Fótbolti

Palace neitar að tapa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Palace fagna.
Leikmenn Palace fagna. EPA/Wojtek Jargilo

Enska fótboltaliðið Crystal Palace hefur nú leikið 19 leiki án þess að bíða ósigur. Í kvöld lagði liði Dynamo Kyiv í Evrópudeildinni.

Árangur Palace undir stjórn Oliver Glasner hefur verði lyginni líkastur. Það eru komnir nærri sex mánuðir síðan liðið tapaði síðan keppnisleik. Leikirnir eru orðnir 19 talsins sem er félagsmet.

Liðið mætti Dynamo Kyiv í Lublin í Póllandi þar sem ekki er hægt að spila í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Það var ekki að sjá að ferðalagið hafi haft áhrif á Palace sem unnu mjög svo skilvirkan sigur.

Lokatölur 0-2 „gestunum“ í vil þökk sé mörkum Daniel Muñoz og Eddie Nketiah. Nýi maðurinn Yeremy Pino lagði upp bæði mörkin. Þá kom ekki að sök að Borna Sosa fékk tvö gul og þar með rautt þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Um var að ræða fyrsta leik liðanna i keppninni og Palace því með þrjú stig á meðan Kyiv er án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×