Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. september 2025 17:08 Flugfélagið Play hætti allri starfsemi í morgun. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. „Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira