Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2025 17:30 Fjórir fyrrverandi leikmenn Manchester United sem áttu gott kvöld í Meistaradeild Evrópu í gær. vísir/getty Svo virðist sem allir leikmenn blómstri um leið og þeir yfirgefa Manchester United. Gamlir United-menn gerðu það allavega gott í Meistaradeild Evrópu í gær. United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira