Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2025 14:17 Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína eins og flestir þekkja hana, segir að það hafi farið um baráttufólkið um borð i skipinu Samviskunni þegar fréttir bárust af handtökum í öðrum skipum Frelsisflotans. Þær hafi þó aðeins þau áhrif að skerpa einbeitingu og baráttuhug fólksins um borð. Aðsend Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. Ísraelska utanríkisráðuneytið birti í gærkvöldi myndskeið þar sem sjá mátti ísraelska sjóherinn handtaka baráttufólk um borð í fremstu skipum Frelsisflotans en í þeim fjölþjóðlega hópi var meðal annars hin sænska Greta Thunberg og írskur þingmaður. Samkvæmt The Guardian hefur ísraelski sjóherinn handtekið áhafnir og lagt hald á tugi skipa Frelsisflotans, og er bent á að samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu sem sýnir skipaumferð í rauntíma - þá virðist aðeins fjögur skip flotans enn á siglingu. Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, tónlistar- og baráttukona, er um borð í einu af þessum skipum. Hún var spurð hvort það hafi ekki farið um hópinn við að fylgjast með myndbandinu sem sýnir handtökur baráttufólksins. „Það fer auðvitað um hópinn. Það er hátt spennustig og við fylgdumst með þessu sjóráni Ísraela á almennum borgurum á hafi úti þar sem þau sem sigla eru í löglegum erindagjörðum og á alþjóðlegu hafsvæði og þeir fremja þetta sjórán.“ Stefna ótrauð áfram Þú segir mér að þið stefnið bara ótrauð áfram og látið þetta ekkert aftra ykkur? „Já, algjörlega. Við erum í löglegum erindagjörðum. Við erum á siglingu sem almennir borgarar í löglegum erindagjörðum. Við ætlum ekki að verða kraftur fyrir Ísrael til að fá áframhaldandi leyfi til að stunda níð, þjóðarmorð, mannrán, sjórán, pyntingar, svelti, svona get ég haldið áfram í allan dag. Þetta verður ekki bensín á þá keyrslu þeirra. Það er alveg á hreinu,“ segir Magga Stína sem segir þetta bara skerpa á einurð og einbeitingu baráttufólksins um borð. Íslenskum stjórnvöldum beri skylda til að hjálpa sér Nú ert þú íslenskur ríkisborgari og ef fram fer sem horfir þá ert þú á leiðinni í hald hjá Ísraelum. Hver eru þín skilaboð til íslenskra stjórnvalda ef slík staða kemur upp? „Ef af því verður þá er það á þeirra ábyrgð að ég verði leyst úr haldi umsvifalaust og að þau bregðist við með sem harkalegustum hætti við ef þetta kemur upp. Það er þeirra skylda. Ef þau gera það ekki þá afhjúpast samsekt þeirra í víðum skilningi,“ segir Magga Stína. Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44 Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. 2. október 2025 07:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Ísraelska utanríkisráðuneytið birti í gærkvöldi myndskeið þar sem sjá mátti ísraelska sjóherinn handtaka baráttufólk um borð í fremstu skipum Frelsisflotans en í þeim fjölþjóðlega hópi var meðal annars hin sænska Greta Thunberg og írskur þingmaður. Samkvæmt The Guardian hefur ísraelski sjóherinn handtekið áhafnir og lagt hald á tugi skipa Frelsisflotans, og er bent á að samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu sem sýnir skipaumferð í rauntíma - þá virðist aðeins fjögur skip flotans enn á siglingu. Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, tónlistar- og baráttukona, er um borð í einu af þessum skipum. Hún var spurð hvort það hafi ekki farið um hópinn við að fylgjast með myndbandinu sem sýnir handtökur baráttufólksins. „Það fer auðvitað um hópinn. Það er hátt spennustig og við fylgdumst með þessu sjóráni Ísraela á almennum borgurum á hafi úti þar sem þau sem sigla eru í löglegum erindagjörðum og á alþjóðlegu hafsvæði og þeir fremja þetta sjórán.“ Stefna ótrauð áfram Þú segir mér að þið stefnið bara ótrauð áfram og látið þetta ekkert aftra ykkur? „Já, algjörlega. Við erum í löglegum erindagjörðum. Við erum á siglingu sem almennir borgarar í löglegum erindagjörðum. Við ætlum ekki að verða kraftur fyrir Ísrael til að fá áframhaldandi leyfi til að stunda níð, þjóðarmorð, mannrán, sjórán, pyntingar, svelti, svona get ég haldið áfram í allan dag. Þetta verður ekki bensín á þá keyrslu þeirra. Það er alveg á hreinu,“ segir Magga Stína sem segir þetta bara skerpa á einurð og einbeitingu baráttufólksins um borð. Íslenskum stjórnvöldum beri skylda til að hjálpa sér Nú ert þú íslenskur ríkisborgari og ef fram fer sem horfir þá ert þú á leiðinni í hald hjá Ísraelum. Hver eru þín skilaboð til íslenskra stjórnvalda ef slík staða kemur upp? „Ef af því verður þá er það á þeirra ábyrgð að ég verði leyst úr haldi umsvifalaust og að þau bregðist við með sem harkalegustum hætti við ef þetta kemur upp. Það er þeirra skylda. Ef þau gera það ekki þá afhjúpast samsekt þeirra í víðum skilningi,“ segir Magga Stína.
Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44 Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. 2. október 2025 07:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44
Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. 2. október 2025 07:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent