegar ekki fram hvernig Meyers dó eða hvað í raun gerðist inn á leikvanginum.

Meyers fannst rétt fyrir tíu um morguninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×