Erlent

Gríðar­leg öryggis­gæsla í Kaup­manna­höfn í að­draganda leið­toga­fundar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þýska freigátan Hamborg lagði að bryggju í Kaupmannahöfn á sunnudag. 
Þýska freigátan Hamborg lagði að bryggju í Kaupmannahöfn á sunnudag.  (Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix via AP)

Gríðarleg öryggisgæsla er nú í Kaupmannahöfn þar sem leiðtogar Evrópusambandsins eru farnir að týnast inn í borgina einn af öðrum.

 Á morgun fer þar fram leiðtogafundur um öryggismál og eftir torkennilegt drónaflug sem hefur sett Danmörku og einnig Noreg á hliðina taka menn enga sénsa.

Þannig hefur öllum drónum í Danmörku verið bannað að fljúga í þessari viku, og skiptir þá engu máli hverrar stærðar eða gerðar dróna er um að ræða. Bannið verður í gildi út föstudaginn.

Bandamenn Dana frá tíu Evrópulöndum aðstoða þá nú við öryggisgæsluna og til að mynda er þýsk freigáta nú við bryggju Kaupmannahöfn og til taks ef eitthvað kemur upp á.


Tengdar fréttir

Banna dróna yfir Danmörku

Yfirvöld í Danmörku hafa tekið þá ákvörðun að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu. Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×