Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 13:22 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Okkar fyrstu viðbrögð eru náttúrulega þau að við finnum til með farþegum og starfsfólki Play og þeim sem sitja núna fastir að reyna að finna út úr sínum ferðaplönum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Vísi. Óljóst sé hvort félagið muni eiga aðkomu að því að aðstoða strandaglópa. „Við erum náttúrulega með umfangsmikla flugáætlun í gangi og næstu dagar eru mjög bókaðir og lítið af lausum sætum. Við erum í samtali við stjórnvöld núna, við erum með varavélar sem við gætum nýtt en þetta er atburður sem er nýskeður. Við ræðum það nú við stjórnvöld hvað sé hægt að gera, það samtal er nýhafið og við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“ Hækkanir ráðist af fjölda sæta Fréttastofu hefur borist ábendingar frá farþegum sem telja að miðar með Icelandair hafi hækkað mikið í dag eftir að fréttir bárust af falli Play. Bogi segir að almennt hafi fyrirtækið ekki gripið til verðhækkana eftir nýjustu tíðindin. „En eins og ég nefndi áðan er mjög lítið af sætum laus hjá okkur almennt næstu daga. Í flugrekstri er það þannig að síðustu sætin eru á hæsta verðinu. Þau hafa selst mjög hratt og áætlunin okkar er ekki eins stór núna eins og hún var í byrjun september, það er mjög mikið bókað og það var staðan fyrir þessar fréttir. Það er það sem hefur áhrif á verðlagningu.“ Hann segir fall Play ekki breyta því að Icelandair sé í gríðarlegri samkeppni. Til og frá Íslands fljúgi tuttugu flugfélög frá Evrópu og þó nokkur frá Norður-Ameríku. Virði hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp eftir tíðindin af falli Play. „Þetta verður áfram mjög krefjandi samkeppni sem við verðum í og að reka lítið flugfélag frá Íslandi verður áfram krefjandi, í þessu verðbólguumhverfi, með þessum launahækkunum og með þessari stærðarhagkvæmni. Við verðum að halda áfram að vera á tánum.“ Icelandair Fréttir af flugi Gjaldþrot Play Play Ferðalög Neytendur Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru náttúrulega þau að við finnum til með farþegum og starfsfólki Play og þeim sem sitja núna fastir að reyna að finna út úr sínum ferðaplönum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Vísi. Óljóst sé hvort félagið muni eiga aðkomu að því að aðstoða strandaglópa. „Við erum náttúrulega með umfangsmikla flugáætlun í gangi og næstu dagar eru mjög bókaðir og lítið af lausum sætum. Við erum í samtali við stjórnvöld núna, við erum með varavélar sem við gætum nýtt en þetta er atburður sem er nýskeður. Við ræðum það nú við stjórnvöld hvað sé hægt að gera, það samtal er nýhafið og við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“ Hækkanir ráðist af fjölda sæta Fréttastofu hefur borist ábendingar frá farþegum sem telja að miðar með Icelandair hafi hækkað mikið í dag eftir að fréttir bárust af falli Play. Bogi segir að almennt hafi fyrirtækið ekki gripið til verðhækkana eftir nýjustu tíðindin. „En eins og ég nefndi áðan er mjög lítið af sætum laus hjá okkur almennt næstu daga. Í flugrekstri er það þannig að síðustu sætin eru á hæsta verðinu. Þau hafa selst mjög hratt og áætlunin okkar er ekki eins stór núna eins og hún var í byrjun september, það er mjög mikið bókað og það var staðan fyrir þessar fréttir. Það er það sem hefur áhrif á verðlagningu.“ Hann segir fall Play ekki breyta því að Icelandair sé í gríðarlegri samkeppni. Til og frá Íslands fljúgi tuttugu flugfélög frá Evrópu og þó nokkur frá Norður-Ameríku. Virði hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp eftir tíðindin af falli Play. „Þetta verður áfram mjög krefjandi samkeppni sem við verðum í og að reka lítið flugfélag frá Íslandi verður áfram krefjandi, í þessu verðbólguumhverfi, með þessum launahækkunum og með þessari stærðarhagkvæmni. Við verðum að halda áfram að vera á tánum.“
Icelandair Fréttir af flugi Gjaldþrot Play Play Ferðalög Neytendur Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira